Skipulagsráð

131. fundur 14. nóvember 2022 kl. 15:30 - 18:58 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður umhverfissviðs
  • Auðun Helgason lögfræðingur
  • Encho Plamenov Stoyanov starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2210009F - Bæjarráð - 3103. fundur frá 20.10.2022

2012282 - Vesturvör 36. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2207192 - Aflakór 12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
2210283 - Aðalskipulag Kópavogs. Fyrirspurn frá Skipulagsstofnun.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2210010F - Bæjarstjórn - 1265. fundur frá 25.10.2022

2012282 - Vesturvör 36. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
2207192 - Aflakór 12. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
2210283 - Aðalskipulag Kópavogs. Fyrirspurn frá Skipulagsstofnun.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

3.2211025 - Umhverfis- og samgöngunefnd - 157. fundur frá 18.10.2022

Lögð fram fundargerð frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar 18. október 2022.

Almenn erindi

4.22114327 - Dalvegur 32 A, B, C.

Lögð fram tillaga Arkís arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 að breyttu deiliskipulagi Dalvegar 32 A, B og C.
Í breytingunni felst að byggingarreitur Dalvegar 32B minnkar til austurs, byggingarreitur Dalvegar 32C stækkar og færist til á lóðinni. Byggingarreitur Dalvegar 32C hækkar jafnframt úr 2 hæðum ásamt kjallara í 2-4 hæðir ásamt kjallara og 6 hæðir ásamt kjallara austast á lóðinni. Heildarbyggingarmagn á lóð eykst úr 9.300 m2 í 18.618 m2. Svæðisnýting eykst úr 0.4 í 0.8. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1. Fyrirkomulag og fjöldi bílastæða á lóð breytist. Gert verður ráð fyrir akstursleið til vesturs frá lóðarmörkum Dalvegar 32 inn á lóðina að Dalvegi 30
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum. Tillögunni fylgir jafnframt umferðargreining frá Vsó ráðgjöf dags. í október 2022, mat á áhrifum á hljóðvist frá Hljóðvist Ráðgjöf og Hönnun dags. 3. október 2022 og skugga/vind/loftslagsgreiningar frá Reflex Arkitekter dags. 7. nóvember 2022.
Smári Ólafsson frá VSÓ ráðgjöf kynnir umferðargreiningu Dalvegar.
Marco Folke Testa og Dzenis Dzihic frá Reflix arkitektar gera grein fyrir tillögunni.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Smári Ólafsson - mæting: 15:50
  • Örn Tryggvi Johnsen - mæting: 15:50
  • Agnar Sigurjónsson - mæting: 15:33
  • Dzenis Dzihic - mæting: 15:33
  • Marco Folke Testa - mæting: 15:33

Almenn erindi

5.2002676 - Stefnumótun. Loftslagsstefna Kópavogsbæjar.

Lögð fram að nýju drög að loftslagsstefnu, ódagsett, til umsagnar.
Á fundi skipulagsráðs 19. september 2022 voru drögin lögð fram og kynnt.
Encho Plamenov Stoyanov verkefnastjóri á gatnadeild og Auður Finnbogadóttir verkefnastjóri stefnumótunar gerðu grein fyrir erindinu.
Þá lögð fram drög að umsögn skipulagsráðs dags. 11. nóvember 2022.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsögn um drög að loftslagsstefnu, með sex atkvæðum. Theódóra Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun frá Helgu Jónsdóttur og Hákons Gunnarssyni:
"Undirrituð taka undir fyrirliggjandi ábendingar og áréttar mikilvægi þess að í stefnu Kópavogsbæjar sé tekist á við áskoranir í loftslagsmálum af fullri einurð og fagmennsku. Heimsmarkmiðin, skuldbindingar íslenska ríkisins og samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gerir tilkall til ítarlegrar greiningar og skýrrar stefnu stjórnvalda í Kópavogi."

Almenn erindi

6.22114380 - Vesturvör 22 - 24. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Scala arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 22 og 24 við Vesturvör.
Í breytingunni felst að heiti lóðanna verði Hafnarbraut 16 (áður Vesturvör 24) og Hafnarbraut 18 (áður Vesturvör 22) þar sem aðkoma er ráðgerð frá Hafnarbraut. Lóðirnar stækki til norðurs samanlagt um 394,8 m², úr 5.135 m² í 5.529,8 m² og að í stað eins byggingarreits verði tveir stakstæðir byggingarreitir á lóðunum, einn á hvorri lóð. Heildarbyggingarmagn á lóðunum eykst um 4.990 m², úr 8.400 m² í 13.390 m² og íbúðum fjölgar um 32, úr 59 í 91 samtals á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á lóðunum eykst úr 1.6 í 2.4 ofanjarðar og neðanjarðar á báðum lóðunum. Nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 16 verður 2,15 og nýtingarhlutfall á Hafnarbraut 18 verður 2,69. Bílastæðum fjölgar um 15, úr 81 í 96 samanlagt á báðum lóðunum.
Uppdráttur í mvk. 1:1000 ásamt skýringarmyndum dags. 7. nóvember 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst, með sex atkvæðum. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

