Skipulagsráð

149. fundur 18. september 2023 kl. 15:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Sveinbjörn Sveinbjörnsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Kristinn D Gissurarson varaformaður
 • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Axel Þór Eysteinsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
 • Hákon Gunnarsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
 • Helga Jónsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
 • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
 • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
 • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá
Kristinn Dagur Gissurarson varaformaður stýrði fundinum í fjarveru Hjördísar Ýrar Johnson formanns.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2308011F - Bæjarstjórn - 1283. fundur frá 12.09.2023

2308004F - Skipulagsráð - 147. fundur frá 21.08.2023.2307584 - Vatnsendablettur 1B. Breytt aðalskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.2308560 - Brekkuhvarf 5. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.2307806 - Naustavör 52-56. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.23051446 - Borgarholtsbraut 69. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.2304871 - Vatnsendi - norðursvæði. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.2304873 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.2304870 - Hörðuvellir - Vatnsendi. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.2308005F - Skipulagsráð - 148. fundur frá 04.09.202323083060 - Leikskóli við Skólatröð. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.23062242- Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Andra Steins Hilmarssonar.2304668 - Vallakór 4. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.23061397 - Fornahvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.23061946 - Borgarholtsbraut 34. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.23052116 - Fífuhvammur 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2308018F - Bæjarráð - 3141. fundur frá 07.09.2023

2308004F - Skipulagsráð - 147. fundur frá 21.08.2023.23083060 - Leikskóli við Skólatröð. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.23062242 - Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.2304668 - Vallakór 4. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.23061397 - Fornahvarf 10. Breytt deiliskipulag

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.23061946- Borgarholtsbraut 34. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.23052116Fífuhvammur 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.2003236 - Rammahluti aðalskipulags um Borgarlínu í Kópavogi. Lota 1. Breytt aðalskipulag.

Greint frá stöðu vinnu við rammahluta aðalskipulags vegna 1. lotu Borgarlínu í kópavogi.
Greint frá stöðu mála.

Almenn erindi

4.23091730 - Borgarlínan í Kópavogi. Umhverfismat framkvæmda lota 1

Kynning á drögum að umhverfismati framkvæmda vegna Borgarlínu í Kópavogi lotu 1.

Rúnar Dýrmundur Bjarnason fagstjóri umhverfismála og sjálfbærni hjá verkfræðistofunni Mannvit gerir grein fyrir erindinu.
Greint frá stöðu mála.

Gestir

 • Rúnar Dýrmundur Bjarnason - mæting: 15:30

Almenn erindi

5.2110216 - Borgarlína í Kópavogi. Deiliskipulag. Lota 1.

Greint frá stöðu deiliskipulagsvinnu fyrir 1. lotu Borgarlínu í Kópavogi. Skipulagsvæðið nær frá syðri skipulagsmörkum Fossvogsbrúar eftir Bakkabraut og Borgarholtsbraut að fyrirhugaðri kjarnastöð á miðbæjarsvæðinu.

Orri Gunnarsson skipulagsfræðingur frá VSÓ ráðgjöf gerir grein fyrir erindinu.
Greint frá stöðu mála.

Gestir

 • Orri Gunnarsson - mæting: 15:30

Almenn erindi

6.23061017 - Græni stígurinn - frumgreining til umsagnar.

Á fundi bæjarráðs þann 15. júní 2023 var lagt fram erindi Jóns Kjartans Ágústssonar svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 10. júní 2023 f.h. svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þar sem óskað er umsagnar Kópavogsbæjar um frumgreiningar á mögulegri legu græna stígsins í græna trefli höfuðborgarsvæðisins. Bæjarráð vísaði erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs.

Þá er lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 12. september 2023.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð samþykkir umsögn umhverfissviðs.

Almenn erindi

7.2309029 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Arnarland. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi. Forkynning.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 31. ágúst 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu á vinnslustigi að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030.

