Skipulagsráð

163. fundur 06. maí 2024 kl. 15:30 - 18:36 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Hjördís Ýr Johnson formaður
 • Kristinn D Gissurarson varaformaður
 • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
 • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
 • Hákon Gunnarsson aðalmaður
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Einar Örn Þorvarðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Helga Jónsdóttir aðalmaður
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
 • Guðrún Edda Finnbogadóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
 • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
 • Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
 • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
 • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
 • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
 • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar.
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2404008F - Bæjarráð - 3171. fundur frá 18.04.2024

2402464 - Vatnsendahvarf. Staðsetning dreifistöðva. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.24011343 - Jörfalind 19. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.24011874 - Kjóavellir, hesthúsabyggð og keppnisleikvangur. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2404004F - Bæjarstjórn - 1298. fundur frá 23.04.2024

2402464 - Vatnsendahvarf. Staðsetning dreifistöðva. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.24011343 - Jörfalind 19. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.24011874 - Kjóavellir, hesthúsabyggð og keppnisleikvangur. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Almenn erindi

3.2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að skipulagslýsingu dags. í maí 2024 fyrir rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir þróunarsvæðið á vestanverðu Kársnesi (ÞR-1). Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Skipulagslýsingin er unnin af Alta í samstarfi við umhverfissvið.

Halldóra Hreggviðsdóttir, Halldóra Hrólfsdóttir og Drífa Árnadóttir skipulagsráðgjafar gera grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Einars Arnar Þorvarðarsonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar og með tilvísun í 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð skipulagslýsing verði auglýst til kynningar og samráðs. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Gestir

 • Halldóra Hreggviðsdóttir - mæting: 15:33
 • Drífa Árnadóttir - mæting: 15:33
 • Halldóra Hrólfsdóttir - mæting: 15:33

Almenn erindi

4.24041420 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Fífuhvammsvegur við Dalveg og Reykjanesbraut.

Lögð fram að nýju umsókn framkvæmdadeildar dags. 25. mars 2024 um framkvæmdaleyfi skv. 5. mgr. 13. gr. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir endurnýjun þriggja gatnamóta á Fífuhvammsvegi við Dalveg og Reykjanesbraut.

Skipta þarf út eldri umferðarljósabúnaði fyrir nýrri ljósastýrðum. Um er að ræða óveruleg frávik við breytingar á gatnamótum án þess að gerðar séu breytingar á akstursefnum. Framkvæmdirnar eru umferðartæknilegar endurbætur á gatnamótum í þágu bætts umferðaröryggis og flæðis.

Á 162. fundi skipulagsráðs þann 15. apríl var umsóknin lögð fram og kynnt af Ármanni Halldórssyni deildarstjóra framkvæmdadeildar. Afgreiðslu var frestað.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 1, 3 og 9 við Hagasmára.

Almenn erindi

5.2201623 - Bláfjöll. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum í Bláfjöllum.

Lögð fram umsókn Einars Haukssonar umhverfisverkfræðings f.h. Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 30. apríl 2024 um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborholum í Bláfjöllum. Skipulagsráð Kópavogs samþykkti að veita framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni á fundi sínum þann 6. febrúar 2023. Í dag er leyfið útrunnið og framkvæmdir ekki hafnar, því er sótt um endurnýjun þess.

Borholunum hefur verið fækkað úr fjórum í þrjár og því hefur fyrirhugaður aðkomustígur fyrir borholu nr. 1, sem átti að liggja í landi Kópavogs, verður felldur út. Borhola nr. 3 er í landi Kópavogs og ekki er þörf á að gera nýjan aðkomustíg.

Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.24011146 - Sandskeið, flugvöllur. Beiðni um gerð deiliskipulags.

Lögð fram umsókn Svifflugfélags Íslands dags. 26. febrúar 2024 um að hefja deiliskipulagsvinnu fyrir flugvöllinn á Sandskeiði með því markmiði að stofna nýja lóð, afmarka byggingarreiti og ganga frá lóðarleigusamningum.
Forgangsröðun skipulagsverkefna gerir ekki ráð fyrir gerð deiliskipulags fyrir umrætt svæði að sinni.

