Skólanefnd

39. fundur 29. febrúar 2012 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Alexander Arnarson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Erlendur H Geirdal foreldrafulltrúi
  • Guðrún Soffía Jónasdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Sóley Ásta Karlsdóttir vara kennarafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1106246 - Erindisbréf nefnda - menntasvið

Erindisbréf skólanefndar var samþykkt í bæjarráði.

Bréf lagt fram og athugasemdir ræddar.

2.1104175 - Tillaga um sameiginlega stefnu/áætlun til að sporna við einelti innan stofnana bæjarins

Eineltisstefna hefur verið samþykkt af bæjarráði.

Lögð fram.

3.1201337 - Mat og eftirlit sveitarstjórna með skólastarfi

Tillaga að vinnuferli við mat og eftirlit með skólastarfi lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

4.1202123 - Erindi kennara vegna samræmingar starfsdaga grunn- og leikskóla í Kópavogi

Bæjarráð vísaði erindinu til skólanefndar til afgreiðslu.

Skólanefnd óskar eftir samráði við leikskólanefnd um hugsanlega endurskoðun á ákvörðun um samræmingu skipulagsdaga í leik- og grunnskólum. Deildarstjóra grunnskóladeildar falið að svara erindum kennara.

5.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Kafli um grunnskóla lagður fram til umsagnar.

Fram komu athugasemdir sem deildarstjóri grunnskóladeildar kemur á framfæri.

Fundi slitið - kl. 19:15.