7.2211020 - Dalvegur 18. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 18. október 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 18 við Dalveg. Í breytingunni felst hækkun byggingarreits á matshluta 02 á lóðinni úr tveimur hæðum í þrjár hæðir. Byggingarmagn á lóðinni aukist um 1.120 m² og verði alls 10.210 m². Nýtingarhlutfall á lóðinni verði 0.51. Þá er gert ráð fyrir tengingu á milli bílastæða á norðurhluta og austurhluta lóðarinnar.
Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð ódags.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2207058 - Arnarnesvegur 3. áfangi. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. 1. júlí 2022 um framkvæmdaleyfi fyrir 3. áfanga Arnarnesvegar sem liggur milli Rjúpnavegar í Kópavogi og Breiðholtsbrautar í Reykjavík. Umsóknin er sett fram í greinargerð dags. 1. júní 2022 ásamt fylgiskjölum, skýringarmyndum og teikningahefti frá Verkís verkfræðistofu dags. apríl 2022.
Framkvæmdin er í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040 og deiliskipulag Arnarnesvegar dags. 13. maí 2022. Lögð er fram matsskýrsla dags. febrúar 2003 þar sem lagt er mat á umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Einnig lögð fram ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 16. febrúar 2021.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu málsins frestað.
Deiliskipulag Arnarnesvegar, 3. áfangi, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut tók gildi þann 28. október 2022.
Þá er lögð fram greinargerð Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 10. nóvember 2022 um framkvæmdaleyfi í samræmi við 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með tilvísun í 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með sex atkvæðum. Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2208095 - Boðaþing 5-13. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Boðaþings 5-13
Í breytingunni felst að innri byggingarreitur fyrir Boðaþing nr. 11 og nr. 13 breytist og færist fjær Boðaþingi 1-3. Gert er ráð fyri aðkomu þjónustubíla á norðurhluta lóðarinnar (sjúkra- sorp og matarbíla) með nýjum einbreiðum akvegi 3,5 til 4 m. á breidd sem liggur frá núverandi bílastæðum að nýjum þjónustuinngangi austan núverandi þjónustukjarna.
Rökin fyrir umræddri breytingu liggja í ósk lóðarhafa um betra innra fyrirkomulag fyrirhugaðra bygginga til hagsbóta fyrir íbúa Boðaþings og til að auka vinnuhagræðingu hjá starfsfólki þar sem minni fjarlægð verður milli heimiliseininga.
Aðkoma og lega bílastæða breytist.
Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 24. ágúst 2006 m.s.br. samþykkt 12. apríl 2016 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 26. apríl 2016.
Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu frestað.
Á fundi skipulagsráðs 5. september 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar 13. septmber 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 4. nóvember 2022.
Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

10.2208338 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Breyting á aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu skipulagslýsing dags. 15. september 2022 vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf.
Breytingarnar eru gerðar í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við ábendingar og umsagnir sem hafa borist. Í aðalskipulagsbreytingunni er afmörkun landnotkunarreita fyrir íbúðasvæði, opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt.
Einnig lagt fram minnisblað menntasviðs vegna fjölgunar nemenda, dags. 1. sept. 2022.
Á fundi skipulagsráðs 19. september 2022 var samþykkt að framlögð skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á fundi bæjarstjórnar 27. september 2022 var afgreiðsla sakipulagsráðs staðfest. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Kynningartíma lauk 27. október 2022.
Þá lagðar fram athugasemdir og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir að á grundvelli ofangreindrar skipulagslýsingar og þeirra athugasemda og umsagna sem bárust á kynningartíma verði hafin vinna við gerð breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf.

Almenn erindi

11.2208241 - Leikskóli við Skólatröð. Skipulagslýsing.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag leikskóla við Skólatröð dags. í september 2022.
Á fundi skipulagsráðs 19. september 2022 var samþykkt að framlögð skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 27. september 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
Kynningartíma lauk 27. október 2022.
Þá lagðar fram athugasemdir og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir að á grundvelli ofangreindrar skipulagslýsingar og þeirra athugasemda og umsagna sem bárust á kynningartíma verði hafin vinna við gerð deiliskipulags fyrir leikskóla við Skólatröð.

Bókun frá Helgu Jónsdóttur:
"Undirrituð fagnar uppbyggilegum ábendingum íbúa við drög skipulagslýsingar og hvetur til markviss samráðs við þá undir formerkjum íbúalýðræðis."

