Skólanefnd

108. fundur 03. október 2016 kl. 17:15 - 19:15 í Álfhólsskóla
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Auður Cela Sigrúnardóttir varafulltrúi
  • Ragnhildur Björg Konráðsdóttir varafulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Ragnarsdóttir varafulltrúi
  • Gísli Baldvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Þorvar Hafsteinsson vara foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar Sigrúnu Bjarnadóttur, skólastjóra Álfhólsskóla fyrir einstakar mótttökur. Jafnframt þakkar nefndin Sigrúnu Erlu Ólafsdóttur, kennara við Álfhólsskóla áhugaverða kynningu.

1.1110178 - Kostnaður foreldra við grunnskólagöngu barna sinna

Greining á kostnaði og minnisblað grunnskóladeildar vegna innkaupalista í grunnskólum lagt fram.
Skólanefnd leggur til að farið verði í markvissar aðgerðir til að draga verulega úr kostnaði nemenda við ritfangakaup við skólabyrjun og stefnt að því að allir skólar nái svipuðum árangri og Álfhóls- og Salaskóli og einnig á unglingastigi. Til þess að þetta megi gerast þarf að vinna málið í samvinnu við skólastjórnendur.

Samþykkt með sjö greiddum atkvæðum.

Gísli Baldvinsson, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna og félagshyggju lagði fram eftirfarandi bókun;
"Undirritaður fagnar því að í Álfhólsskóla og Salaskóla hafi verið reynt að halda kostnaði foreldra við námsgagnakaup barna sinna í lágmarki. Undirritaður leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar 2017 verði gert ráð fyrir fjármagni til námsganga fyrir nemendur og þar með verði grunnskólinn öllum nemendum að kostnaðarlausu eins og gert er ráð fyrir í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur hefur verið á Íslandi. Undirritaður fagnar tillögu grunnskóladeildar bæjarins og hvetur bæjarstjórn til að merkja áætlaðan kostnað í fjárhagsáætlun bæjarins."


2.14011128 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi

Skýrsla um könnun á viðhorfi nemenda og skýrsla um samræmd próf lagðar fram.
Skýrslur lagðar fram til kynningar.

3.1302390 - Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni. Álfhólsskóli valinn

Umbótaáætlun Álfhólsskóla vegna ytra mats lögð fram.
Skólanefnd þakkar fyrirmyndar vinnubrögð Álfhólsskóla á umbótaráætlun í kjölfar ytra mats.

4.16091072 - Leyfisbeiðni vegna doktorsrannsóknar á nýjum matskvarða um hegðun, líðan og þroska barna á grunnskól

Beiðni lögð fram.
Skólanefnd samþykkir beiðni um rannsókn.

5.1609948 - Leyfisbeiðni vegna rannsóknar á störfum stuðningsfulltrúa í grunnskólum

Beiðni lögð fram.
Skólanefnd samþykkir beiðni um rannsókn fyrir sitt leyti og óskar eftir kynningu á niðurstöðum.

6.1505015 - Starfsáætlun og skóladagatal grunnskóla

Lögð fram tillaga frá skólastjórum um dagsetningar vetrarfría fyrir skólaárið 2017 -2018.
Skólanefnd samþykkir tillögu skólastjóra um vetrarfrí fyrir skólaárið 2017 -2018.

Fundi slitið - kl. 19:15.