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:10.000 dags. 17. júlí 2023 og greinargerð dags. í ágúst 2023 ásamt umhverfisskýrslu dags. 15. ágúst 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 14. september 2023.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð leggur áherslu á mikilvægi samstarfs Garðabæjar og Kópavogs um skipulagstillögur að sveitarfélagamörkum.
Vísað er til fyrri bókana 3. júlí 2023 og 14. mars 2022.
Mikilvægt er að svæðið allt verði  heildstæð byggð og þjóni  hagsmunum beggja sveitarfélaga. Áður en lengra er haldið þurfa að fara fram viðræður um sveitarfélagamörk milli Kópavogs og Garðabæjar.

Almenn erindi

8.2309028 - Arnarland í Garðabæ. Tillaga að deiliskipulagi. Forkynning.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 31. ágúst 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi í Arnarlandi í Garðabæ.

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:10.000 dags. 17. júlí 2023 og greinargerð dags. í ágúst 2023 ásamt umhverfisskýrslu dags. 15. ágúst 2023. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 14. september 2023.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð leggur áherslu á mikilvægi samstarfs Garðabæjar og Kópavogs um skipulagstillögur að sveitarfélagamörkum.
Vísað er til fyrri bókana 3. júlí 2023 og 14. mars 2022.
Mikilvægt er að svæðið allt verði  heildstæð byggð og þjóni  hagsmunum beggja sveitarfélaga. Áður en lengra er haldið þurfa að fara fram viðræður um sveitarfélagamörk milli Kópavogs og Garðabæjar.

Almenn erindi

9.23091454 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Rebekku Pétursdóttur dags. 13. september 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 13 við Dalsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 10m frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 m2 ásamt tillögu að viðbyggingu við núverandi hús á lóðinni alls um 1.800 m² að flatarmáli.

Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:500 ódags. ásamt skýringarmyndum og fylgiskjal, ódags.
Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum gegn atkvæði Hákons Gunnarssonar og með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

10.23091455 - Dalvegur 30. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Andra Klausen, arkitekts, dags. 13. september 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 30 við Dalveg um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í gildandi deiliskipulagi er heimilt að reisa þrjú hús á lóðinni á 3-5 hæðum ásamt sameiginlegri niðurgrafinni bílageymslu. Hámark byggingarmagns er 16.500 m² ofanjarðar og 4.000 m² neðanjarðar. Í breytingunni felst breytt lögun byggingarreita ofanjarðar og tilfærsla byggingarmagns milli byggingarreita. Hæð byggingarreita og heildarbyggingarmagn á lóðinni helst óbreytt. Byggingarreitur niðurgrafinnar bílageymslu stækkar og bílastæðum neðanjarðar fjölgar. Heildarfjöldi bílastæða á lóðinni helst óbreyttur.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samstarfi við skipulagsdeild með fjórum atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar.

Bókun:
„Á fundi skipulagsráðs 5. desember 2022 var samþykkt með sjö atkvæðum eftirfarandi tillaga Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar: „Skipulagsráð samþykkir að efnt verði til fundar með íbúum og hagaðilum vegna skipulagsmála er tengjast Dalvegi. Farið verði yfir heildarmyndina, hljóðvist, ljósmengun, aðgengi o.s.f. Sérstök áhersla verður lögð á kynningu á fyrirhuguðum umferðarlausnum á svæðinu“
Undirrituð telja nauðsynlegt að slíkur fundur sé haldinn og leiðsögn úr honum verði til hliðsjónar áður en afstaða er tekin til einstakra erinda á svæðinu.“
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir, Hákon Gunnarsson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.

Bókun:
„Undirritaðir ítreka fyrri bókun meirihlutans um fund með íbúum og hagaðilum. Eðlilegt er að slíkur fundur fari fram á kynningartíma.“
Kristinn Dagur Gissurarson, Gunnar Sær Ragnarsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Axel Þór Eysteinsson.

