Skipulagsráð

140. fundur 03. apríl 2023 kl. 15:30 - 17:42 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Bergljót Kristinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristján Ingi Gunnarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Auðun Helgason lögfræðingur
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2303009F - Bæjarstjórn - 1275. fundur frá 28.03.2023

22114380 - Vesturvör 22-24 (Hafnarbraut 16-18). Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Bergljótar Kistinsdóttur.



2109353 - Vatnsendablettur 5. Breytt deiliskipulag

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



2201817 - Hafnarbraut 10, breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og hjásetu Bergljótar Kistinsdóttur.



23011596 - Þinghólsskóli. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



23011662 - Selbrekka 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
Bókun við fund bæjarstjórnar nr. 1275 frá Helgu Jónsdóttur, Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, Kristjáni Inga Gunnarssyni og Bergljótu Kristinsdóttur:
„Deiliskipulagsákvarðanir byggðar á tillögum lóðarhafa á þróunarsvæðinu á Kársnesi hafa allar falið í sér stórfellda aukningu byggingarmagns frá því sem ákveðið var í deiliskipulagslýsingu 2016. Deiliskipulagslýsingin byggðist á samráði við íbúa um væntanlega uppbyggingu. Sú ákvörðun sem var endanlega staðfest á bæjarstjórnarfundinum felur í sér að heildarbyggingarmagn á Vesturvör 22 til 24 eykst um 4.990 fm og íbúðum fjölgar úr 59 í 91. Á Hafnarbraut 10 verða íbúðir 48 í stað 40. Ótækt er að halda áfram á braut síaukins byggingarmagns án þess að eiga samráð við íbúa á svæðinu eins og gert var í undirbúningi deiliskipulagslýsingar.“

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2303013F - Bæjarráð - 3123. fundur frá 23.03.2023

22114380 - Vesturvör 22-24 (Hafnarbraut 16-18). Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2109353 - Vatnsendablettur 5. Breytt deiliskipulag

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2201817 - Hafnarbraut 10, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23011596 - Þinghólsskóli. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23011662 - Selbrekka 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla skipulagsfulltrúa

3.2303029F - Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa - 13. fundur frá 29.03.2023

  • 3.1 2302560 Skólagerði 17. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 10. febrúar 2023 þar sem umsókn THG arkitekta dags. 6. febrúar 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 17 við Skólagerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 43 m² vinnustofu á lóðamörkum Skólagerðis 19 og Borgarholtbrautar 48. Nýtingarhlutfall lóðar eykst úr 0,43 í 0,48. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða liggur fyrir.
    Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 2. febrúar 2022.
    Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa - 13 Embætti skipulagsfulltrúa samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 13, 15, 17, 19, 21 og 23 við Skólagerði og nr. 46, 48a, 48b, 48c, 38d og 50 við Borgarholtsbraut.
  • 3.2 23032126 Lyngbrekka 12. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 24. mars 2023 þar sem umsókn Jóns Davíðs Ásgeirssonar dags. 13. febrúar 2023 fyrir hönd lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Lyngbrekku er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir hækkun núverandi einbýlishúss á lóðinni um eina hæð, samtals 66,2 m². Jafnframt er gert ráð fyrir 39 m2 þaksvölum á efri hæð sem snúa til austurs. Hámarkshæð verður eftir breytingu 6,2 m með þakhalla til suðurs. Byggingarmagn á lóðinni eykst úr 174 m² í 246 m² við breytinguna. Nýtingarhlutfall eykst úr 0,23 í 0,33.
    Uppdættir í kv. 1:100 og 1:500 dags. 13. febrúar 2023.


    Niðurstaða Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa - 13 Embætti skipulagsfulltrúa samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1 til 23 við Lyngbrekku og nr. 67, 69, 69a, 71, 73a, 73b, 73d, 75, 77, 79a, 79b, 79c og 79d við Álfhólsveg.

Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

4.2303016F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 162. fundur frá 21.03.2023

2208338 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Breyting á aðalskipulagi.

Lagt fram og kynnt.



