Skipulagsráð

126. fundur 05. september 2022 kl. 15:30 - 19:28 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbeinn Reginsson varamaður
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður umhverfissviðs
  • Auðun Helgason lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2208001F - Bæjarráð - 3095. fundur frá 18.08.2022

2208057 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
2112277 - Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
22067538 - Bakkabraut 9-23, reitur 8. Breytt deiliskipulag og byggingaráform.
Bæjarráð vísar málinu til frekara rýni skipulagsdeildar.
22061271 - Bæjarlind 5, 7 og 9. Breytt deiliskipulag. Aðkoma að lóðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
22032529 - Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
22052776 - Þinghólsbraut 10. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
22061276 - Vatnsendablettur 724. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.
22061767 - Kópavogsbraut 101. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu skipulagsráðs til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2208006F - Bæjarstjórn - 1261. fundur frá 23.08.2022

2208057 - Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2112277 - Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs
22061271 - Bæjarlind 5, 7 og 9. Breytt deiliskipulag. Aðkoma að lóðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
22032529 - Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
22052776 - Þinghólsbraut 10. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2061276 - Vatnsendablettur 724. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
22061767 - Kópavogsbraut 101. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Almenn erindi

3.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Stefnustjóri mun kynna stuttlega heildarstefnu Kópavogsbæjar og innleiðingu hennar.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir - mæting: 15:34

Almenn erindi

4.1702415 - Auðbrekka þróunarsvæði, svæði 4, 5 og 6. Deiliskipulag.

Kynning á skipulagsgögnum yfirstandandi deiliskipulagsvinnu sem skipulagsráð samþykkti að hefja á fundi sínum 20. febrúar 2017 um gerð deiliskipulags á þróunarsvæði Auðbrekku, nánar til tekið á svæði 4 (Auðbrekku 15-25) og svæði 5 (Auðbrekku 2-14) sem og breytt deiliskipulag á svæði 3, nánar til tekið að Auðbrekku 9-11 og Dalbrekku 2.
Áætlanir skipulagsdeildar um byggðarþróun á umræddum svæðum eru í samræmi við Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040 og markmið í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.
Í ofangreindum skipulagsgögnum eru settar fram hugmyndir um að breyta og bæta ásýnd hverfisins með uppbyggingu verslunar- þjónustu og íbúðarhúsnæðis sem og opinna svæða og gönguleiða.
Kynning.

Almenn erindi

5.2208338 - Vatnsendahæð- Vatnsendahvarf, breyting á aðalskipulagi.

Lögð fram tillaga í vinnslu, dags. 2. sept. 2022, að breytingu á Aðalskiplagi Kópavogs 2019-2022 varðandi Vatnsendahvarf /Vatnsendahæð - forkynning. Breytingarnar eru gerðar í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við ábendingar og umsagnir sem hafa borist. Í aðalskipulagsbreytingunni er afmörkun landnotkunarreita fyrir íbúðasvæði, opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt. Einnig lagt fram minnisblað menntasviðs vegna fjölgunar nemenda, dags. 1. sept. 2022.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.2208270 - Leikskóli við Skólatröð. Óveruleg breyting á aðalskipulagi.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða minni háttar lagfæringu á afmörkun á landnotkunarreitum þ.e. reitur fyrir leikskóla/samfélagsþjónustu, S-6, verður stækkaður til samræmis við lóðarmörk, enda hefur lóðin verið nýtt þannig um langa hríð. Á reitnum er/verði leikskóli en breytingar á húsnæði og nýbyggingar sem falla að nýtingu svæðisins sem samfélagsþjónustu eru heimilar.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir leikskólalóð við Skólatröð (S-6) með tilvísun í 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2009744 - Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Reitur 13.

Lögð fram að nýju tillaga Atelier arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóða við Bakkabraut 2 og 4, Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Svæði 13 á þróunarsvæði á Kársnesi, ÞR-1 samkv. Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 150, á 2-4 hæðum þar sem 4. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 24.995 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,9. A-rými ofanjarðar 18.700m². B-rými ofanjarðar 2.595m². A-rými neðanjarðar 2.180m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m². Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 30. mars 2022. Tillögunni fylgir einnig minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021.
Á fundi skipulagsráðs 4. apríl 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar 12. apríl 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Tillagan var auglýst og lauk kynningartíma 19. ágúst 2022, athugasemdir bárust.
Þá lagðar fram umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma.
Helga Jónsdóttir vék sæti við umfjöllun um málið.
Kolbeinn Reginsson tók sæti Helgu Jónsdóttur við umfjöllun um málið.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

