Skipulagsráð

137. fundur 20. febrúar 2023 kl. 15:30 - 18:08 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Sveinbjörn Sveinbjörnsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Auðun Helgason lögfræðingur
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá
Kristinn Dagur Gissurarson stýrði fundi í fjarveru Hjördísar Ýrar Johnson.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2301019F - Bæjarstjórn - 1272. fundur frá 14.02.2023

2112277 - Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ, frá Fossvöllum að Hólmsá. Deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

2201623 - Bláfjöll. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum í Bláfjöllum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

2212438 - Melgerði 21. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

22032545 - Sæbólsbraut 34A, breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2301023F - Bæjarráð - 3118. fundur frá 09.02.2023

2112277 - Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ, frá Fossvöllum að Hólmsá. Deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2201623 - Bláfjöll. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum í Bláfjöllum.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

2212438 - Melgerði 21. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

22032545 - Sæbólsbraut 34A, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2208338 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 fyrir Vatnsendahvarf /Vatnsendahæð. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af fyrirhuguðum Arnarnesvegi til norðvesturs, íbúðarbyggð í Kórum til suðvesturs, fyrirhuguðu samfélagsþjónustusvæði (s-67) til suðurs, íbúðarbyggð í Hvörfum til austurs og athafnasvæði í Hvörfum til norðurs. Breytingin er gerð í tengslum við vinnu deiliskipulags fyrir svæðið í samræmi við ábendingar og umsagnir sem hafa borist. Í breytingunni felst að afmörkun landnotkunarreita fyrir íbúðarsvæði (ÍB-6), opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt er út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla, auk þess sem staðsetning minjasvæðis er leiðrétt. Skilgreiningin „tengibraut“ á Kambavegi að og frá hverfinu (ÍB-6) er felld niður. Tillögunni fylgir m.a. umhverfisskýrsla sem unnin er sameiginlega fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi Vatnsendahvarfs.
Tillagan er sett fram í greinargerð ásamt umhverfisskýrslu dags. í febrúar 2023.
Skipulagsráð leggur til að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 verði auglýst, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar með vísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga og að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga.

Almenn erindi

4.2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga Arkþing/Nordic arkitekta f.h. umhverfissviðs að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis í Vatnsendahvarfi. Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur að mörkum Reykjavíkur, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla/skóla og útivistarsvæðum ásamt möguleika á verslun- og þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir 500 íbúðum alls, þar af um 150 íbúðum í sérbýli, (einbýli, raðhús/parhús). Hámarkshæð bygginga er 3 hæðir auk kjallara. Jóhanna Helgadóttir skipulagsfræðingur kynnir tillöguna. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv.1:2000 dags. 20. febrúar 2023 ásamt skýringaruppdrætti og greinargerð dags. 20. febrúar 2023.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf dags. 20. febrúar 2023 verði auglýst.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundarhlé kl. 17:08
Fundi fram haldið kl. 17:19.

Bókun frá Hákoni Gunnarssyni, Helgu jónsdóttur, Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur „Brýn þörf er á framboði íbúða á viðráðanlegu verði í Kópavogi. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga frá 12 júlí 2022 er góð viðleitni til að móta langtímasýn í þessu mikilvæga úrlausnarefni. Mikilvægt er að Kópavogsbær taki mið af þeim sjónarmiðum sem þar koma fram við úthlutun byggingarlands.“

Gestir

  • Helgi Mar Hallgrímsson - mæting: 15:30
  • Hrafnhildur Brynjólfsdóttir - mæting: 15:30
  • Jóhanna Helgadóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