2011714 - Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag.

Lagt fram og kynnt.

Bókun: Við fögnum góðri tillögu um fallegt hverfi. Við leggjum hins vegar áherslu á að tryggja aðgengi fyrstu kaupenda og tekjulágra að hverfinu, með ákveðnu hlutfalli hagkvæmra íbúðakosta og íbúða sem skilgreindar væru fyrir húsnæðissamvinnufélög eða óhagnaðardrifin leigufélög. Einnig hvetjum við til að áhrif á umhverfið verði skoðað við val á byggingarefni fyrir hverfið.

Kristín Sævarsdóttir, Jane Appelton, Andrés Pétursson og Indriði Stefánsson.

Almenn erindi

5.2201276 - Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Hrólfs Karls Cela arkitekts, dags. 11. janúar 2022 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 1-7 og 9-15 við Nónsmára um breytingu á deiliskipulagi Nónhæðar staðf. 13. nóvember 1991 m.s.br., fyrir fyrrgreindar lóðir. Í breytingunni felst að á lóðinni Nónsmára 1-7 fjölgar íbúðum úr 55 í 60 og á lóðinni Nónsmára 9-15 fjölgar íbúðum úr 45 í 50. Heildarfjölgun íbúða er alls 10 íbúðir. Þá er sótt um hækkun byggingarreita þannig að hús nr. 1 og 9 hækki úr tveimur hæðum í þrjár og hús númer 5, 7, 13 og 15 úr fjórum hæðum í fimm hæðir. Byggingarmagn á lóðunum eykst úr 15.600 m² í 17.300 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,6. Bílastæðum neðanjarðar fjölgar úr 82 í 104 en bílastæðum ofanjarðar fækkar úr 125 í 122. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 10. janúar 2022. Einnig fylgir tillögunni skuggavarpsgreining dags. 27. janúar 2022.

Á fundi skipulagsráðs þann 30. maí 2022 var ofangreind tillaga lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 13. maí 2022 og uppfærð 30. maí 2022 um þær athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma tillögunnar. Skipulagsráð hafnaði tillögunni. Afgreiðsla skipulagsráðs var staðfest á fundi bæjarráðs þann 21. júlí 2022. Í úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 20. janúar 2023 var ákvörðun bæjarráðs um að hafna tillögunni felld úr gildi.

Þá er lagður fram ofangreindur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 92/2022 dags. 20. janúar 2023 ásamt drögum að greinargerð skipulagsráðs með afgreiðslu málsins dags. 17. mars 2023.

Jafnframt eru lögð fram tvö erindi Hjalta Steinþórssonar lögmanns f.h. lóðarhafa dags. 7. febrúar 2023 og 15. mars 2023.

Á fundi skipulagsráðs 20. mars 2023 var afgreiðslu málsins frestað.

Þá er einnig lögð fram greinargerð frá fulltrúum Viðreisnar, Samfylkingar, Vina Kópavogs og Pírata dags. 29. mars 2023.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

6.22114327 - Dalvegur 32 A, B, C. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Arkís arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 að breyttu deiliskipulagi Dalvegar 32 A, B og C.

Í breytingunni felst að byggingarreitur Dalvegar 32B minnkar til austurs, byggingarreitur Dalvegar 32C stækkar og færist til á lóðinni. Byggingarreitur Dalvegar 32C hækkar jafnframt úr 2 hæðum ásamt kjallara í 2-4 hæðir ásamt kjallara og 6 hæðir ásamt kjallara austast á lóðinni. Heildarbyggingarmagn á lóð eykst úr 9.300 m2 í 18.618 m². Svæðisnýting eykst úr 0.4 í 0.8. Nýtingarhlutfall lóðar verður 1. Fyrirkomulag og fjöldi bílastæða á lóð breytist. Gert verður ráð fyrir akstursleið til vesturs frá lóðarmörkum Dalvegar 32 inn á lóðina að Dalvegi 30

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum. Tillögunni fylgir jafnframt umferðargreining frá VSÓ ráðgjöf dags. í október 2022, mat á áhrifum á hljóðvist frá Hljóðvist Ráðgjöf og Hönnun dags. 3. október 2022, skugga/vind/loftslagsgreiningar frá Reflex Arkitekter dags. 7. nóvember 2022.