8.2208095 - Boðaþing 5 - 13, breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Boðaþings 5-13
Í breytingunni felst að innri byggingarreitur fyrir Boðaþing nr. 11 og nr. 13 breytist og færist fjær Boðaþingi 1-3. Gert er ráð fyri aðkomu þjónustubíla á norðurhluta lóðarinnar (sjúkra- sorp og matarbíla) með nýjum einbreiðum akvegi 3,5 til 4 m. á breidd sem liggur frá núverandi bílastæðum að nýjum þjónustuinngangi austan núverandi þjónustukjarna.
Rökin fyrir umræddri breytingu liggja í ósk lóðarhafa um betra innra fyrirkomulag fyrirhugaðra bygginga til hagsbóta fyrir íbúa Boðaþings og til að auka vinnuhagræðingu hjá starfsfólki þar sem minni fjarlægð verður milli heimiliseininga.
Aðkoma og lega bílastæða breytist.
Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 24. ágúst 2006 m.s.br. samþykkt 12. apríl 2016 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 26. apríl 2016.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2205792 - Vatnsendablettur 1b. Fyrirspurn um breytta landnotkun.

Lög fram að nýju fyrirspurn RCDP Arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 12. maí 2022 um breytta landnotkun á lóðinni að Vatnsendabletti 1B. Í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 er lóðin á opnu svæði OP-5.19. Í breytingunni felst að landnotkun breytist úr opnu svæði í íbúðarsvæði. Í fyrirspurninni er gert ráð fyrir að lóðinni verði skipti upp í sjö smærri lóðir og heimilt verði að reisa eina í búð að hámarki 325 m² á hverri lóð. Aðkoma að lóðunum verði sameiginleg og frá Kríunesvegi og Vatnsendabletti.
Á fundi skipulagsráðs 30. maí 2022 var afgreiðslu frestað.
Þá lögð fram breytt fyrirspurn dags. 2. september 2022. þar sem aðkoma að lóðum er breytt sem og fyrirkomulagi sameignarlóðar. Þá er fyrirkomulag fráveitu á svæðinu endurskoðað. Jafnframt lögð fram umsögn deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 29. ágúst 2022.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

10.2208151 - Álfhólsvegur 29, fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa um breytingar á lóðinni nr. 29 við Álfhólsveg. Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús á lóðinni verður rifið og nýbygging á tveimur hæðum með þremur íbúðum reist í þess stað. Heildarstærð nýbyggingarinnar er áætluð 442 m². Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum á suðurhluta lóðarinnar ásamt stakstæðri hjóla- og vagnageymslu.
Nýtingarhlutfall á lóðinni eykst úr 0,12 í 0,42.
Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 29. ágúst 2022.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með sex atkvæðum.
Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

11.22068214 - Digranesheiði 25. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Axels Kaaber f.h lóðarhafa ódagsett, móttekið 22. ágúst 2022. Tillagan varðar að hækka þak um 1 m að hámarki, að bæta við kvistum í norður- og suðurátt, svalir settar á vesturgafl hússins, útistigi komi á austurgafl hússins fyrir sérinngang í ris, sólskáli byggður meðfram vesturhlið bílskúrs að lóðarmörkum Lyngheiði 4, þak bílskúrs lengt út til vesturs um 2 m að hámarki, lóð girt af og ný innkeyrsla á lóð frá Lyngheiði. Sólskáli í suður við aðalinngang fyrstu hæðar endurbyggður. Samþykki lóðarhafa Lyngheiði 4 fyrir sólskála við lóðarmörk liggur fyrir.
Uppdrættir í mkv. 1:200, ódagsettir uppdrættir.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn með sex atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Almenn erindi

12.2207137 - Smiðjuvegur 76. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts dags. 31. ágúst 2022 fh. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvegar 68-76 sem samþykkt var í bæjarstjórn 9. september 2003 með síðari breytingu samþykktri í bæjarstjórn 17. febrúar 2009. Breytingin nær aðeins til lóðarinnar að Smiðjuvegi 76.
Í breytingunni felst stækkun á lóð til norðurs um 1.230 m². Gert er ráð fyrir stækkun á núverandi byggingarreit til norðurs. Þar verður komið fyrir viðbyggingu á einni hæð fyrir lagerhúsnæði en vegna aukinna umsvifa standa vörur og gámar utandyra. Heildarbyggingarmagn eykst um 660 m² og verður eftir breytingu 3.668 m². Aðkoma breytist og fjöldi bílastæða eykst um 5 stæði.
Nýtingarhlutfall lóðar í dag er 0.5 sem breytist ekki við aukið byggingarmagn þar sem lóð stækkar og verður 7.279 m².
Meðfylgjandi eru uppdrættir dags. 31. ágúst 2022 í mælikvarða 1:500 og 1:200.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram.

