Skipulagsráð

129. fundur 17. október 2022 kl. 15:30 - 18:02 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Hjördís Ýr Johnson formaður
 • Kristinn D Gissurarson varaformaður
 • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
 • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
 • Hákon Gunnarsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Helga Jónsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Smári Magnús Smárason arkitekt
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
 • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
 • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
 • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
 • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður umhverfissviðs
 • Auðun Helgason lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2209022F - Bæjarráð - 3101. fundur frá 06.10.2022

22067538- Bakkabraut 9-23, breytt deiliskipulag og byggingaráform.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2208612 - Hlíðarvegur 15, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2207138 - Hrauntunga 60A, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
22068209 - Lækjarbotnaland 53. Waldorfskólinn, ósk um deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2209023F - Bæjarstjórn - 1264. fundur frá 11.10.2022

22067538- Bakkabraut 9-23, breytt deiliskipulag og byggingaráform.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2208612 - Hlíðarvegur 15, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
2207138 - Hrauntunga 60A, kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.
22068209 - Lækjarbotnaland 53. Waldorfskólinn, ósk um deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs.

Almenn erindi

3.2201242 - Verkfærakista -leiðbeiningar og gæðaviðmið fyrir skipulag og breytingar á lóðum og húsnæði.

Lögð fram uppfærð tillaga að leiðbeiningum um gæði byggðar og breytingar á lóðum og húsnæði dags. 14. október 2022. Í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 kemur fram að á skipulagstímabilinu verði unnin greining á íbúðarhverfum Kópavogs og sett verði fram markmið og leiðbeiningar um fjölgun íbúða innan núverandi byggðar. Í aðgerðaráætlun Umhverfissviðs (stefnuáhersla 5-umhverfisvæn skipulagsheild) er verkefnið nánar útfært. Verkfærakistan og leiðbeiningar eru unnar af Alta í samvinnu við umhverfissvið. Halldóra Hrólfsdóttir skipulagsfræðingur gerir grein fyrir málinu.
Á fundum skipulagsráðs 4. júlí 2022 og 29. ágúst 2022 voru lögð fram og kynnt drög að ofangreindri tillögu.
Þá er lögð fram uppfærð tillaga að verkfærakistu dags. 14.október 2022.
Lagt fram og kynnt, umræður.
Skipulagsráð felur skipulagsdeild að vinna tillöguna áfram.

Gestir

 • Halldóra Hrólfsdóttir - mæting: 15:31
 • Árni Geirsson - mæting: 15:31

Almenn erindi

4.2208791 - Hafnarbraut 27. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Gunnars Sigurðssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 29. ágúst 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 27 við Hafnarbraut.
Í breytingunni felst að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðinni verði rifið og í þess stað reist fjölbýlishús á 4-5 hæðum með allt að 80 íbúðum. Byggingarmagn er áætlað 8.700 m² auk niðurgrafinnar bílgeymslu.
Einnig er í fyrirspurninni óskað eftir að tekin verði til athugunar áhugi lóðarhafa á að byggja á landfyllingu norðan við lóðina og koma þar fyrir námsmannaíbúðum eða óhagnaðardrifnu búsetufyrirkomulagi. Þá yrðu lóðirnar skipulagðar sem heild með samnýtingu á bílastæðahúsi og þjónustu.
Gunnar Sigurðsson arkitekt gerir grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn. Deiliskipulagsvinna fyrir Borgarlínu er á upphafsstigum.

