Bæjarráð vísaði á fundi sínum þann 14.02.2013 tillögu Arnþórs Sigurðssonan varðandi húsnæðismál Hörðuvallaskóla til umsagnar skólanefndar og sviðstjóra menntasviðs.
Eftirfarandi er tillaga Arnþórs Sigurðarssonar:
"Lagt er til að fjórða möguleikanum verði bætt við tillögur um stækkun húsnæðis í Hörðuvallaskóla.
4. Innréttaðar 4 kennslustofur, mötuneyti og skrifstofur í Kórnum og viðbygging við Hörðuvallaskóla 4 kennslustofur.
Þessi leið yrði sú hagkvæmasta fyrir bæjarfélagið til lengri tíma litið, þó svo að hún sé ekki sú ódýrasta.
Þannig fengi skólinn 8 kennslustofur og Kórinn yrði innréttaður að hluta."