Skólanefnd

27. fundur 04. apríl 2011 kl. 17:15 - 19:15 í Vatnsendaskóla
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar skólastjóra Vatnsendaskóla fyrir góðar móttökur og áhugaverða kynningu.

1.1103205 - Innritun 6 ára barna í grunnskóla Kópavogs

Fyrirspurn til skólanefndar. Svar grunnskóladeildar kynnt.

Svar grunnskóladeildar lagt fram. Grunnskóladeild falið að betrumbæta innritunarferli 6 ára barna í grunnskólum Kópavogs.

2.1011137 - Beiðni um endurskoðun reglna um fjölda tölva í grunnskólum Kópavogs

Niðurstöður úr könnun á úthlutunarreglum á tölvum til skóla hjá örðum sveitarfélögum og um notkun á tölvum í grunnskólum Kópavogs kynntar.

Formaður gerði grein fyrir stöðu máls.

3.1103360 - Hvatningarverðlaun skólanefndar 2011

Skólanefnd hefur á undanförnum árum veitt hvatningarverðlaun til Grunnskóla Kópavogs.

Tillaga að nýju formi á viðkenningu til skóla kynnt.

Umræða skapaðist um málið og því frestað til næsta fundar.

4.1101075 - Vinnugögn skólanefndar 2011

Fyrstu skref við mótun nýrrar skólastefnu.

Stefnu Kópavogs í málefnum grunnskóla má finna á eftirfarandi slóð: http://www.kopavogur.is/files/Grunnskolastefna 2009(1).pdf

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett fram framtíðarsýn fyrir grunnskólastarf: http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/stefnumotun/skolamalastefna/

Leiðbeiningar um mótun skólastefnu í sveitarfélögum: http://www.samband.is/media/stefnumotun-i-skolamalum/Skolastefna-litla.pdf


Hafist var handa við mótun skólastefnu Kópavogs.

Fundi slitið - kl. 19:15.