Skólanefnd

13. fundur 30. júní 2010 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Nefndarmenn og áheyrnafulltrúar kynntu sig. Sögðu frá starfi sínu og bakgrunni.

1.1006341 - Ráðning í stöðu aðstoðarskólastjóra Kópavogsskóla

Greinargerð um undirbúning ráðningar aðstoðaskólastjóra Kópavogsskóla lögð fram.

Fullrúi kennara gerði grein fyrir bréfum sem honum hafa borist um ráðningu aðstoðarskólastjóra Kópavogsskóla. Þar eru gerðar athugasemdir við vinnubrögð við ráðninguna. Á fundinum kom fram að formgallar voru á ráðningarferli viðkomandi skólastjóra í málinu. Í umræðu kom fram að frekari gögn vantar til að skólanefnd geti tekið afstöðu. Skólanefnd frestar málinu og kallar eftir frekari gögnum frá skólastjóra í samráði við starfsmannastjóra.

 

 

2.1006340 - Húsnæðismál Skólahljómsveitar Kópavogs

Lagt fram bréf Össurar Geirssonar stjórnanda Skólahljómsveitar Kópavogs varðandi húsnæðismál skólahljómsveitarinnar.

Skólanefnd þakkar bréfið. Hún mun kalla eftir upplýsingum um skipulag Álfhólsskólasvæðisins og leita samstarfs við stjórnanda Skólahljómsveitar.

3.1006452 - Skólaakstur úr Þingahverfi í Vatnsendaskóla

Vatnsendaskóli óskar eftir að skólaakstri verið haldið áfram skólaárið 2010-2011 eins og verið hefur undanfarið skólaár.

Skólanefnd mælir með við bæjarráð að akstri verði haldið áfram þar til ráðin verði bót á göngustígum og lýsingu.

Skólanefnd beinir því til starfsmanna grunnskóladeildar að taka saman vinnuferla og vinnureglur um mál sem varða nefndina. Einnig að nefndarmönnum verði gert kleyft að hafa aðgang að málakerfi svo þeir geti fylgst með framvindu mála skólanefndar. Starfsmenn gæti þess að í fundurboðum mála sem eru í

Fundi slitið - kl. 19:15.