Gestir

 • Gunnar Sigurðsson - mæting: 16:02

Almenn erindi

5.2012282 - Vesturvör 36. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings dags. í nóvember 2020 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulag á lóðinni nr. 36 við Vesturvör. Í breytingunni felst að byggðar verði viðbyggingar við austur- og vesturhlið núverandi húss á lóðinni, hvor um sig 546, 25 m² að flatarmáli. Heildaraukning byggingarmagns á lóðinni yrði samtals 1.092,5 m². Fjöldi bílastæða og fyrkomulag breytist og gert er ráð fyrir breyttri aðkomu að bílstæðum á norðurhluta lóðar. Frágangur á lóðarmörkum breytist. Erindinu fylgja uppdrættir í mælikvarða 1:500 dags. í apríl 2021 og í nóvember 2020.
Þá lagðar fram skýringarmyndir dags. 12. september 2022.
Á fundi skipulagsráðs 3. maí 2021 var samþykkt að hafin yrði vinna við endurskoðun deiliskipulags á svæðinu.
Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.2207192 - Aflakór 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Brynhildar Sólveigardóttur arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Rjúpnahæðar, Austurhluta sem samþykkt var í bæjarráði 7. september 2006 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 9. október 2006. Breytingin nær aðeins til lóðarinnar Aflakórs 12.
Í breytingunni felst að núverandi byggingarreitur er stækkaður til norðvesturs að hluta til um 2,5 metra. Gert er ráð fyrir að hluti núverandi verandar á norðvestur hlið húss verði lokað með gleri og þakkantur framlengdur.
Við þessar breytingar eykst byggingarmagn íbúðarhússins úr 395,8 m² í 416,1 m² og nýtingarhlutfall verður 0.5 í stað 0.48.
Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag fyrir Rjúpnahæð - austurhluta með síðari breytingu samþykkta í bæjarráði 31. júlí 2007 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 27. september 2007.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmynd í mkv. 1:200 dags. 1. september 2022.
Á fundi skipulagsráðs 5. september 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum í Aflakór 1-20.
Kynningartíma lauk 10. október 2022, engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2210266 - Urðarhvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Ragnars Magnússonar arkitekts fh. lóðarhafa Urðarhvarfs 12 dags.
október 2022 að breyttu deiliskipulagi Vatnsenda - Athafnasvæðis. Breytingin nær aðeins til lóðarinnar Urðarhvarfs 12.
Í tillögunni felst að byggingarreitur hækkar úr 5 hæðum og kjallara í 6 hæðir og kjallara og byggingarreitur bílageymslu breytist og færist til suðurs að lóðarmörkum.
Heildarbyggingarmagn eykst úr 3.800 m² í 8.500 m², þar af um 1.500 m² í niðurgrafinni bílageymlsu.
Gert er ráð fyrir einu bílastæði á hverja 50 m² í atvinnuhúsnæði og einu stæði á hverja 100 m² í geymslum í allt 130 stæði þar af um 50 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Stærð lóðar Urðarhvarfs 12 er skv. fasteignaskrá 4.664 m² og áætlað nýtingarhlutfall breytist og verði 1.83. Áður en aðalteikningar verða lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu er gerð krafa um að byggingaráform verði lögð fyrir skipulagsráð til afgreiðslu.
Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2001 m.s.br.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

8.2109652 - Melgerði 19. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Trípólí arkitekta fyrir hönd lóðarhafa dags. 21. september 2021 um breytingar á lóðinni nr. 19 við Melgerði.
Í breytingunni felst stækkun á stakstæðri bílgeymslu á lóðinni um 42,5 m² til suðurs. Í stækkuninn er gert ráð fyrir að komið verði fyrir vinnustofu.
Núverandi íbúðarhús er skráð 155,1 m² og stakstæð bílgeymsla 43 m², samtals 198,1 m². Lóðarstærð er 791 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,25. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 240,6 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,30.
Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Melgerðis 15, 16, 17, 18, 20, 21, 22, 23, 24, 26 og Vallargerðis 16, 18, 20, 22 og 24 er 0,29 (hæst 0,18 og lægst 0,50).
Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:100 og skýringar dags. 29. september 2021.
Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða, Melgerðis 15 og Vallargerðis 18 liggur fyrir.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Melgerðis 15, 17, 18, 20, 21 og 22, Vallargerðis 16, 18, 20 og 22.

Almenn erindi

9.2112277 - Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga verkfræðistofunar Eflu f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar að deliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Skipulagssvæðið er rúmir 67,3 ha að stærð, um 5,6 km að lengd og liggur frá Geithálsi vestan Hólmsár, í Mosfellsbæ, að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur 2 2. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi. Uppdrættir dags. 30. júní 2022 í mkv 1:10000.
Á fundi skipulagsráðs 4. júlí 2022 var afgreiðslu frestað.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar 23. ágúst 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 14. október 2022, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

10.22067532 - Rafhleðsla ökutækja í Kópavogi.

Lagt fram að nýju erindi Hákons Gunnarssonar varabæjarfulltrúa dags. 26. júní 2022, þar sem óskað er eftir yfirferð á stefnu Kópavogsbæjar í rafhleðslumálum ökutækja fyrir almenning. Þá lagt fram minnisblað gatnadeildar dags. 1. júlí 2022.
Á fundi skipulagsráðs 4. júlí 2022 var erindið lagt fram ásamt minnisblaði frá deildarstjóra gatnadeildar dags. 1. júlí 2022. Skipulagsráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.
Þá lagt fram minnisblað dags. 10. ágúst 2022 og afgreiðsla umhverfis- og samgöngunefndar frá fundi dags. 20. september 2022.
Lagt fram.

Almenn erindi

11.2210283 - Aðalskipulag Kópavogs. Fyrirspurn frá Skipulagstofnun.

Lögð fram fyrirspurn frá Skipulagsstofnun dags. 10. október 2022 um áform um endurskoðun aðalskipulags og gerð eða endurskoðun svæðisskipulags.
Jafnframt lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 12. október 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að ekki sé ástæða til heildarendurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur.
Gildandi aðalskipulag er í megindráttum í takt við tímann og í samræmi við aðrar áætlanir. Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Hákon Gunnarsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.2209707 - Ályktun á aðalfundi Skógræktarfélagsins - Skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar

Lagt fram erindi Skógræktarfélags Íslands dags. 22. september 2022, með ályktun félagsins á aðalfundi 2.-4. september 2022. Þar sem skorað er á sveitarstjórnir að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu og er hvatt til þess að komið verði upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:02.