Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2022, var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 27. maí 2022, þar sem lóðarhafi sækir um byggingarleyfi fyrir 44,6 m² viðbyggingu á suðurhlið hússins. Núverandi húsnæði er 177 m², verður eftir breytingu 221,6 m². Fyrir liggur samþykki nágranna.
Uppdættir í mkv. 1:500 dags. 27. janúar 2022.
Á fundinum samþykkti embætti skipulagsfulltrúa með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum í Þinghólsbraut 7, 8, 9, 11, 12, 13 og Kópavogsbraut 49.
Kynningartíma lauk 4. júlí 2022, engar athugasemdir bárust.