Almenn erindi

7.24033581 - Lyngheiði 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 22. mars 2024 þar sem umsókn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um 30,4m² viðbyggingu á einni hæð við suðurhlið hússins. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,30.

Uppdrættir í mkv. 1:50, 1:100 og 1:500 dags. 21. nóvember 2023 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 29. apríl 2024.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

8.24042283 - Tónahvarf 4. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Vatnsendahvarfs- athafnasvæði. Svæði 3. Í breytingunni felst að lóðarmörkum Tónahvarfs 4 verður breytt og stofnuð verði ný lóð innan núverandi lóðarmarka Tónahvarfs 4, nýja lóðin mun vera númer 4A. Þar verður komið fyrir 20 m háu fjarskiptamastri. Kvöð um aðkomu að lóð 4A verður um lóð Tónahvarfs 4. Fyrirkomulag bílastæða Tónahvarfs 4 mun breytast en bílastæðafjöldi helst óbreyttur. Viðmið um fjölda bílastæða er 1 stæði fyrir hverja 50 m² atvinnuhúsnæðis. Bílastæði verði nánar útfærð við hönnun. Lóð Tónahvarfs 4 fer úr 4823 m² í 4566 m² og nýtingarhlutfall fer úr 0,6 í 0,64. Byggingarmagn helst óbreytt. Ný lóð Tónahvarfs 4A verður 257 m² og gert er ráð fyrir einu bílastæði og athafnasvæði innan lóðar.

Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 3. maí 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 2-12 við Tónahvarf og 2, 2A, 4, 6 og 8 við Turnahvarf.

Almenn erindi

9.24033636 - Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Gunnars Sigurðssonar arkitekts dags. 12. apríl 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Tónahvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að syðri lóðarmörk færast um 12 metrar til suðurs og nemur heildar lóðarstækkun um 840 m2. Lóð fer úr 5.287m2 í 6.157m2. Nýtingarhlutfall fer úr 0.67 í 0.58. Stækkunin yrði nýtt undir bílastæði og sótt er um fjölgun bílastæða um 16 stæði, úr 71 í 87 bílastæði. Skv. núgildandi skipulagi er heimild fyrir 71 bílastæði.

Uppdrættir í mvk. 1:500 og 1:2000 dags. 12. apríl 2024.

Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

10.24042761 - Flesjakór 15. Fjölgun bílastæða á lóð.

Lagt fram erindi lóðarhafa lóðarinnar nr. 15 við Flesjakór dags. 31. ágúst 2023 þar sem óskað er eftir að fjölga bílastæðum úr tveimur í fjögur á lóðinni.

Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 2. maí 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Einars Arnar Þorvarðarsonar og Hákonar Gunnarssonar. Kostnaður greiðist af lóðarhafa. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

11.2404711 - Birkihvammur 5. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Jóhanns Harðarsonar arkitekts dags. 2. apríl 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Birkihvamm um að byggja 55 m² viðbyggingu við neðri hæð hússins og fjölgun bílastæða á lóð úr tveimur í þrjú. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,49 í 0,53.

Minnisblað skipulagsdeildar dags. 30. apríl 2024 og uppdrættir í mkv. 1:200 ódags.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn þar sem hún samræmist ekki rammaákvæðum í 7. kafla Aðalskiplags Kópavogs 2019-2040.

Almenn erindi

12.23012499 - Bakkabraut 9-23, svæði 8. Byggingaráform.

Með tilvísun í deiliskipulagsskilmála fyrir Bakkabraut 1-23, Nesvör 1, Vesturvör 29, 31 og 33 eru lögð fram að nýju f.h. lóðarhafa breytt byggingaráform Atelier arkitekta dags. 16. janúar 2023 ásamt hluta aðaluppdrátta varðandi verslunar- og þjónusturými og skráningartöflu dags. 22. júní 2023. Í byggingaráformunum kemur fram hvernig hönnun og frágangur hússins fellur að viðmiðum í almennum ákvæðum í skipulagsskilmálum og þeim dæmum eða fyrirmyndum sem fram koma á skýringarmyndum sem fylgja deiliskipulagi sem samþykkt var í bæjarstjórn 24. október 2017 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2017 með síðari breytingum dags. 13. desember 2022 og birt í B-deild Stjórnartíðinda dags. 9. október 2023.

