Skólanefnd

11. fundur 25. maí 2010 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Árni Þór Hilmarsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.901153 - Skólasamningur grunnskólanna 2010-2011

0901153 - Skólasamningurinn

Fram haldið frá síðasta fudi skólanefndar. Haldið áfram yfirferð á drögum að nýjum skólasamningi. Tómas jónsson, sérfræðiþjónustufulltrúi gerði grein fyrir úthlutunarreglum sem voru felldar inn í drög að nýjum skólasamningi. Fyrirspurnir voru gerðar um fyrirkomulag sérdeilda sem Tómas svaraði. Gerði grein fyrir úthlutun við sérúrræðin Hvammshús og Tröð.

 

Fræðslustjóri fór síðan yfir 3. kafla draga að skólasamningi. Talsverðar umræður urðu um úthlutun til einstakra skóla vegna kórastarfs með tilliti til jafnræðis. Einnig var farið yfir kafla 5, 6 og 7.

2.1005142 - 1005092 Tillaga um úthlutun kennslutímamagns

 

Tómas jónsson, sérfræðiþjónustufulltrúi, lagði fram greinargerð vegna bókunar skólanefndar um þróun úthlutunar kennslumagns í sérkennslu. Einnig útskýrði hann hvernig úthlutun næsta árs skerðist um 12,6% til sérkennslu til að hægt verði að standast kröfur fjárhagsáætlunar.

3.902060 - Önnur mál

1005142 - Ráðning aðstoðarskólastjóra Lindaskóla.

 

Greinargerð um undirbúning ráðningar aðstoðarskólastjóra við Lindaskóla lögð fram. lagt er til að Guðrún G. Halldórsdóttir verði ráðin í stöðuna.

 

Skólanefnd mælir með ráðningu Guðrúnar G. Halldórsdóttur.

 

b) Lagður fram samningur um afnot Smáraskóla vegna sjávarútvegssýningar.

 

c) Lögð fram uppsögn Jónu Möller, aðstoðarskólastjóra Kópavogsskóla. Skólanefnd þakkar Jónu frábært starf í þágu sveitarfélagsins.

 

d) Einnig þakkar nefndin Hannesi Guðmundssyni, aðstoðarskólastjóra Digranesskóla, afbragðs starf en hann lætur einnig af störfum við lok skólaárs.

Fundi slitið - kl. 19:15.