Skólanefnd

10. fundur 18. maí 2009 kl. 17:15 - 19:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson ritari
Dagskrá

1.905212 - Uppgjör grunnskólanna 2008



Anna Birna og Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri Kópavogsbæjar, lögðu fram yfirlit yfir uppgjör grunnskólanna fyrir fjárhagsárið 2008. Anna Birna og Ingólfur gerðu grein fyrir yfirlitinu. Einnig voru lagðar fram sparnaðartillögur frá fjórum grunnskólum.


Málið rætt. Frekari umræðum frestað til næsta fundar.

2.905076 - Skóladagatal Hörðuvallaskóla 2009-2010

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.

3.905069 - Skóladagatal Vatnsendaskóla 2009-2010

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.

4.905068 - Skóladagatal Kársnesskóla 2009-2010

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.

5.905259 - Skóladagatal Hjallaskóla 2009-2010

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.

6.905243 - Skóladagatal Salaskóla 2009-2010

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.

7.905254 - Skóladagatal Lindaskóla 2009-2010

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið.

8.905228 - Hvatningaverðlaun skólanefndar

Lagður fram listi yfir tilnefningar til Hvatningarverðlauna skólanefndar fyrir 2009.

9.905099 - Styrkumsóknir




Lögð fram umsókn um styrk til námsferðar til Spánar frá kennurum Kársnesskóla.


 Skólanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 250.000.

10.905214 - Málefni Salaskóla



Lögð fram skýrsla skólastjóra vegna fjármála skólans. Anna Birna gerði grein fyrir fundum sínum með skólastjóra vegna fjármála skólans.


 Ákveðið að boða skólastjóra á næsta fund skólanefndar.

11.902060 - Önnur mál


a) Sigurður Haukur ítrekaði bókun sina frá 30. mars sl. um að könnuð verði réttarstaða kennara vegna upplýsingagjafar úr Mentor til forsjárlausra foreldra í ljósi nýlegra breytinga á grunnskólalögum.


b) Lagðar fram til kynningar siðareglur kjörinna fulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ.


c) Lagt fram þakkarbréf og boðsbréf á Uppskeruhátíð Comeniusarverkefnisins í Digranesskóla.

12.903244 - Trúnaðarmál 2009

Sjá trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 19:30.