Á fundi skipulagsráðs 15. desember 2022 var afgreiðslu málsins frestað.

Þá er lögð fram rýni á gögn umferðargreininga frá VSB verkfræðistofu dags. 14. mars 2023.
Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarsonar og Gunnari Sæs Ragnarsonar gegn atvæðum Bergljótar Kristinsdóttur, Kristjáns Inga Gunnarssonar og Helgu Jónsdóttur með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bókun frá Helgu Jónsdóttur, Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, Kristjáni Inga Gunnarssyni og Bergljótu Kristinsdóttur:
„Á fundi skipulagsráðs 5. desember 2022 var samþykkt með sjö atkvæðum eftirfarandi tillaga Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar: „Skipulagsráð samþykkir að efnt verði til fundar með íbúum og hagaðilum vegna skipulagsmála er tengjast Dalvegi. Farið verði yfir heildarmyndina, hljóðvist, ljósmengun, aðgengi o.s.f. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu á fyrirhuguðum umferðarlausnum á svæðinu“
Undirrituð telja nauðsynlegt að slíkur fundur sé haldinn og leiðsögn úr honum verði til hliðsjónar þegar ákvörðun um auglýsingu skipulags verður tekin. “

Fundarhlé kl. 16:48.
Fundi fram haldið kl. 16:55.

Bókun frá Hjördísi Ýr Johnson, Kristni Degi Gissurarsyni, Andra Steini Hilmarssyni og Gunnari Sæ Ragnarssyni:
„Undirrituð ítreka fyrri bókun um fund með íbúum og hagaðilum. Eðlilegt er að slíkur fundur fari fram á kynningartíma.“

Almenn erindi

7.2212082 - Kríunes. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Nexus arkitekta. dags. 1. desember 2022 fh. lóðarhafa Kríuness að breyttu deiliskipulagi; Vatnsendi - Milli vatns og vegar, samþykkt í bæjarstjórn 8. maí 2001 m.s.br. samþykktar í bæjarstjórn 23. september 2003, 28. júlí 2009, 22. september 2015 og 27. júní 2017. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Fagraholti til norðurs, Elliðavatni til austurs og suðurs og landi Vatnsenda til vesturs og nær aðeins til leigulandsins Kríuness. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri viðbyggingu hótelsins á neðri hæð hússins á suðurhluta lóðar. Að auki er gert ráð fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi hússins með því að breyta hluta núverandi húsnæðis hótelsins í íbúðarhúsnæði. Heildarfjöldi hótelherbergja og íbúða er óbreyttur. Hæð byggingarreits breytist ekki. Við breytinguna eykst fermetrafjöldi á lóð úr 2.875 m² í 3.370 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður um 0.22. Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 2. mars 2023, ein umsögn barst. Á fundi skipulagsráðs 6. mars 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Uppfærður uppdráttur dags. 23. mars 2023 ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 30. mars 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.2303736 - Vogatunga 33a. Fyrirspurn um bílastæði á lóð.

Lögð fram fyrirspurn Hildar Finnsdóttur, lóðarhafa lóðarinnar nr. 33a við Vogatungu dags. 6. mars 2023 um niðurtekningu á kantsteini og bílastæði innan lóðarinnar.

Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 31. mars 2023.

Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

9.23031993 - Breiðahvarf 4. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Sigríðar Ólafsdóttur arkitekts dags. 21. mars 2023 f.h. lóðarhafa Breiðahvarfs 4 um fjölgun íbúða á lóðinni úr einni í tvær.

Þá er lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 31. mars 2023.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn.

Almenn erindi

10.2303856 - Fossahvarf 7. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Óla Rúnars Eyjólfssonar arkitekts og byggingarfræðings dags. 6. mars 2023 f.h. lóðarhafa Fossahvarfs 7 um 26,8 m² viðbyggingu á annarri hæð, ofan á bílskúr.

