Skólanefnd

5. fundur 02. mars 2009 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson ritari
Dagskrá

1.801003 - Óskað eftir umsögn skólanefndar um erindi Skotfélags Kópavogs

Lagt fram erindi frá skipulagsnefnd Kópavogs, dags. 29 janúar 2009, með ósk um umsögn um skotsvæði fyrir Skotfélag Kópavogs.

Umsögn:

Vegna nálægðar við útivistarsvæði Waldorfskólans í Lækjarbotnum getur skólanefnd ekki mælt með erindinu.

2.902203 - Aðstaða mötuneytis í Snælandsskóla


Lagt fram erindi, dags. 11. febrúar 2009, frá skólaráði Snælandsskóla varðandi aðstöðu í nemendaeldhúsi skólans.

Skólanefnd vísar erindinu til skoðunar á tæknideild og óskar eftir kostnaðaráætlunum við mögulegar breytingar.

3.902279 - Dagsetningar samræmdra könnunarprófa

Lagt fram til kynningar erindi menntamálaráðuneytisins, dags 20. febrúar 2009, um samræmd könnunarpróf í 4.,7. og 10. bekk haustið 2009.

4.902204 - Fjármál grunnskólanna


Anna Birna Snæbjörnsdóttir dreifði fundargerð frá síðasta fundi fræðsluskrifstofu og skólastjóra. Anna gerði grein fyrir þeim áætlun um sparnað í grunnskólum sem fram komu á þeim fundi. Einnig var rætt um skólasamninginn.


 Skólanefnd lítur svo á að skólasamningurinn við grunnskólana sé enn í gildi en beinir því til bæjarráðs að gerður verði viðaukasamningur sem gildi skólaárið 2009 - 2010.

5.901087 - Málefni mötuneyta í grunnskólum


 Rætt var um kosti og galla við ólíkar gerðir skólaeldhúsa. Ákveðið var að fjalla um kostnaðaráætlanir  fyrir rekstur skólaeldhúsa á næsta fundi nefndarinnar.

6.902060 - Önnur mál

Rætt um tillögu frá fundi skólanefndar þann 9. febrúar sl. um stofnun vinnuhóps um stefnumótun fyrir fræðslusvið með hliðsjón af úttekt ParX. Meirihluti skólanefndar taldi ekki ástæðu til að stofna slíkan vinnuhóp. Verið er að vinna með úttekt ParX á fræðslusviði og mun framkvæmdastjóri fræðslusviðs útbúa minnisblað um stöðu mála og leggja fyrir skólanefnd á vordögum.

Fundi slitið - kl. 19:15.