Skólanefnd

14. fundur 07. september 2009 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson ritari
Dagskrá

1.806190 - Uppgjör grunnskólanna

Anna Birna lagði fram og kynnti endanlegt uppgjör grunnskólanna fyrir 2008.

Málið rætt.

2.909024 - Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir 2009


Anna Birna gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir 2009 og undirbúningi fyrir vinnu við áætlunargerð fyrir 2010 sem fylgir í kjölfarið.


Málið rætt.

3.909027 - Drög að dagskrá fyrir sameiginlegan starfsdag kennara

Hannes kynnti drög að dagskrá fyrir 25. september.

4.909023 - Nýjar reglugerðir og grunnskólalög

Hannes lagði fram og kynnti nýjar reglugerðir varðandi grunnskólana.

5.909028 - Skólastefna Kópavogs

Formaður kynnti hugmynd um samráðsfund um skólastefnu eftir áramót.

6.909026 - Málefni SmáraskólaFormaður greindi frá erindi til bæjarstjóra frá skólastjóra Smáraskóla þar sem hún óskar eftir leyfi frá störfum frá og með 1. október 2009 til maíloka 2010.


Skólanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

7.909025 - Ráðningarmál kennara

Lagður fram til kynningar listi yfir kennara án kennsluréttinda. Umræðu frestað til næsta fundar.

8.902060 - Önnur mál
a) Magnea Einarsdóttir spurði um búnaðarlista fyrir grunnskólana.


 


b) Skólanefnd felur fræðsluskrifstofu að afla upplýsinga um kostnað við hugbúnaðarkaup grunnskólanna og framtíðarsýn tölvudeildar varðandi hugbúnað.


 


c) Erlendur Geirdal spurði um stöðu mála varðandi gerð handbókar fyrir starfsfólk grunnskóla með leiðbeinandi reglum um öryggi nemenda og slysavarnir í grunnskólum.

Fundi slitið - kl. 19:15.