Á fundi skipulagsráðs þann 15. apríl 2024 var erindið lagt fram og Björn Skaptason arkitekt gerði grein fyrir erindinu. Afgreiðslu var frestað.

Nú lagðir fram uppfærðir uppdrættir dags. 1. maí 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlögð byggingaráform með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarson, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Einars Arnar Þorvarðarsonar. Helga Jónsdóttir og Hákon Gunnarsson sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Fundarhlé kl. 18:10, fundi framhaldið kl. 18:24.

Bókun skipulagsráðs:
„Skipulagsráð fagnar því að skipulagsstjóri fylgi því eftir við lóðarhafa að uppfylla ákvæði um að 15-20% íbúða verði minni og ódýrari íbúðareiningar. Til dæmis megi stuðla að því með því að minni íbúðum fylgi ekki bílastæði í kjallara með tilheyrandi kostnaði.“

Almenn erindi

13.24011344 - Kópavogsbraut 12. Kæra vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. apríl 2024 í kæru lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Kópavogsbraut vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa á byggingarleyfisumsókn.
Lagt fram.

Almenn erindi

14.24012320 - Álfhólsvegur 62. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 26. janúar 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 62 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir tveggja hæða viðbyggingu við austurhlið núverandi húss á lóðinni og fjölgun íbúða úr einni í tvær. Núverandi byggingarmagn á lóðinni eykst úr 187,5 m² í 331,3 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,33.

Á fundi skipulagsráðs þann 19. febrúar var samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina. Kynningartíma lauk 24. apríl 2024, athugasemdir bárust.

Þá lagðar fram athugasemdir sem bárust á kynningartíma.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

15.24021321 - Dalaþing 20-22. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 1. mars 2024 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 20 og 22 við Dalaþing um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar og byggja tvíbýlishús á sameiginlegri lóð í stað parhúss. Byggingin yrði innan núverandi byggingarreits á lóðunum og er í samræmi við skipulagsskilmála að öðru leiti. Ný staðföng yrðu Dalaþing 20 og Dalaþing 20A. Byggingarmagn og nýtingarhlutfall er óbreytt.

Á fundi skipulagsráðs þann 4. mars 2024 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 29. apríl 2024, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytt deiliskipulag. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.2401786 - Vesturvör 32B. Breytt deiliskipulag. Fjarskiptaloftnet.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Sigurðar Lúðvíks Stefánssonar byggingarfræðings dags. 11. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 32B við Vesturvör um breytingu á deiliskipulagi. Sótt er um heimild til þess að festa fjarskiptaloftnet og tilheyrandi tæknibúnað á galvanhúðuðum stálrörum austurhlið núverandi byggingará lóðinni. Búnaðinum er ætlað að sinna farsímaþjónustu í nærumhverfinu og mun hann fara 4m upp fyrir efstu þakbrún á húsinu sem er 8m og verður því alls 12m yfir götuhæð. Punktur hæðarkóta á loftnetinu er 17,10. Tæknibúnaður mun tengjast húsrafmagni og ljósleiðaraneti.

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 21. febrúar 2024 var samþykkt að grenndarkynna umsóknina. Kynningartíma lauk 29. Apríl 2024, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytt deiliskipulag. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.24021940 - Fossahvarf 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 7 við Fossahvarf dags. 29. febrúar 2024 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að skipulagsskilmálum verði breytt en engar breytingar eru gerðar á uppdrætti. Þann 25. júní 2009 samþykkti bæjarstjórn breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt þeirri breytingu var leyfilegt að byggja sólskála á þaksvalir raðhúsa á lóðum við Fossahvarf 1-11. Breytingin tekur aðeins til lóða nr. 7, 9 og 11. Heimilt er að byggja viðbyggingu í stað sólskála. Skilmálar haldast óbreyttir að öðru leiti þar sem stærð hverrar viðbyggingar er allt að 28 m² og hámarks byggingarmagn fyrir hverja lóð skal ekki fara yfir 350 m².

