Skólanefnd

16. fundur 06. september 2010 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð Litli salur
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri
Dagskrá
Skólanefnd byrjaði fund á að skoða sérúrræði grunnskóla Kópavogs, Hvammshús og Tröð.
Skólanefnd er einróma um að það starf sem fram í Hvammshúsi og Tröð sé þarft og faglega að verki staðið.

1.1006452 - Skólaakstur úr Þingahverfi í Vatnsendaskóla

Eftirfarandi var bókað í bæjarráði 22/7:

Bæjarráð samþykkir að nú þegar gönguleiðir að Vatnsendaskóla hafa verið bættar og lýsing aukin verði skólaakstur lagður af.
Fræðslusviði verði falið að kynna gönguleiðir fyrir foreldrum.

Erindi frá foreldrum í Þingahverfi varðandi ofangreinda bókun lagt fram til afgreiðslu. Formaður skólanefndar fer yfir stöðu máls.

Skólanefnd felur grunnskóladeild að vinna áfram að málinu.

2.1006341 - Ráðning í stöðu aðstoðarskólastjóra Kópavogsskóla

Lagt fram erindi frá Birnu Vilhjálmsdóttur kennara við Kópavogsskóla dagsett 20. ágúst 2010.

Erindi vísað til starfsmannastjóra og fræðslustjóra.

3.1008108 - Styrkbeiðni frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda er viðburður sem hvetur til nýsköpunarkennslu í grunnskólum. Keppnin hefur farið fram síðastliðin 19 ár.

Á fundi bæjarráðs Kópavogs þann 26. ágúst sl., var lagt fram erindi NKG, beiðni um styrk til nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda.

Bæjarráð vísaði erindinu til afgreiðslu skólanefndar.

Skólanefnd biður deildarstjóra grunnskóladeildar að safna upplýsingum um nýsköpunarkennslu og þátttöku grunnskóla Kópavogs í nýsköpunarkeppni.

4.1008065 - Umsókn um styrk vegna námsferðar

Jóna Sigríður Valbergsdóttir, talmeinafræðingur við grunnskóla Kópavogs sækir um styrk á námskeið um málefni er varðar talkennslu.

Skólanefnd samþykkir styrk   að upphæð 35.000 kr.

5.1008064 - Styrkumsókn vegna námskeiðs í Noregi

Harpa Karlsdóttir, talmeinafræðingur við grunnskóla Kópavogs sækir um styrk á námskeið um málefni er varðar talkennslu.

Skólanefnd samþykkir styrk að upphæð 35.000 kr.

6.1008062 - Umsókn um styrk vegna námskeiðs í Noregi

Guðfinna Guðrún Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur við grunnskóla Kópavogs sækir um styrk á námskeið um málefni er varðar talkennslu.

Skólanefnd samþykkir styrk að upphæð 35.000 kr.

Annað:

Áheyrnarfulltrúi kennara las erindi frá Björgu Eiríksdóttur, kennara í Kársnesskóla, um tilurð Ævintýraskógarins á Kársnesi.

Skólanefnd felur fræðsluskrifstofu að afla upplýsinga um atvik sem átti sér stað í skólaferðalagi 10.bekkjar Lindaskóla í Þórsmörk.

Fundi slitið - kl. 19:15.