Skólanefnd

41. fundur 26. mars 2012 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Alexander Arnarson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Þór Heiðar Ásgeirsson aðalfulltrúi
  • Sigurður Haukur Gíslason kennarafulltrúi
  • Guðrún Soffía Jónasdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir vara foreldrafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1201337 - Mat og eftirlit sveitarstjórna með skólastarfi

Kynning á hlutverki sveitarstjórna við mat og eftirlit með skólastarfi.

Deildarstjóri kynnti ytra- og innra mat í grunnskólum.

2.1203167 - Skólavog

Nýtt upplýsinga- og greiningarkerfi sem Samband íslenskra sveitarfélaga er að þróa. Tilgangur þess er m.a. að sveitarstjórnir geti betur sinnt lögboðinni eftirlitsskyldu sinni.

Skólavog kynnt.

3.1203090 - Húsnæðismál Hörðuvallaskóla

Erindi frá foreldrum lagt fram.

Skólanefnd þakkar foreldrum í Hörðuvallaskóla bréfið og ábendingar. Fylgst er náið með þörfum skólans vegna fjölgunar nemenda og verið er að leita lausna.

4.1101075 - Vinnugögn skólanefndar 2011

Kynning á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram við endurskoðun skólastefnu bæjarins.

Þór Ásgeirsson tilnefndur sem fjórði fulltrúi í vinnuhóp um skólastefnu.

5.1203096 - Upplýsingatækni í grunnskólum

Minnisblað grunnskóladeildar lagt fram.

Skólanefnd tilnefnir Helga Magnússon í vinnuhóp menntasviðs um upplýsingatækni í grunnskólum. Umræður um skipan starfshóps.

6.1202123 - Erindi kennara vegna samræmingar starfsdaga grunn- og leikskóla í Kópavogi

Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar til afgreiðslu.

Skólanefnd felur skólastjórum grunnskólanna í samstarfi við leikskólastjóra að vinna að samræmingu skipulagsdaga í leik- og grunnskólum fyrir skólaárið 2012 - 2013. Nauðsynlegt er að tveir eða fleiri grunnskólar starfi saman að samræmingu skipulagsdaga þar sem leikskólar tengjast fleiri en einu skólahverfi.

 

Skólanefnd gefur grunnskólunum frest til að skila skóladagatali til 7. maí 2012.

7.1105582 - Kennarar sem komnir eru á lífeyri

Til upplýsingar.

Erindi lagt fram og rætt.

8.1106246 - Erindisbréf skólanefndar - Skipulag og stjórnun funda.

Fulltrúi Samfylkingar lagði fram ósk um að umræða færi fram um skipulag nefndarfunda.

Skipulag funda rætt með hliðsjón af erindisbréfi. Ákveðið að fundarmenn svari fundarboði.

Fundi slitið - kl. 19:15.