5.2301146 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn lóðarhafa Gulaþings 25 dags. 16. febrúar 2023 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina er gert ráð fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum ásamt opnu bílskýli, stakstæðum bílskúr á norðvesturhluta lóðarinnar og stakstæðri vinnustofu á suðausturhluta lóðarinnar. Hámark byggingarmagn er 250 m² og nýtingarhlutfall 0,14. Í breytingunni felst að byggingarreitur vinnustofu á suðausturhluta lóðarinnar yrði felldur niður. Bílskúr á norðvesturhluta lóðarinnar yrði þess í stað nýttur sem vinnustofa og að í staðin fyrir opið bílskýli myndi vera byggður 53 m² bílskúr sambyggðum íbúðarhúsinu, lagt er til að byggingarreitur fyrir nýjan bílskúr stækki til suðausturs. Hámark byggingarmagns eykst úr 250 m² í 270 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,14 í 0,15. Meðfylgjandi er uppdráttur í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 dags. 16. febrúar 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Gulaþings 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21, 23A, 23B, 62, 64, 66, 68, 70 og Dalaþings 30.

Almenn erindi

6.23012510 - Kársnesbraut 96, kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 27. janúar 2023 þar sem umsókn Falks Kruger um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa er vísað til skipulagsráðs.
Í breytingunni felst að núverandi mannvirki á lóðinni, einbýlishús á einni hæð ásamt risi, alls 60 m² að flatarmáli og byggt árið 1942 verði fjarlægt. Þá verði reist á lóðinni þriggja íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum alls 431,2 m² að flatarmáli. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum innan lóðarinnar ásamt sorpgerði og hjólageymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,06 í 0,44 við breytinguna.
Uppdráttur í mvk. 1:100, 1:200, 1:500 dags. 17. janúar og 7. febrúar 2023.
Skipulagsdeild samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 90, 92, 94, 95, 96A, 97, 98, 99, 101, 103, 105, 107 og 109, Vesturvarar 11, 13A, 13B, 13C, 13D, 13E og 13F, Holtagerðis 52, 54 og 56.

Almenn erindi

7.22114856 - Digranesvegur 72A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 11. nóvember 2022, þar sem umsókn Huldu Jónsdóttur arktekts um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að kjallari verði stækkaður um 43 m². Núverandi byggingarmagn á lóðinni er 179,4 m² og verður 222,4 m² eftir breytingu. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,29 í 0,36. Á fundi skipulagsráðs 5. desember 2022 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 13. janúar 2023, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 16. janúar 2023 var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. febrúar 2023 ásamt uppfærðum uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 9. febrúar 2023.
Skipulagsráð samþykkir erindið með vísan til umsagnar skipulagsdeildar dags. 15. febrúar 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2302690 - Glæsihvarf 4. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar arkitekt f.h. lóðarhafa dags. 14. febrúar 2023 um breytt fyrirkomulag á óbyggðri lóð nr. 4 við Glæsihvarf. Óskað er eftir takmarkaðri tilfærslu á innri byggingarreit lóðarinnar og breyttri lögun innan ytri byggingarreits. Þá er óskað eftir heimild til að hefðbundnum bílskúr verði sleppt og í staðinn verði opið bílskýli undir hluta efri hæðar.
Uppdrættir, ómálsettir, ásamt skýringarmyndum dags. í febrúar 2023.
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

9.2301125 - Fyrirspurn Hákonar Gunnarssonar

Lögð fram fyrirspurn Hákonar Gunnarssonar dags. 4. janúar 2023, þar sem óskað er eftir að umhverfissvið leggi fram greinargerð um stöðu mála varðandi framtíðarskipulag og hugmyndir um næstu skref varðandi skipulag Vallargerðisvallar. Á fundi skipulagsráðs 6. febrúar 2023 var erindinu frestað. Lagt fram að nýju ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 2. febrúar 2023.
Lagt fram.

Almenn erindi

10.23021156 - Auðbrekka þróunarsvæði. Staða skipulagsvinnu.

Fyrirspurn Kristins Dags Gissurarsonar um stöðu deiliskipulagsvinnu á þróunarsvæðinu í Auðbrekku (ÞR-2).
Greint frá stöðu mála.

Fundi slitið - kl. 18:08.