Skólanefnd

54. fundur 04. febrúar 2013 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Ásta Skæringsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson varafulltrúi
  • Þór Heiðar Ásgeirsson aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Lára Jóna Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Haukur Gíslason kennarafulltrúi
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir foreldrafulltrúi
  • Guðmundur O Ásmundsson fulltrúi skólastjóra
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1301110 - Húsnæðismál Hörðuvallaskóla

Staða máls kynnt.

Skólanefnd mælir með tillögu 2 á minnisblaði frá umhverfis- og menntasviði þar sem gert er ráð fyrir viðbyggingu við skólann haustið 2014 og lausum kennslustofum.

2.1101075 - Skólastefna Kópavogs

Drög að framkvæmdaráætlun lögð fram.

Þór Ásgeirsson óskaði eftir fundarhléi kl. 18:10.

Fundur hófst aftur kl. 18:23.

Pólitískt kjörnir fulltrúar vinni framkvæmdaráætlun með starfsmönnum grunnskóladeildar. Deildarstjóri grunnskóladeildar boðar fund. Vinnu við framkvæmdaráætlun verði lokið fyrir páska.

3.1107041 - Skóladagatal - Samræming starfsdaga leik- og grunnskóla

Lagt fram svar við fyrirspurn kennarafulltrúa á fundi skólanefndar þann 14. janúar 2013.

Erla Karlsdóttir vék af fundi kl. 19:00.

 

Vísað er til minnisblaðs frá 4.02.2013 um viðhorfskönnun vegna samræmingar skóladagatals leik- og grunnskóla.

Áheyrnafulltrúi kennara leggur til að spurningarnar verði tvær og kanni með þeim hætti dagvistunarþörf foreldra nánar á skipulagsdögum í leik- og grunnskólum í Kópavogi. Tillaga borin undir atkvæði. Meðmæltir voru tveir og andvígir voru þrír. Formaður skólanefndar leggur til að unnið verði í samræmi við minnisblað. Meðmæltir voru fimm.

4.1301634 - Starfsáætlun grunnskóla 2013 - 2014

Minnisblað um skóladagatal 2013 - 2014, lagt fram.

Skólanefnd samþykkir tillögu skólastjóra að dagsetningum á skólabyrjun og sameiginlegum skipulagsdegi grunnskóla Kópavogs. Einnig samþykkir nefndin dagsetningar á vetrarfríum með fyrirvara vegna viðhorfskönnunar meðal foreldra.

5.1301167 - Viðurkenningar Skólanefndar Kópavogs

Tillaga lögð fram.

Marta Kristín Sigurjónsdóttir vék af fundi kl. 19:35.

 

Skólanefnd samþykkir tillöguna.

6.1203096 - Upplýsingatækni í grunnskólum

Framkvæmdaráætlun stefnu um upplýsingatækni lögð fram til kynningar.

Lagt fyrir og kynnt.

7.1212050 - Waldorfskólinn

Lagt fram svar við fyrirspurn um aðkomu bæjarins að málefnum skólans frá fundi nefndarinnar 3/12 2012.

Málið rætt.

Fundi slitið - kl. 19:15.