Bókun skipulagsráðs:
Samhliða deiliskipulagsvinnu skal huga að breyttri legu hjólatenginga á svæðinu.

Almenn erindi

13.2207192 - Aflakór 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Brynhildar Sólveigardóttur arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Rjúpnahæðar, Austurhluta sem samþykkt var í bæjarráði 7. september 2006 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 9. október 2006. Breytingin nær aðeins til lóðarinnar Aflakórs 12.
Í breytingunni felst að núverandi byggingarreitur er stækkaður til norðvesturs að hluta til um 2,5 metra. Gert er ráð fyrir að hluti núverandi verandar á norðvestur hlið húss verði lokað með gleri og þakkanti framlengt.
Við þessar breytingar eykst byggingarmagn íbúðarhússins úr 395,8 m² í 416,1 m² og nýtingarhlutfall verður 0.5 í stað 0.48.
Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag fyrir Rjúpnahæð - austurhluta með síðari breytingu samþykkta í bæjarráði 31. júlí 2007 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 27. september 2007.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmynd í mkv. 1:200 dags. 1. september 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum í Aflakór 1-20.

Almenn erindi

14.2207205 - Urðarhvarf 12. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Ragnars Magnússonar arkitekts dags. 15. ágúst 2022 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi; Vatnsendi, Athafnasvæði, samþykkt í bæjarstjórn 25. september 2001 m.s.br. og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2002. Breytingin nær aðeins til lóðarinnar Urðarhvarfs 12.
Í tillögunni felst að byggingarreitur hækkar úr 5 hæðum og kjallara í 6 hæðir og kjallara og byggingarreiti bílageymslu er breytt og færist til suðurs að lóðarmörkum. Heildarbyggingarmagn eykst úr 3.800 m² í 8.500 m², þar af um 1.500 m² í niðurgrafinni bílageymslu. Gert er ráð fyrir einu bílastæði á hverja 50 m² í atvinnuhúsnæði þar af um 70 stæðum á lóð. Lóðarstærð er skv. fasteignarskrá 4.664 m² og áætlað nýtingarhlutfall breytist og verður 1.83.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmynd í mkv. 1:500 dags. 15. ágúst 2022.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram.

Almenn erindi

15.2208303 - Kársnesbraut 96, fyrirspurn.

Lagt fram að nýju breytt fyrirspurn Falk Kruger arkitekts dags. 15. júlí 2022 fh. lóðarhafa að breytingum á lóðinni að Kársnesbraut 96. Í breytingunni felst að fjarlægja núverandi hús á lóðinni og koma fyrir nýbyggingu á tveimur hæðum með þremur íbúðum, tveimur fjögurra herbergja íbúða og einni 3ja herbergja. Aðkoma breytist og er gert ráð fyrir 4 bílastæðum á suðurvestur hluta lóðarinnar sem og hjólum og litlu sorpgerði. Hámarkshæð húss er 6,64 mænishæð núverandi húss. Hámarks byggingarmagn á lóð eykst og verður 450 m² og nýtingarhlutfall 0.44. Meðfylgjandi eru uppdrættir í mælikvarða 1:500 og 1:200 og skýringarmyndir.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram.

