Skólanefnd

12. fundur 22. júní 2009 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson ritari
Dagskrá

1.906198 - Kynning á nýráðnum rekstrarstjóra

Sindri Sveinsson, nýráðinn rekstrarstjóri fræðslusviðs, kynnti sig fyrir skólanefnd.

2.905321 - Málefni Skólahljómsveitar Kópavogs

Lögð fram tillaga fræðslusviðs um eftirfarandi breytingar á skólagjöldum hljómsveitarinnar ásamt greinargerð:

 

a) hækkun námsgjalda úr kr. 27.000 í kr. 30.000 fyrir skólaárið.

b) hækkun hljóðfæragjalds úr kr. 4.800 í kr. 5.300 fyrir skólaárið.

 

Breytingarnar taki gildi 1. ágúst og komi til framkvæmda á skólaárinu 2009 - 2010.

 

Skólanefnd samþykkir tillögu fræðslusviðs fyrir sitt leyti.

3.905299 - Niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla vorið 2009.

Lagt fram til kynningar bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 12. maí 2009 .

 

Skólanefnd felur fræðsluskrifstofu að fylgjast með framvindu mála varðandi Waldorfskóla.

4.906078 - Skóladagatal Lindaskóla 2009-2010 með breytingum

Skólanefnd samþykkir breytingarnar.

5.906199 - Vorfundur fræðsluskrifstofu með skólastjórum og skólanefnd

Andrés Pétursson greindi frá umfjöllun Almars M. Halldórssonar um árangur Íslands í samnaburði við önnur lönd í alþjóðlegu Pisarannsókninni 2009.

Málið rætt

6.903244 - Trúnaðarmál 2009

Sjá trúnaðarbók.

7.902060 - Önnur mál

a) Lagt fram svar bæjarlögmanns, dags. 28. maí 2009, við fyrirspurn Sigurðar Hauks Gíslasonar á fundi nefndarinnar þann 30. mars. sl.

 

b) Anna Birna gerði grein fyrir tilboðum sem hafa borist í skólamat fyrir grunnskólana.

 

c) Þór Ásgeirsson spurðist fyrir um inntöku 10. bekkinga í framhaldsskólana.

Fundi slitið - kl. 19:15.