Lagt fram erindi Birkis Rútssonar, deildarstjóra gatnadeildar, þar sem tillögu að hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar er vísað til samþykktar skipulagsráðs.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 19. desember 2023 var lögð fram áframhaldandi umræða um hámarkshraðaáætlun Kópavogsbæjar frá síðasta fundi nefndarinnar þann 21. nóvember síðastliðinn.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti áætlunina og vísaði henni áfram til skipulagsráðs og bæjarráðs til samþykkis.
Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar, gerir grein fyrir erindinu.
Lagt fram minnisblað um hámarkshraðaáætlun dags. 26. janúar 2024, samantekt um tillögur að breytingum á hámarkshraða í Kópavogi dags. 15. janúar 2024, Minnisblað VSÓ um hámarkshraða í Kópavogi dags. 8. mars 2023 og kortamynd af hámarkshraðaáætlun, ódags.