Skólanefnd

4. fundur 17. febrúar 2009 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson ritari
Dagskrá

1.902204 - Fjármál grunnskólanna



Formaður skólanefndar gerði grein fyrir áætlun bæjarráðs um aukinn sparnað að upphæð kr. 65 millj. í rekstri grunnskóla bæjarins fyrir skólaárið 2009 - 2010. Formaður reifaði ólíkar leiðir til að ná þessum markmiðum.


 


Málið rætt


 


Skólanefnd felur fræðsluskrifstofu að móta leiðir til sparnaðar, sem taka mið af áætlun bæjarráðs, í samráði við skólastjóra. Auk þess hvetur skólanefnd skólastjóra til að vinna að áætlunum um sparnað í samráði við foreldrasamfélagið.

2.902060 - Önnur mál


Engin mál á dagskrá.

Fundi slitið - kl. 18:15.