Skólanefnd

64. fundur 04. nóvember 2013 kl. 17:15 - 19:15 í Lindaskóla
Fundinn sátu:
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Ásta Skæringsdóttir aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Sigurbjörnsson varafulltrúi
  • Sigríður Gísladóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir foreldrafulltrúi
  • Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi skólastjóra
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar stjórnendum Lindaskóla góða kynningu og veitingar.

1.1310263 - Heimanám

Máli frestað frá síðasta fundi.

Tillaga frá Gísla Baldvinssyni:

”Skólanefnd vísar því til grunnskóladeildar að nánari umræða fari fram innan skólasamfélagsins,  um gildi heimanáms í starfi grunnskóla bæjarins. Verði þetta t.d. í formi fræðslu- eða ráðstefnufundar þar sem bæði leiknir og lærðir hafa framsögu.“ 

 

Greinagerð:

”Ljóst er af umræðum nefndarmanna í skólanefnd Kópavogsbæjar að heimanám er málefni sem brennur á fólki. Skoðanir á gildi og þætti heimanáms í skólastarfi eru afar mismunandi og umdeildar. Samtal fagfólks og foreldra um þennan þátt skólastarfs myndi bæði vera fróðlegt og upplýsandi.“

 

Skólanefnd samþykkir tillöguna einróma.

2.1305692 - Starfsáætlun og skóladagatal Waldorfskóla 2013-2014

Starfsáætlun lögð fram.

Starfsáætlunin samþykkt.

3.1305248 - Starfsáætlun og skóladagatal Vatnsendaskóla 2013-2014

Starfsáætlun lögð fram.

Starfsáætlunin samþykkt.

4.1305247 - Starfsáætlun og skóladagatal Salaskóla 2013-2014

Starfsáætlun lögð fram.

Starfsáætlunin samþykkt.

5.1305246 - Starfsáætlun og skóladagatal Snælandsskóla 2013-2014

Starfsáætlun lögð fram.

Starfsáætlunin samþykkt.

6.1305245 - Starfsáætlun og skóladagatal Lindaskóla 2013-2014

Starfsáætlun lögð fram.

Starfsáætlunin samþykkt.

7.1305244 - Starfsáætlun og skóladagatal Álfhólsskóla 2013-2014

Starfsáætlun lögð fram.

Starfsáætlunin samþykkt.

8.1305243 - Starfsáætlun og skóladagatal Kársnesskóla 2013-2014

Starfsáætlun lögð fram.

Starfsáætlunin samþykkt.

9.1305242 - Starfsáætlun og skóladagatal Hörðuvallaskóla 2013-2014

Starfsáætlun lögð fram.

Starfsáætlunin samþykkt.

10.1305017 - Starfsáætlun og skóladagatal Smáraskóla 2013-2014

Starfsáætlun lögð fram.

Starfsáætlunin samþykkt.

11.1304559 - Starfsáætlun og skóladagatal Kópavogsskóla 2013-2014

Starfsáætlun lögð fram.

Starfsáætlunin samþykkt.

12.1310519 - Eineltisáætlanir grunnskóla

Umræða um eftirlit með virkni eineltisáætlana í kjölfar fyrirspurnar.

Marta Kristín Sigurjónsdóttir og Sigríður Gísladóttir véku af fundi klukkan 19:20.

 

Skólanefnd minnir á mikilvægi stöðugrar umræðu um einelti, aldrei megi sofna á verðinum. Nefndin felur grunnskóladeild að huga að því hvernig skólanefnd getur haft frumkvæði að því að efla þá umræðu og kanna frekari möguleika á reglubundnu eftirliti með virkni eineltisáætlana skólanna. 

 

13.1311058 - Umræða um fjárhagsáætlun

Gísli Baldvinsson lagði fram eftirfarandi bókun.

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 kusu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa að vinna áætlunina einir og án nokkurrar aðkomu annarra bæjarfulltrúa, né heldur höfðu nefndir bæjarins nokkuð um áætlunina að segja. Þetta eru gamaldags vinnubrögð og ekki líkleg til að ná bestum mögulegum árangri fyrir bæjarfélagið.

Ég mótmæli því þeirri vinnuaðferð sem meirihlutinn viðhefur við gerð fjárhagsáætlunar.  Á tímum þar sem almenningur gerir kröfu um gagnsæi og samvinnustjórnmál er afar mikilvægt að nefndir bæjarins fái að leggja hönd á plóg við gerð fjárhagsáætlunar viðkomandi málaflokka.

Fundi slitið - kl. 19:15.