Almenn erindi

16.2208035 - Jöklalind 10, breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Garðars Snæbjörnssonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 20. júní 2022 að breyttu deiliskipulagi "Vesturhluti Fífuhvammslands - Íbúðasvæði norðan Fífuhvammsvegar," samþykkt í bæjarstjórn 15. ágúst 1995 m.s.br. og staðfest af skipulagsstjóra ríkisins 12. september 1995. Breytingin nær aðeins til lóðarinnar nr. 10 við Jöklalind.
Í breytingunni felst að breyta og stækka núverandi byggingarreit til austurs um 38,6 m² og koma þar fyrir tveggja herbergja aukaíbúð 52 m² að stærð, á einni hæð. Aðkoma að umræddri íbúð er á suðurhlið
Meðfylgjandi eru uppdrættir í mælikvarða 1:100 og 1:500 ásamt greinargerð dags. 22. júní 2022.
Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu með sex atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.2204079 - Kársnesbraut 108, breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Lárusar Ragnarssonar byggingarfræðings dags. 22. apríl 2022 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 108 við Kársnesbraut.
Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til suðurs á 2. hæð um 2,7 metra og þaksvölum komið fyrir þar ofaná. Byggingarreitur er stækkaður að hluta til á norðurgafli til að koma fyrir svölum á 2. og 3. hæð. Á vesturhlið eru settar utanáliggjandi svalir og húsið klætt með klæðningu úr sementsbundnum plötum. Heildarstærð atvinnuhúsnæðis breytist úr 1.868 m² í 1.806 m² og íbúðarhúsnæðis úr 849 m² í 776.5 m². Nýtingarhlutfall lækkar úr 1.2 í 1.1. Gert er ráð fyrir 1,3 bílastæðum á hverja íbúð og einu stæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði.
Á fundi skipulagsráðs 2. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 106, 110, 123, 125, 127, 129 og Hafnarbrautar 10. Kynningartíma lauk 11. júlí 2022. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var erindið lagt fram ásamt innsendum athugasemdum og því frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar og byggingarfulltrúa.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 3. september 2022 og umsögn byggingarfulltrúa dags. 30. ágúst 2022
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með fimm atkvæðum, gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur. Gunnar Sær Ragnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

18.2208236 - Kríunes v. Vatnsendablett. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts dags. 31. ágúst 2022 f.h. lóðarhafa Kríunes í Vatnsenda um breytt deiliskipulag á lóðinni. Rök fyrir umræddum breytingum liggja í mikilli ásókn í núverandi hótelherbergi og þörf á auknu rými fyrir stuðningsrými fyrir veislusal hússins. Fyrirhugaðar breytingar koma til með að bæta heildaryfirbragð lóðar og ásýnd frá Elliðavatni að húsi þar sem nýbyggingar eru að mestu hulin í landi.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að færa 5 herbergi frá efri hæð á neðri hæð hússins, baðhús í norðaustur hluta byggingarreitsins og auka heildarbyggingarmagn um 595 m2. Byggingarreitur breytist og stækkar til norðurs og suðurs en minnkar til vesturs. Þá er gert ráð fyrir að byggingarreitir á vesturhluta lóðar verði sameinaðir í einn stærri byggingarreit fyrir íbúðarhúsnæði/vinnustofu á einni hæð. Nýtingarhlutfall eftir breytingu er áætlað 0.22
Þá lögð fram umsögn deildarstjóra framkvæmdadeildar Stefáns L. Stefánssonar um veitumál þar sem fram kemur m.a. rotþró er ekki lengur í notkun í Kríunesi.
Hluti fyrirhugaðra framkvæmda fara út fyrir skilgreindan landnotkunarreit verslunar og þjónustu (VÞ-18) og yfir á opið svæði (OP)
Meðfylgjandi eru uppdráttur í mælikvarða 1:1000 og skýringarmynd í mkv. 1:300
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

19.2208170 - Skólagerði 38. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Páls Gunnlaugssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 9. ágúst 2022, um fjölgun bílastæða á lóðinni nr. 38 við Skólagerði úr þremur í sex.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 11. júlí 2022 í mkv. 1:500 og 1:200.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

20.2103898 - Kópavogsbraut 69. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Sigðurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðinni nr. 69 við Kópavogsbraut. Á fundi skipulagsráðs Kópavogs þann 29. mars 2021 var lögð fram tillaga Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðunum nr. 69 og 71 við Kópavogsbraut. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einni íbúð á einni hæð og kjallara að hluta til á hvorri lóð. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðunum er fjölgað í tvær á hvorri lóð á einni hæð ásamt kjallara. Byggingarmagn á lóðunum eykst um 126 m² á hvorri lóð, úr 230 m² í 356 m². Bílastæðum fjölgar úr þremur í fjögur á hvorri lóð.
Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.
Kynningartíma lauk 14. janúar 2022. Athugasemdir og ábendingar bárust, þar á meðal ábending um ósamræmi í kynningargögnum. Það var mat skipulagsdeildar að greint ósamræmi hafi getað torveldað hagsmunaaðilum að meta umfang þeirrar breytingar sem lögð var til. Kynningargögn hafa verið leiðrétt og hefur tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðanna nú verið kynnt að nýju. Tillögunni hefur ekki verið breytt að öðru leiti.
Eftirfarandi leiðréttingar voru gerðar á kynningargögnunum:
Kynningaruppdrættir fyrir lóðirnar tvær sameinaðir. Þakkóti (þakhæð) leiðréttir og uppgefnir í Reykjavíkurhæðakerfi. Byggingarreitir leiðréttir miðað við tillögu sem samþykkt var í kynningu. Ítarlegri skýringarmyndir: grunnmyndir, sneiðingar, götumynd og skuggavarps greining.
Kynningartíma lauk 12. ágúst 2022, athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn Alta f.h. skipulagsdeildar dags. 1. september 2022.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með sex atkvæðum. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

