Skólanefnd

62. fundur 07. október 2013 kl. 17:15 - 19:15 í Álfhólsskóla
Fundinn sátu:
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Ásta Skæringsdóttir aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
  • Sigríður Gísladóttir aðalfulltrúi
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir foreldrafulltrúi
  • Friðþjófur Helgi Karlsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar skólastjóra Álfhólsskóla góðar mótttökur.

Nýr áheyrnarfulltrúi kennara er boðinn velkominn.

1.1302390 - Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni. Álfhólsskóli valinn

Kynning á niðurstöðum.

Skólanefnd þakkar góða kynningu á ytra mati Álfhólsskóla og fagnar góðri útkomu skólans. Nytsemi slíks mats er greinileg bæði fyrir skólann og sveitarfélagið.

2.1207634 - Fossvogur, sundlaug og göngu- og hjólatenging yfir Fossvog, hugmyndir.

Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar til umsagnar.

Skólanefnd sér ekki knýjandi þörf fyrir nýja sundlaug í Kópavogi. Auk þess er staðsetning laugar í Fossvogsdal ekki æskileg vegna aðgengis.

Fundi slitið - kl. 19:15.