Skipulagsráð

128. fundur 03. október 2022 kl. 15:30 - 17:40 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður umhverfissviðs
  • Auðun Helgason lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari skipulagsdeildar.
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2209011F - Bæjarráð - 3100. fundur frá 22.09.2022

2208338 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Breyting á aðalskipulagi.
Skipulagslýsing.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2208241 - Leikskóli við Skólatröð. Skipulagslýsing.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2208035 - Jöklalind 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2209010F - Bæjarstjórn - 1263. fundur frá 27.09.2022

2208338 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Breyting á aðalskipulagi.
Skipulagslýsing.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
2208241 - Leikskóli við Skólatröð. Skipulagslýsing.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
2208035 - Jöklalind 10. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum

Almenn erindi

3.2209883 - Aldan. Brú yfir Fossvog. Deiliskipulag.

Kynning á vinningstillögu í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og almenningsamgöngur. Í tillögunni eru jafnframt hugmyndir að útfærslu stígatenginga í nágrenni brúarinnar og útivistarsvæða á norðanverðu Kársnesi.
Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt frá Eflu gerir grein fyrir erindinu.
Kynning.

Gestir

  • Sunna Björg Reynisdóttir - mæting: 15:32
  • Ómar Ingþórsson - mæting: 15:32

Almenn erindi

4.22067538 - Bakkabraut 9-23, reitur 8. Breytt deiliskipulag og byggingaráform.

Lögð fram að nýju umsókn Björns Skaptasonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 26. júní 2022 og breytt 29. september 2022 um breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar - Bakkabraut 1-26, Nesvör 1 og Vesturvör 29, 31 og 33 sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. október 2017 ásamt skipulagsskilmálum og skýringarhefti B og birt í B- deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2018. Breytingin nær aðeins til hluta deiliskipulagssvæðisins nánar til tekið til Bakkabrautar 9-23. Til að auka gæði íbúða í húsinu eru 34 geymslum sem ráðgerðar voru inni í íbúðum færðar í kjallara og þar með er rými sem er undir burðarvirki hússins nýtt betur. Að auki verður gert ráð fyrir 11 sérgeymslum sem fylgja stórum íbúðum. Byggingarmagn A-rýma í kjallara er aukið um 774 m² og byggingarmagn A-rýma ofanjarðar er aukið um 306 m². Heildarbyggingarmagn á lóð eykst um 1.080 m² og verður um 21.730 m². Lóðin er skráð 10.368 m² og nýtingarhlutfall í heild eykst úr 1.99 í 2.09 Byggingaráform koma fram í skýringarhefti dags. í ágúst 2022 og breytt 29. september 2022 þar sem fram kemur að hönnun og frágangur húsa og lóðar fellur að og er í samræmi við lið 2 og viðmið sem tilgreind eru í almennum ákvæðum í gildandi skipulagsskilmálum. Nýtingarhlutfall hækkar úr 1,9 í 2,2. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag.
Meðfylgjandi skipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 10.08.2022 og skýringarhefti B dags. 10. ágúst 2022.
Á fundi skipulagsráðs þann 15. ágúst 2022 var samþykkt með tilvísun 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan yrði auglýst og var málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarráðs þann 18. ágúst 2022 var samþykkt að vísa málinu til frekari rýni skipulagsdeildar.
Þá lögð fram breytt byggingaráform dags. 29. september 2022 þar sem fermetrafjöldi verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð er aukinn í 970 m² í samræmi við markmið gildandi deiliskipulags.
Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.2208612 - Hlíðarvegur 15. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 19. ágúst 2022 þar sem umsókn Andra Gunnars Lyngberg Andréssonar arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir breytingum á lóðinni nr. 15 við Hlíðarveg er vísað til skipulagsráðs með tilvísun í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni felst að núverandi íbúðarhús á lóðinni verði fjarlægt og fjölbýlishús með kjallara reist í þess stað. Fyrirhuguð nýbygging verði á á tveimur hæðum ásamt niðurgrafinni bílageymslu í kjallara. Ráðgert er að íbúðirnar verði fjögurra herbergja og um 110 m² að stærð með yfirbyggðum svölum ásamt geysmlu í kjallara.
Heildarstærð fyrirhugaðrar viðbyggingar er áætluð 560,9 m² að flatarmáli, þar af 115,9 í niðurgrafinni bílageymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,13 í 0,66 við breytinguna.
Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 1. júlí 2002 ásamt greinargerð og ásýndarmyndum.
Jafnframt lagt fram minnisblað skipulagdeildar dags. 30. september 2022.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.2209780 - Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Gunnars Sigurðssonar arkitekts, ódagsett, f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 12 við Tónahvarf.
Í breytingunni felst stækkun byggingarreits um 3 x 6,4 metra á suðausturhluta lóðarinnar, um alls 19 m² þar sem komið verður fyrir inntaks- og lagnarými jarðhæð. Í breytingunni fellst einnig hækkun byggingarreits um 2 metra miðlægt á lóðinni svo tæknibúnaður geti staðið ofan efsta kóta.
Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 23. júní.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Tónahvarfs 7, 9, 10, Turnahvarfs 2 og 4.

