Skólanefnd

12. fundur 07. júní 2010 kl. 17:15 - 19:15 í Siglingaklúbbnum Ými Vesturvör
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson kennslufulltrúi
Dagskrá

1.1006099 - Skóladagatal og starfsáætlun Salaskóla 2010-2011

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið og starfsáætlunina.

2.1006100 - Skóladagatal og starfsáætlun Kársnesskóla 2010-2011

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið og starfsáætlunina.

3.1006102 - Skóladagatal og starfsáætlun Smáraskóla 2010-2011

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið og starfsáætlunina.

4.1006085 - Skóladagatal og starfsáætlun Hörðuvallaskóla 2010-2011

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið og starfsáætlunina.

5.1006120 - Nýr skóli - Skóladagatal og starfsáætlun

Skólanefnd samþykkir skóladagatalið og starfsáætlunina.

6.1006098 - Erindi frá trúnaðarmönnum Digranes- og Hjallaskóla

Skólanefnd vísar erindinu til umsagnar skólastjóra og fræðsluskrifstofu.

7.1006107 - Erindi frá foreldrum og forráðamönnum barna í 7. bekk J-R í Digranesskóla

Skólanefnd felur fræðsluskrifstofu að svara erindinu.

8.1004090 - Hvatningarverðlaun skólanefndar 2010

Áshildur Bragadóttir gerði grein fyrir störfum valnefndar vegna Hvatningarverðlauna skólanefndar. Hvatningarverðlaun Skólanefndar Kópavogs 2010 koma í hlut Snælandsskóla fyrir verkefnið ""Að læra að læra"".

9.902060 - Önnur mál

a) Lagt fram fréttabréf Lindaskóla.

 

b) Þór Ásgeirsson spurði um þróun bekkjarstærða í grunnskólum Kópavogs í ljósi sparnaðaraðgerða.

 

c) Andrés Pétursson, formaður skólanefndar, þakkaði nefndinni fyrir gott starf og gott samstarf á síðastliðnum fjórum árum þar sem þetta væri síðasti fundur þessarar nefndar.

Fundi slitið - kl. 19:15.