Skólanefnd

13. fundur 24. ágúst 2009 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson ritari
Dagskrá

1.908114 - Kynning á niðurstöðu útboðs á skólamat

Anna Birna kynnti tillögu og greinargerð fræðsluskrifstofu til bæjarráðs þann 21. júlí vegna útboðs á skólamat.

2.908112 - Kynning og umræða um rekstur skólamötuneyta

Sindri Sveinsson kynnti reiknilíkan sem heldur utan um ólíka rekstrarþætti skólamötuneyta.

3.908090 - Þakkarbréf frá Skólahljómsveit Kópavogs

Lagt fram til kynningar.

4.908099 - Samstarfsverkefni ÍTK og Snælandsskóla

Málið kynnt og rætt.

 

5.906302 - Bráðger börn - verkefni við hæfi. Beiðni um kynningarfund.

Erindi frá Ad Astra dags. 24. júní 2009 lagt fram til kynningar.

Fræðsluskrifstofu falið að afla frekari upplýsinga um málið.

6.907110 - Flensufaraldur 2009. Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu

Lögð fram gögn til kynningar. Málið rætt.

7.908121 - Erindi frá Digranesskóla

Lagt fram erindi frá Magneu Einarsdóttur, skólastjóra Digranesskóla, dags. 24. ágúst 2009 með ósk um rekstur eigin mötuneytis í skólanum og endurráðningu eins stöðugildis matráðs.

 

Skólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8.905214 - Málefni Salaskóla

Anna Birna gerði grein fyrir samkomulagi um niðurstöðu í uppgjöri Salaskóla fyrir 2004 - 2007.

Skólanefnd felur Önnu Birnu að ganga formlega frá samkomulaginu við skólastjóra Salaskóla.

9.905212 - Uppgjör grunnskólanna 2008

Anna Birna lagði fram og kynnti samþykkt uppgjör grunnskólanna fyrir 2008.

Málið rætt. Ákveðið að ræða málið áfram á næsta fundi nefndarinnar.

10.908122 - Kynning á sameiginlegum starfsdegi

Hannes sagði frá undirbúningi sameiginlegs starfsdags kennara þann 25. september.

11.908136 - Leyfisumsókn vegna rannsóknarverkefnis

Lagt fram erindi, dags. 20. ágúst 2009, frá Rannsóknarstofu í næringarfræði og sjúkraþjálfunarskor Læknadeildar HÍ.

Skólanefnd samþykkir erindið.

12.902060 - Önnur mál

Sigurður Haukur óskaði eftir upplýsingum varðandi ráðningarmál grunnskólanna.

Fundi slitið - kl. 19:15.