Almenn erindi

12.2210326 - Auglýsingaskilti við Hafnarfjarðarveg. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Guðjóns Jónssonar byggingarverkfræðings f.h. Handknattleiksfélags Kópavogs dags. 19. september 2022 um tillögu að staðsetningu LED auglýsingaskiltis austan Hafnarfjarðarvegar við hringtorg á gatnamótum Nýbýlavegar og Kársnesbrautar.
Meðfylgjandi: Afstöðumynd án mælikvarða og fyrirhuguð ásýnd auglýsingaskiltis.
Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 11. nóvember 2022, umsögn frá Vegagerðinni dags. 7. nóvember 2022 og umsögn deildarstjóra gatnadeildar dags. 19. október 2022.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

13.2211003 - Álfhólsvegur 29. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 28. október 2022, þar sem umsókn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa um breytingar á lóðinni nr. 29 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús á lóðinni verður rifið og nýbygging á tveimur hæðum með þremur íbúðum reist í þess stað. Heildarstærð nýbyggingarinnar er áætluð 446 m². Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum á suðurhluta lóðarinnar ásamt stakstæðri hjóla- og vagnageymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni eykst úr 0,12 í 0,42.
Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 3. október 2022. Skýringarmyndir 29. ágúst 2022.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 16, 16A, 18, 18A, 20, 20A, 22A, 22B, 25, 27, 31 og 33, Löngubrekku 39, 41, 43, 45 og 47.

Almenn erindi

14.2211103 - Fífuhvammur 45. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn TAG teiknistofunnar ehf. f. h. lóðarhafa dags. 2. nóvember 2022, þar sem leitað er eftir leyfi til þess að byggja 64 m² bílskúr við lóðarmörk að Fífuhvammi 43. Skv. gildandi mæliblaði er bílastæði á lóðinni Reynishvamms megin.
Skýringaruppdráttur í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 13. október 2022.
Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 11. nóvember 2022.
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlagða fyrirspurn með fimm atkvæðum. Helga Jónsdóttir og Hákon Gunnarsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Fundarhlé kl. 18:25
Fundur hófst á ný kl. 18:32

Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur:
"Samkvæmt aðalskipulagi Kópavogs er hámarksfjöldi bílastæða 2 fyrir sérbýli. Yfirlýst markmið þessara viðmiða er að stuðla að sjálfbærri þróun og breyttum ferðavenjum, meðal annars með vísan til markmiða svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins um breyttar ferðavenjur árið 2040. Fjölgun bílastæða úr tveimur í fjögur (auk tvöfaldrar bílgeymslu) er því langt umfram þau viðmið sem eru sett fram í aðalskipulagi, vinnur gegn markmiðum um breyttar ferðavenjur og setur slæmt fordæmi."

Helga Jónsdóttir tekur undir bókun Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur.

Almenn erindi

15.22112244 - Digranesvegur 8-16A. Ósk um gerð deiliskipulags.

Lagt fram erindi Skala arkitekta f.h. lóðarhafa Digranesvegar 8, 10 og 12 dags. 19. október 2022 þar sem óskað er eftir samvinnu við skipulagsyfirvöld um gerð deiliskipulags fyrir lóðirnar nr. 8, 10, 12, 14, 16 og 16a við Digranesveg í samræmi við 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er óskað eftir að sveitarstjórn veiti heimild til að vinna tillögu að deiliskipulag fyrir umrætt svæði og afmarki mörk svæðisins.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

16.2209720 - Víðigrund 23. Breytt deiliskipulag.

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa dags. 26. september 2022 var lögð fram umsókn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 23 við Víðigrund.
Í breytingunni felst viðbygging á einni hæð við vesturhlið núverandi einbýlishúss á lóðinni alls 35 m². Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,28 í 0,36 við breytinguna.
Samþykkt var með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 11, 13, 21, 25, 29 og 31.
Kynningartíma lauk 31. október 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.2209638 - Skjólbraut 8. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. september 2022 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 16. september 2022 þar sem umsókn Kristjáns Georgs Leifssonar f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs meið tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni felst að bílgeymsla á norðausturhluta lóðarinnar stækkar um 13,5 m til suðurs og hækkar um 0,9 metra.
Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,30 í 0,32 við breytinguna. Samþykki lóðarhafa Skjólbrautar 6, Borgarholtsbrautar 5 og 7 liggur fyrir.
Uppdrættir í mælikvarða 1:100 dags. 14. ágúst 2022.
Samþykkt var með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skjólbrautar 5, 6, 7, 10, Borgarholtsbrautar 5, 7 og 9.
Kynningartíma lauk 28. október 2022, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn D. Gissurarson vék af fundi kl. 18:45

Almenn erindi

18.2211014 - Áherslur svæðisskipulagsnefndar 2022-2026

Lagðar fram til upplýsingar samþykktar áherslur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á kjörtímabilinu 2022-2026.
Lagt fram.

Almenn erindi

19.22114382 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting á vaxtarmörkum við Rjúpnahlíð. Skipulagslýsing.

Lagt fram erindi Jóns Kjartans Ágústssonar, svæðisskiplagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 9. nóvember 2022 ásamt skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á vaxtamörkum við Rjúpnahlíð í Garðabæ. Óskað er eftir því að lýsingin verði tekin til efnislegrar umræðu, afgreiðslu og staðfestingar sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Önnur mál

20.22114292 - Áætlun um fundi skipulagsráðs 2023.

Lögð fram drög að áætlun um fundi skipulagsráðs 2023 dags. 9. nóvember 2022.
Skipulagsráð samþykkir framlagða áætlun.

Fundi slitið - kl. 18:58.