Skólanefnd

9. fundur 10. maí 2010 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson kennslufulltrúi
Dagskrá

1.1004371 - Svar fræðsluskrifstofu vegna erindis Kársnesskóla

Sindri Sveinsson, fjármálastjóri fræðslusviðs, gerði grein fyrir málavöxtum varðandi erindi skólastjóra Kársnesskóla, sem lagt var fram á síðasta fundi.

 

Málið rætt.

 

Skólanefnd samþykkti eftirfarandi bókun:

 

""Í ljósi upplýsinga frá fræðsluskrifstofu sér skólanefnd sér ekki fært að mæla með að ákvörðun um að leiðrétta tvöfalda úthlutun kennslutímamagns til ákveðinna stöðugilda frá og með áramótum 2009 verði endurskoðuð.""

2.1004349 - Skóladagatal og starfsáætlun Vatnsendaskóla skólaárið 2010-2011

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.

3.1005034 - Skóladagatal og starfsáætlun Snælandsskóla skólaárið 2010-2011

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.

4.1005037 - Skóladagatal og starfsáætlun Kópavogsskóla skólaárið 2010-2011

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.

5.1005044 - Umsóknir um stöðu skólastjóra Smáraskóla

Eftirtaldir sóttu um stöðuna:

 

Auður Hrólfsdóttir

Róbert Grétar Gunnarsson

Baldur Pálsson

Friðþjófur Helgi Karlsson

6.1005031 - Styrkumsókn á námskeið í Arisona í Bandaríkjum varðandi sérdeildir í breytingaferli

Skólanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 70.000.

7.1005040 - Styrkumsókn vegna rannsóknar

Skólanefnd hafnar umsókn um styrk en felur fræðsluskrifstofu að kanna möguleika á að fá höfundinn til að kynna rannsóknarniðurstöður sínar þegar þær liggja fyrir.

8.801003 - Skotfélag Kópavogs, ósk um æfingasvæði

Lagt fram erindi frá skipulagsstjóra, dags. 28. apríl 2010, þar sem óskað er umsagnar skólanefndar um erindi Skotfélags Kópavogs, dags. 11. mars 2010.

 

Málið rætt.

 

Eftirfarandi bókun var samþykkt:

 

"Vegna nálægðar við Waldorfsskólann sér skólanefnd sér ekki fært að mæla með erindinu."

9.902060 - Önnur mál

a) Þór Ásgeirsson vakti athygli á Skólavefritinu sem gefið er út af Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar.

 

b)Þór spurði um fjölgun nemenda með sérþarfir og þróun fjárveitinga til kennslu þeirra.

 

Málið rætt.

 

"Skólanefnd óskar eftir greinargerð fræðsluskrifstofu um málefni nemenda með miklar sérþarfir og þróun fjölda kennslustunda til kennslu þeirra."

 

c) Þór ræddi grein framkvæmdastjóra fræðslusviðs um niðurstöður samræmdra könnunarprófa.

 

 

Fundi slitið - kl. 19:15.