Almenn erindi

7.2207138 - Hrauntunga 60A, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 7. júlí 2022 þar sem umsókn Bjarna Kristinssonar arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir breytingum á lóðinni nr. 60A við Hrauntungu er vísað til skipulagsráðs með tilvísun í 44. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tvær íbúðir eru á lóðinni. Sótt er um leyfi til að byggja 20,2 m² garðskála við íbúð á neðri hæð hússins. Auk þess að breyta tveimur gluggum á suðurhlið hússins og bæta við glugga á vesturhlið hússins. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 14. júní 2022.
Á fundi skipulagsráðs þann 15. ágúst 2022 var samþykkt að grenndarkynna ofangreinda umsókn. Kynningartíma lauk 23. september 2022. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.22068209 - Lækjarbotnaland 53. Waldorfskólinn, ósk um deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Waldorfskóla í Lækjarbotnum dags. 29. júní 2022, þar sem óskað er eftir því að deiliskipulag verði unnið fyrir Lækjarbotna og skólastarfsemina.
Á fundi skipulagsráðs þann 15. ágúst 2022 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar umhverfissviðs.
Þá lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 30. september 2022.
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarsjórnar.

Almenn erindi

9.2205792 - Vatnsendablettur 1b. Fyrirspurn um breytta landnotkun.

Lög fram að nýju fyrirspurn RCDP Arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 12. maí 2022 um breytta landnotkun á lóðinni að Vatnsendabletti 1B. Í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 er lóðin á opnu svæði OP-5.19. Í breytingunni felst að landnotkun breytist úr opnu svæði í íbúðarsvæði. Í fyrirspurninni er gert ráð fyrir að lóðinni verði skipti upp í sjö smærri lóðir og heimilt verði að reisa eina í búð að hámarki 325 m² á hverri lóð. Aðkoma að lóðunum verði sameiginleg og frá Kríunesvegi og Vatnsendabletti. Á fundi skipulagsráðs 30. maí 2022 var afgreiðslu frestað. Þá lögð fram breytt fyrirspurn dags. 2. september 2022. þar sem aðkoma að lóðum er breytt sem og fyrirkomulagi sameignarlóðar. Þá er fyrirkomulag fráveitu á svæðinu endurskoðað. Jafnframt lögð fram umsögn deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 29. ágúst 2022.
Á fundi skipulagsráðs 5. september 2022 var fyrirspurninni vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 28. september 2022.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn með sex atkvæðum gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar.
Fyrirhuguð breyting á landnotkun fellur ekki að markmiðum Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir svæðið og ákvæðum hverfisverndar Elliðavatns HV-14.

Almenn erindi

10.2209904 - Aðalskipulag Garðabæjar og deiliskipulag. Samgöngu- og þróunarás Garðabæ. Skipulags- og matslýsing.

Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðmundsdóttur, verkefnastjóra tæknideildar Garðabæjar, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um skipulags- og matslýsingu fyrir gerð rammahluta aðalskipulags Garðabæjar og deiliskipulagsáætlanir fyrir þróunarsvæði A skv. aðalskipulagi Garðabæjar, ásamt Hafnarfjarðarvegi milli bæjarmarka skv. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu en áskilur sér rétt til athugasemda á síðari stigum skipulagsferlisins. Skipulagsráð vill jafnframt benda á að mikilvægi þess að samtal eigi sér stað milli sveitarfélaganna um tilhögun við sveitarfélagamörk.

Afgreiðsla skipulagsstjóra

11.2209017F - Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa - 10. fundur frá 26.09.2022

2209638 - Skjólbraut 8. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Embætti skipulagsfulltrúa samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum
Skjólbrautar 5, 6, 7, 10, Borgarholtsbrautar 5, 7 og 9.
2209719 - Kópavogsbraut 1B. Fjölgun bílastæða á lóð.
Embætti skipulagsfulltrúa samþykkir framlagða umsókn sem samræmist
gildandi deiliskipulagi.
Kostnaður við breytinguna greiðist af umsækjanda.
2209720 - Víðigrund 23. Breytt deiliskipulag.
Embætti skipulagsfulltrúa samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir
lóðarhöfum Víðigrundar 11, 13, 21, 25, 29 og 31.

Fundi slitið - kl. 17:40.