21.2103900 - Kópavogsbraut 71. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Sigðurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðinni nr. 71 við Kópavogsbraut. Á fundi skipulagsráðs Kópavogs þann 29. mars 2021 var lögð fram tillaga Sigurðar Hallgrímssonar arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi á lóðunum nr. 69 og 71 við Kópavogsbraut. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einni íbúð á einni hæð og kjallara að hluta til á hvorri lóð. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðunum er fjölgað í tvær á hvorri lóð á einni hæð ásamt kjallara. Byggingarmagn á lóðunum eykst um 126 m² á hvorri lóð, úr 230 m² í 356 m². Bílastæðum fjölgar úr þremur í fjögur á hvorri lóð.
Skipulagsráð samþykkti með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu.
Kynningartíma lauk 14. janúar 2022. Athugasemdir og ábendingar bárust, þar á meðal ábending um ósamræmi í kynningargögnum. Það var mat skipulagsdeildar að greint ósamræmi hafi getað torveldað hagsmunaaðilum að meta umfang þeirrar breytingar sem lögð var til. Kynningargögn hafa verið leiðrétt og hefur tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðanna nú verið kynnt að nýju. Tillögunni hefur ekki verið breytt að öðru leiti.
Eftirfarandi leiðréttingar voru gerðar á kynningargögnunum:
Kynningaruppdrættir fyrir lóðirnar tvær sameinaðir. Þakkóti (þakhæð) leiðréttir og uppgefnir í Reykjavíkurhæðakerfi. Byggingarreitir leiðréttir miðað við tillögu sem samþykkt var í kynningu. Ítarlegri skýringarmyndir: grunnmyndir, sneiðingar, götumynd og skuggavarps greining.
Kynningartíma lauk 12. ágúst 2022, athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn Alta f.h. skipulagsdeildar dags. 1. september 2022.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með sex atkvæðum. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

22.2204613 - Litlavör 19, breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Vilhjálms Hjálmarssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 25. apríl 2022 sem varðar tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Samkvæmt gildandi deiliskiplagi er heimilt að byggja parhús á tveimur hæðum sem er 282 m² að stærð ásamt stakstæðri bílageymslu sem er 38 m² að stærð.
Í breytingunni felst að auka byggingarmagn parhússins úr 282 m² í 328 m². Svalir á norðurhlið viðbyggingar fara út fyrir byggingarreit. Þakkantar á suður- og vesturhlið fara um 20 cm upp fyrir hámarksvegghæð á hluta þaks.
Stærð lóðar er 950 m² og hámarks nýtingarhlutfall lóðar eykst úr 0.33 í 0.38. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag; Kársnesbraut 76-84 og Vesturvör 7 sem samþykkt var í bæjarstjórn 23. nóvember 2010 m.s.br. að Litluvör 15-23 samþykkt í bæjarstjórn 12. febrúar 2019 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 16. apríl 2019.
Meðfylgjandi skýringaruppdættir dags. 30. maí 2022 í mkv. 1:1000 og 1:250.
Á fundi skipulagsráðs 30. maí 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Litluvarar 15, 17, 21 og 23.
Kynningartíma lauk 21. júlí 2022, athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 3. september 2022.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

23.2208776 - Garðabær. Vetrarmýri og Smalaholt, íþrótta- og útivistarsvæði. Skipulags- og matslýsing.

Lagt fram erindi Garðabæjar dags. 29. ágúst 2022, þar sem óskað er eftir umsögn vegna skipulags- og matslýsingar fyrir Vetrarmýri og Smalaholt, íþrótta- og útivistarsvæði.
Meðfylgjandi: Skipulags- og matslýsing fyrir Vetarmýri og Smalaholt.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við framlagða skipulags- og matslýsingu en áskilur sér rétt til athugasemda á seinni stigum.

Fundi slitið - kl. 19:28.