Í nýju hverfi í Vatnendahvarfi er gert ráð fyrir að nefna 12 nýjar húsagötur. Umhverfissvið leggur til eftirfarandi nöfn á húsagötum sem tengjast staðháttum og sögu hverfisins; Suðurhvarf, Vesturhvarf, Norðurhvarf, Austurhvarf, Neðrahvarf, Efrahvarf, Lágahvarf, Háahvarf, Ytrahvarf, Innrahvarf, Brattahvarf, Stöðvarhvarf. Aðkoma inn í hverfið er í gegnum núverandi Kambaveg og þar sem um er ræða áframhald af veginum í gegnum hverfið er gert ráð fyrir að nafn hans haldist óbreytt.
Meðfylgjandi er minnisblað Umhverfissviðs dags. 28. september 2023.