Uppdrættir í mkv. 1:50, 1:100 og 1:500 dags. 4. mars 2023.

Þá er lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 16. mars 2023.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

11.23032121 - Álfhólsvegur 68. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2023 þar sem umsókn Valgeirs Berg Steindórssonar dags. 26. janúar 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 68 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 17,2 m² útigeymslu á suðausturhluta lóðarinnar. Nýtingarhlutfall lóðarinnar eykst úr 0,26 í 0,28 við breytinguna.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 26. janúar 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 64, 64A, 66, 70 og 72 við Álfhólsveg.

Almenn erindi

12.23031532 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 14. mars 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar. Í breytingunni felst endurskoðun á reiðleiðum og stígum til samræmis við deiliskipulagstillögur og friðlýsingartillögu sem kynntar eru samhliða.

Uppdrættir í mkv. 1:10.000 ásamt greinargerð dags. 27. október 2022.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að breytingu á Aðalskiplagi Garðabæjar.

Almenn erindi

13.23032002 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2040. Skotæfingasvæði á Álfsnesi. Kynning verklýsingar og drög að tillögu.

Lagt fram erindi Haralds Sigurðssonar deildarstjóra aðal- og svæðisskipulags hjá Reykjavíkurborg dags. 21. mars 2023 þar sem óskað er eftir umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varðar skotíþróttasvæði á Álfsnesi. Í lýsingunni eru einnig sett fram fyrstu drög að mögulegri útfærslu breytingartillögu.

Lýsing skipulagsaðgerðar, umhverfismat og drög að tillögu dags. í mars 2023.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða verklýsingu.

Almenn erindi

14.23032605 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður.

Lagt fram erindi Önnu Maríu Guðmundsdóttur, verkefnisstjóra hjá Garðabæ dags. 28. mars 2023 um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður.

Í breytingunni felst að lega stígs meðfram sveitarfélagsmörkum Garðabæjar og Kópavogs er breytt þannig að stígurinn færist nær lóðum við Þorrasali og Þrúðsali en fjær lóðum sunnan götu við Þrymsali. Gert er ráð fyrir að íbúðum á svæðinu geti fjölgað úr 419 í 461 og að meðaltals nýtingarhlutfall íbúðarbyggðar aukist úr 0,7 í 0,9. Þá eru byggingarreitir fjölbýlishúsa við Vorbraut hækkaðir um eina inndregna hæð, úr tveimur hæðum í þrjár norðan götunnar og úr þremur hæðum í fjórar sunnan götunnar.

Þremur einbýlishúsalóðum vestan Þrúðsala og Þorrasala er jafnframt breytt í sex rað- og parhúsalóðir.

Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt greinargerð dags. 8. mars 2023.



Lagt fram og kynnt.
Skipulagsráð bendir á að fyrirhugað breytt fyrirkomulag lóða og göngustígs vestan Þorrasala og Þrúðsala í Kópavogi fari nálægt staðarmörkum sveitarfélaganna. Mikilvægt er að haft sé samráð við núverandi íbúa á svæðinu og að þeir séu upplýstir á framkvæmdartíma. Ekki er gerð athugasemd við fjölgun íbúða enda verði sú umferðaraukning sem fjölguninni fylgir leidd í stokk í Garðabæ sunnan Þorrasala eins og deiliskipulagið gerir ráð fyrir.

Almenn erindi

15.23032451 - Reykjanesbraut - Bústaðavegur með tilliti til Borgarlínu. Matsáætlun. Umsagarbeiðni.

Lagt fram erindi Egils Þórarinssonar, sviðsstjóra sviðs umhverfismats hjá Skipulagsstofnun, dags. 23. mars 2023 þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um matsáætlun Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar um breytingar á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar og legu Borgarlínu á milli Stekkjarbakka og Vogabyggðar.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða matsáætlun.

Fundi slitið - kl. 17:42.