Almenn erindi

11.23091456 - Dalaþing 20 og 22. Breytt deiliskipulag. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 13. september 2023 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 20 og 22 við Dalaþing. Í gildandi deiliskipulagi er heimilt að reisa parhús á einni hæð auk kjallara á lóðunum, eina íbúð á hvorri lóð. Á lóðunum samtals er hámarksstærð grunnflatar 330 m² og hámark byggingarmagns með kjallara 620m². Í breytingunni felst að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð og heimilt að reisa einbýlishús á einni hæð auk séríbúðar. Tvær íbúðir yrðu á lóðinni, stærð og lögun byggingarreits og hámark byggingarmagns helst óbreytt.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samstarfi við skipulagsdeild.

Almenn erindi

12.23091649 - Bláfjallaleið 30. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Einars Ólafssonar, arkitekts, dags. 14. september 2023 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 30 við Bláfjallaleið. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits félagshúss Ullar úr 2002 m² í 2389 m², eða um 387 m² til norðvesturs. Hámark byggingarmagns innan byggingarreits helst óbreytt.

Uppdráttur í mkv. 1:5000 dags. 15. september 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.2309772 - Hafnarbraut 18. Byggingaráform

Með tilvísan í deiliskipulagsskilmála fyrir Vesturvör 16-28 og Hafnarbraut 20 og breyttu deiliskipulagi Vesturvör 22-24 (Hafnarbraut 16-18) eru lögð fram f.h. lóðarhafa byggingaráform Skala arkitekta erindi dags. 13. september 2023 og aðaluppdrættir 6. júlí 2023.Í byggingaráformunum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem fram koma á skýringarmyndum sem fylgja gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 12. desember 2017. Ásamt því sem kemur fram í breyttu deiliskipulagi samþykkt í bæjarráði 20. júli 2023 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 29. ágúst 2023.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

14.23091653 - Hafnarbraut 10. Byggingaráform

Með tilvísan í deiliskipulagsskilmála fyrir Hafnarbraut 2-10, Kársnesbraut 108-114 og breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 10 við Hafnarbraut eru lögð fram f.h. lóðarhafa byggingaráform Skala arkitekta erindi dags. 13. september 2023 og aðaluppdrættir dags. 16. júní 2023.Í byggingaráformunum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem fram koma á skýringarmyndum sem fylgja gildandi deiliskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. nóvember 2017. Ásamt því sem kemur fram í breyttu deiliskipulagi samþykkt í sveitarstjórn 28. mars 2023 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 22. maí 2023.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

