Skólanefnd

55. fundur 04. mars 2013 kl. 17:15 - 19:15 í Hörðuvallaskóla
Fundinn sátu:
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Alexander Arnarson varafulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Þór Heiðar Ásgeirsson aðalfulltrúi
  • Sigurður Haukur Gíslason kennarafulltrúi
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir foreldrafulltrúi
  • Guðmundur O Ásmundsson fulltrúi skólastjóra
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar skólastjóra Hörðuvallaskóla kynningu á skólastarfinu og ljúffengar veitingar.

1.1111071 - Forfallakennsla í grunnskólum

Lagt fram til kynningar.

Skólanefnd lýsir áhyggjum sínum yfir miklum veikindaforföllum kennara á undanförnum árum og felur menntasviði að kanna ástæður forfalla.

2.1301110 - Baugakór 38, Hörðuvallaskóli, húsnæðismál

Bæjarráð vísaði á fundi sínum þann 14.02.2013 tillögu Arnþórs Sigurðssonan varðandi húsnæðismál Hörðuvallaskóla til umsagnar skólanefndar og sviðstjóra menntasviðs.

Eftirfarandi er tillaga Arnþórs Sigurðarssonar:
"Lagt er til að fjórða möguleikanum verði bætt við tillögur um stækkun húsnæðis í Hörðuvallaskóla.
4. Innréttaðar 4 kennslustofur, mötuneyti og skrifstofur í Kórnum og viðbygging við Hörðuvallaskóla 4 kennslustofur.
Þessi leið yrði sú hagkvæmasta fyrir bæjarfélagið til lengri tíma litið, þó svo að hún sé ekki sú ódýrasta.
Þannig fengi skólinn 8 kennslustofur og Kórinn yrði innréttaður að hluta."

Marta Kristín Sigurjónsdóttir vék af fundi kl. 18:45.

 

Skólanefnd mælir með fyrri tillögu um viðbyggingu við skólann haustið 2014 og lausum kennslustofum á skólalóðinni og ítrekar þar með afstöðu sína í málinu.

 

Skólanefnd byggir ofangreinda ákvörðun sína á þeim faglegu forsendum að flutningur nemenda í húsnæði Kórsins geti haft neikvæð áhrif á skólabrag og skipulag skólastarfs auk þess sem auðsýnt er að góð sátt hefur skapast í skólasamfélaginu öllu um fyrri tillögu, sem gerir ráð fyrir lausum kennslustofum á skólalóð eins og hefðbundið er þegar skólar ganga í gegn um tímabundna fjölgun nemenda.

 

Bókunin er samþykkt með 5 atkvæðum. Fulltrúi framsóknarflokksins sat hjá.

3.1301174 - Ferðamátakönnun grunnskóla Kópavogs, 2012

Könnun lögð fram til kynningar.

Könnun lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:15.