Skólanefnd

16. fundur 19. október 2009 kl. 17:15 - 19:15 Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarh
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson kennslufulltrúi
Dagskrá

1.910004 - Kostnaður vegna hugbúnaðarkaupa og framtíðarsýn

Sæmundur Valdimarsson, forstöðumaður Upplýsingatæknideildar, lagði fram og fjallaði um minnisblað um kostnað við hugbúnaðarkaup grunnskólanna. Hann gerði einnig grein fyrir almennri stefnumörkun varðandi þróun tölvumála hjá Kópavogsbæ í nánustu framtíð. Sæmundur fjallaði einnig um möguleika varðandi Open- source hugbúnað.

Sæmundur svaraði fyrirspurnum. Málið rætt.

2.910014 - Svar við fyrirspurn frá síðasta fundi





Anna Birna lagði fram bréf, dags. 21. sept. 2009, með svörum við fyrirspurn frá síðasta fundi og fór yfir efnisatriði þess.


Málið rætt.


 


Hlé var gert á fundi kl, 18:15


Fundur aftur settur kl. 18:30


 


Garðar Vilhjálmsson og Álfheiður Ingimarsdótti, fulltrúar minnihlutans í skólanefnd og Helgi Jóhannesson, áheyrnarfulltrúi VG lögðu fram eftirfarandi bókun:


""Í ljósi þróunar mála varðandi ráðningu skólastjóra Smáraskóla til afleysinga er eftirfarandi bókað:


Þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð við ráðningu skólastjóra til afleysingar í Smáraskóla er mótmælt og er ljóst að skólanefnd hefur fengið takmarkaðar, misvísandi og jafnvel rangar upplýsingar við umfjöllun um málið. Einnig er ljóst að starfsmannastefnu Kópavogsbæjar hefur ekki verið fylgt í þessu máli hvað varðar framkomu skólaskrifstofu við starfsmenn Smáraskóla.


Því er lagt til að skólanefnd beiti sér fyrir að mótaðar verði reglur um afleysingu og staðgengla skólastjórnenda í grunnskólum Kópavogs.""


 


Meirihluti skólanefndar lagði fram eftirfarandi bókun:


""Meirihluti skólanefndar getur ekki tekið undir þá gagnrýni að starfsmannastefnu Kópavogsbæjar hafi ekki verið fylgt varðandi ráðningu í starf skólastjóra Smáraskóla til afleysingar. Meirihlutinn bendir á að bæjarráð sér um ráðningu skólastjóra og staðgengla þeirra.""


 

3.910084 - Umsókn um styrk frá kennurum Snælandsskóla



Lögð fram umsókn um styrk til Englandsferðar frá kennurum Snælandsskóla.


Skólanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 250.000.

4.910001 - Skólaþing sveitarfélaga

Lagt fram kynningarbréf um skólaþing sveitarfélaga þann 2. nóvember 2009.

5.910003 - Fjöldi barna í Dægradvöl

Lagðar fram upplýsingar frá fræðsluskrifstofu. Anna Birna útskýrði þær.

Málið rætt.

6.910015 - Þróun áskrifta í mötuneytum

Lagðar fram upplýsingar frá fræðsluskrifstofu. Anna Birna útskýrði þær.

Málið rætt.

7.909463 - Ungmenna- og tómstundabúðir á Laugum. Skólastarfið 2009-2010, ósk um samstarf.

Lagt fram kynningarbréf frá UMFÍ. Erindinu vísað til skólastjóra.

8.910013 - Stefnumiðað árangursmat í Kársnesskóla

Lagt fram kynningarefni frá Kársnesskóla. Skólanefnd óskar eftir nánari kynningu frá skólastjóra Kársnesskóla við tækifæri.

9.910080 - Styrkir úr Sprotasjóði

Lögð fram til kynningar auglýsing frá menntamálaráði um Sprotasjóð leik-, grunn- og framhaldsskóla.

10.902060 - Önnur mál



a) Lagt fram bréf frá skólameistara MK til skólastjóra grunnskólanna varðandi niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskólaáfanga fyrir grunnskólanema.


 


b)Erlendur Geirdal óskaði eftir því að fræðsluskrifstofa fylgdi því eftir að upplýsingar um foreldrafélög, skólaráð og skólanámskrár séu aðgengilegar og uppfærðar reglulega á heimasíðum grunnskólanna.

Fundi slitið - kl. 19:15.