15.23061397 - Fornahvarf 10. Breytt deiliskipulag

Lagt fram að nýju erindi Haraldar Ingvarssonar arkitekts dags. 16. júní 2023 þar sem óskað er eftir f.h. lóðarhafa, breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Fornahvarf. Á lóðinni í dag er íbúðarhús 144,6 m², geymsla 42,6 m² og hesthús 144 m². Samtals byggingarmagn á lóðinni 331,2 m². Í breytingunni felst að stækka íbúðarhúsið um 467 m² til norðurs á tveimur hæðum og kjallara ásamt úti vaðlaug að sunnanverðu og áorðinna breytinga þar með talið nýtt gufubað og stækkun á sólskála. Áætlað er einnig að byggja 185,5 m² vinnustofu á norð-austur hluta lóðarinnar, tvöfaldan 56,3 m² bílskúr á suð-vestur hluta lóðarinnar og að breyta geymslu að hluta til í gestahús og stækka það um 5,4 m². Byggingarmagn á lóðinni eykst um 714,2 m² og mun því eftir breytinguna verða um 1050 m². Lóðin er 4800 m² mun því nýtingarhlutfall á lóðinni hækka úr 0,07 í 0,22 við breytinguna. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. janúar 2023 og 31. mars 2023. Á fundi skipulagsráðs 19. júní 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi. Kynningartíma lauk 3. ágúst 2023. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2023 voru athugasemdir lagðar fram, skipulagsráð vísaði þeim til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram uppfærð umsögn skipulagsdeildar dags. 30. ágúst 2023 uppfærð 15. september 2023 ásamt uppfærðum deiliskipulagsuppdrætti dags. 26. júní 2023 og uppfærður 15. september 2023. Jafnframt lögð fram umsögn framkvæmdardeildar dags. 14. september 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu dags. 26. júní 2023 með áorðnum breytingum dags. 15. september 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.23051641 - Víðigrund 23, 25 og 29. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Unnsteins Jónssonar byggingarfræðings dags. 29. júní 2023 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 23, 25 og 29 við Víðigrund um breytingu á deiliskipulagi. Vestan við lóð nr. 25 við Víðigrund eru tvær bílskúrslóðir sem tilheyra lóðarhöfum nr. 23 og 29 við Víðigrund. Í breytingunni fellst að lóð nr. 25 við Víðigrund og bílskúrslóðirnar tvær verði stækkaðar um u.þ.b 63 cm hver til vesturs svo að bílskúrslóð sem tilheyrir lóð nr. 23 fari úr 70 m² í 81,5 m², bílskúrslóð sem tilheyrir lóð nr. 29 fari úr 68 m² í 79,5 m² og lóð nr. 25 fari úr 453 m² í 470,4 m². Bílskúrar verði því stærri en deiliskipulag gerir ráð fyrir, lengdir úr 6,7m í 8,7m til norðurs og breikkaðir úr 3,7m í 4,33m til vesturs. Komið verður fyrir þremur litlum gluggum á vesturhlið bílskúrs nr. 29. Komið verður fyrir hurð og gluggum á austurhlið bílskúrs nr. 25 þar sem bílskúrinn stendur innan lóðarmarka viðkomandi húss. Hæð skúranna verður 3,25m. Stærð bílskúra í deiliskipulagi er 24,8m² fyrir bílskúr og verður 37,6m² eftir breytingu. Núverandi nýtingarhlutfall á bílskúrslóðum nr. 23 og 29 er 0,36 og verður 0,47 eftir breytingu. Núverandi nýtingarhlutfall á lóð við nr. 25 er 0,34 og verður 0,36.

Uppdrættir í mkv 1:100 og 1:500 dags 28. júní 2023 og erindi dags. 29. júní 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 3. júlí 2023 var samþykkt að kynna umsóknina og kynningartíma lauk 5. september 2023.

Þá lögð fram athugasemd sem barst á kynningartíma.
Vísað til umsagnar og úrvinnslu skipulagsdeildar.

Almenn erindi

17.23052131 - Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 26. maí 2023 þar sem umsókn Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 11. mars 2021 um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Hraunbraut er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni stendur steinsteypt þriggja hæða hús með þremur íbúðum og sambyggðum bílskúr, byggt 1968. Sótt er um að 57,6 m² rými undir bílskúrnum sem er skráð sem geymsla verði breytt í samþykkta íbúð. Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt byggingarlýsingu dags. 11. mars 2021. Á fundi skipulagsráðs 3. júlí 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna og kynningartíma lauk 14. september 2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið með sex atkvæðum gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

18.23082802 - Hafnarbraut 4-8. Breytt byggingaráform.

Lagt fram að nýju erindi Hans-Olavs Andersens arkitekts dags. 28. ágúst 2023 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 4-8 við Hafnarbraut um breytt byggingaráform. Í breytingunni felst breytt þakform, flatt þak í stað mænisþaks ásamt breyttum frágangi svalahandriða og breytingu á klæðningu hússins. Á lóðunum er í gildi deiliskipulag Hafnarbrautar 2-10 og Kársnesbrautar 108-114 sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2018. Áður samþykkt byggingaráform dags. 28. febrúar 2018 voru lögð fram í skipulagsráði þann 19. mars 2018. Erindið var áður lagt fram á fundi skipulagsráðs 4. september 2023, afgreiðslu var frestað.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

19.23091712 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar. Tillaga að breytingu. Færsla á Hamraneslínu 1 og 2.

Lagt fram erindi Lilju Grétarsdóttur, skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar, dags. 13. september 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breyttu aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Í breytingunni felst færsla á Hamraneslínu 1 og 2.

Kynningaruppdráttur ásamt greinargerð, ódags.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við framlagt erindi.

Fundi slitið.