Skólanefnd

7. fundur 30. mars 2009 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: F.h. skólanefndar, Hannes Sveinbjörnsson
Dagskrá

1.903105 - Stefna í málefnum grunnskóla Kópavogs
Lögð fram lokadrög að stefnumótun í málefnum grunnskóla Kópavogs.


Skólanefnd samþykkti stefnumótunina með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

2.903225 - Styrkumsókn frá Smáraskóla vegna námsferðar kennara til Hollands
Lagt fram erindi, dags. 16. mars 2009, frá kennurum Smáraskóla með ósk um styrk til skólaheimsóknar til Hollands.


Skólanefnd samþykkti að styrkja ferðina að upphæð kr. 150.000.

3.903233 - Starfsmannafjöldi í grunnskólum
Lagðar fram tölulegar upplýsingar um starfsmannafjölda i grunnskólum.


Lagt til að fá starfsmann frá Sambandi ísl. sveitarfélaga til að koma á fund nefndarinnar.

4.903231 - Stóra upplestrarkeppnin


Formaður sagði frá Stóru upplestrarkeppninni sem fram fór í Salnum þann 24. mars sl.

5.902060 - Önnur mála) Formaður dreifði auglýsingu um stöðu rekstrarstjóra fræðslusviðs og Anna Birna gerði grein fyrir   ráðningarferlinu.


b) Þór Ásgeirsson spurðist fyrir um gang mála varðandi sparnaðaráætlanir grunnskólanna. Anna Birna gerði grein fyrir þeim sparnaðartillögum grunnskólanna sem þegar eru komnar fram.  Gert er ráð fyrir að tillögur frá öllum skólunum liggi fyrir á næsta fundi.


c) Þór Ásgeirsson gerði grein fyrir vinnu undirbúningshóps sem vinnur að því að samræma skólastarf og íþrótta- og tómstundastarf í Snælandsskóla. Þór lagði fram eftirfarandi tillögu:


 "Lagt er til að skólanefnd hlutist til um að viðræður verði hafnar milli HK og ÍTK um nýtingu á nýja íþróttahúsinu við tilraunaverkefni um samþættingu tómstunda og skóla í Snælandsskóla".


Skólanefnd samþykkti tillöguna.


 d) Sigurður Haukur óskaði eftir að könnuð yrði réttarstaða kennara vegna upplýsingagjafar úr Mentor til forsjárlausra foreldra í ljósi nýlegra breytinga á grunnskólalögum.

6.903244 - Trúnaðarmál 2009

Sjá trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 19:15.