Á fundi skipulagsráðs þann 4. mars 2024 var samþykkt að grenndarkynna umsóknina. Kynningartíma lauk þann 29. apríl 2024, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytt deiliskipulag. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

18.24041714 - Breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og nýjar deiliskipulagsáætlanir fyrir borteiga Coda Terminal. Kynning á tillögu á vinnslustigi. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Hafnarfjarðarkaupstaðs dags. 11. apríl 2024 þar sem óskað er umsagnar um breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og nýrrar deiliskipulagsáætlana fyrir borteiga Coda Terminal.

Uppdráttur í mkv. 1:15.000 dags. 19. mars 2024, greinargerð dags. 21. mars 2024, umhverfismatsskýrsla dags. 21. mars 2024 ásamt öllum athugasemdum sem bárust á kynningartíma skipulags- og matslýsingar ásamt umsögn dags. 15. apríl 2024.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu á vinnslustigi.

Almenn erindi

19.24042729 - Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 - rammahluti Vífilsstaðalands og deiliskipulagi Hnoðraholts norður. Skipulagslýsing.

Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 26. apríl 2024 um skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 - Rammahluti Vífilsstaðalands og breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts -norður. Breyting á Rammahluta Vífilstaðalands gerir ráð fyrir því að fjölga íbúðum innan svæðisins í allt að 2.700 íbúðir í stað 2.470. Breyting á deiliskipulagi Hnoðraholt norður gerir ráð fyrir því að fjöldi íbúða getir orðið allt að 600 í stað 520.
Lagt fram. Þar sem skipulagssvæðið liggur að staðarmörkum Kópavogsbæjar vill skipulagsráð leggja áherslu á að fyrirhuguð fjölgun íbúða í Vífilstaðalandi/Hnoðraholti norður hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif á lóðir í landi Kópavogsbæjar. Skipulagsráð áskilur sér rétt til frekari athugasemda á síðari stigum.

Almenn erindi

20.2405025 - Hnoðraholt norður - Þorraholt 2-4. Breytt deiliskipulag. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar dags. 2. maí 2024 2024 um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hnoðraholt norður - Þorraholt 2-4. Í breytingunni felst að lóðrinar Þorraholt 2-4, 2A og 2B (spennistöð og dælustöð) verði sameinaðar þannig að lóðin verði 11.406 m². 3.000 m² verði bætt við bílageymslu og að nýtingarhlutfallið hækki úr 2,2 í 2,4. Hús nr. 2 verði hækkað um 2,5 m og verði þá í sömu hæð og upphaflegt deiliskipulag gerði ráð fyrir sem samþykkt var í desember 2021. Breytt byggingarreits húss nr. 2 minnkar úr 25 m í 22 m. Grasþaki breytt í bílastæðaþak á húsi nr. 2. Austurhluti 1. hæðar í húsi nr. 2 verður atvinnurými í stað bílageymslu á tveimur hæðum og byggingarreitur stækkar lítillega. Gert er ráð fyrir akstursrömpum innan lóðarmarka. Gert verði ráð fyrir fjórum kjöllurum í stað tveggja til þriggja. Kjallari tvö verður atvinnurými. Staðsetning spennistöðvar eru inni á lóð Þorraholti 2-4. Lóð dælustöðvar verður felld út. Svalir og skyggni mega fara um allt 2,0 m út fyrir byggingarreit.

Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 18. janúar 2024 ásamt kynningargögnum dags. 2024.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi en leggur áherslu á vandaðan frágang lóðanna og gróðursetningu við Arnarnesveg líkt og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.

Almenn erindi

21.2405052 - Aukafundur skipulagsráðs 21. maí 2024.

Lögð fram tillaga að aukafundi í skipulagsráði þriðjudaginn 21. maí 2024.
Skipulagsráð samþykkir tillögu um aukafund 21. maí n.k.

Fundi slitið - kl. 18:36.