Skólanefnd

60. fundur 24. júní 2013 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalfulltrúi
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Ásta Skæringsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Gísladóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Haukur Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur O Ásmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir foreldrafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1305571 - Skóladagatal Tónlistarskóla Kópavogs 2013-2014

Lagt fram.

Skólanefnd staðfestir skóladagatal Tónlistaskóla Kópavogs. Skólanefnd mælist þó til þess að stjórn skólans stytti skólaárið úr 180 dögum í 175 daga. Með óbreyttri úthlutun mætti með þeim hætti fjölga nemendum og stytta biðlista við Tónlistarskóla Kópavogs.

2.1304233 - Skipulagsskilmálar grunnskóla í deiliskipulagi

Lagt fram til umsagnar.

Drög að umsögn menntasvið lögð fram. Skólanefnd tekur undir umsögnina.

3.1101075 - Skólastefna Kópavogs

Stefna og framkvæmdaáætlun lögð fram.

Skólanefnd samþykkir framkvæmdaráætlun skólastefnu.

4.1301634 - Starfsáætlun og skóladagatöl grunnskóla 2013 - 2014

Viðmið fyrir starfsáætlun í ljósi skólastefnu Kópavogs lögð fram.

Skólanefnd samþykkir viðmiðin.

5.1306536 - Drög að þjónustusamningi við grunnskóla sem reknir eru af öðrum aðila en sveitarfélagi

Drög lögð fram til kynningar.

Skólanefnd felur menntasviði að ganga frá þjónustusamningi.

6.1306533 - Umsókn um kennsluafslátt

Beiðni um kennsluafslátt vegna náms.

Skólanefnd hafnar beiðni því umsóknin samræmist ekki reglum um kennsluafslátt.

7.1306535 - Umsókn um kennsluafslátt

Beiðni um kennsluafslátt vegna náms.

Skólanefnd samþykkir umsóknina.

8.1306609 - Foreldrafræðsla vegna nýrrar Aðalnámskrár

Erindi frá Heimili og skóla.

Skólanefnd fagnar erindinu og vísar málinu til grunnskóladeildar til úrvinnslu.

9.1211439 - Fundir skólanefndar 2013

Fundaráætlun fyrir haustmisseri 2013 lögð fram.

Skólanefnd samþykkir fundaráætlun.

10.1304476 - Tónlistarskólar utan sveitarfélags 2013

Skólanefnd felur menntasviði að ljúka vinnu við umsóknir og vísa málinu til bæjarráðs.

Guðmundur Ó Ásmundsson, fulltrúi skólastjóra í skólanefnd þakkar samstarfið. Nýr fulltrúi skólastjóra tekur við í haust.

Fundi slitið - kl. 19:15.