Skólanefnd

11. fundur 03. júní 2009 kl. 17:15 - 19:45 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Tómas Jónsson ritari
Dagskrá

1.905214 - Málefni Salaskóla

Lögð fram greinargerð Fræðslusviðs vegna fjármála Salaskóla.

Greinargerðin rædd. 

Eftirfarandi var bókað: Skólanefnd hefur fengið skýringar á stöðu Salaskóla frá skólastjóra, ásamt því að fá álit fyrrverandi fjármálastjóra og fyrrverandi fræðslustjóra. Skólastjóri telur að óhagstæður nemendafjöldi skólans skýri að hluta til erfiða fjárhagsstöðu skólans. Skólanefnd felur fræðslustjóra og skólastjóra Salaskóla að finna lausn á málum skólans sem er viðunandi fyrir báða aðila.

2.905278 - Styrkumsókn vegna tónleikaferðar Skólahljómsveitar Kópavogs.

Skólanefnd samþykkir að styrkja skólahljómsveitina um kr. 200.000.

3.905321 - Málefni Skólahljómsveitar Kópavogs

Frestað til næsta fundar.

4.905299 - Niðurstöður úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla vorið 2009.

Frestað til næsta fundar.

5.904137 - Hvatningarverðlaun skólanefndar

Skólanefnd samþykkir að veita Kópavogsskóla hvatningarverðlaun nefndarinnar fyrir árið 2009, fyrir samstarfsverkefni 3. bekkjar við eldri borgara í Gjábakka.

6.905327 - 60 ára afmæli Kópavogsskóla

Skólanefnd leggur til að Kópavogsskóla verði fært gjafabréf frá Kópavogsbæ að upphæð krónur 400.000 í tilefni af 60 ára afmæli skólans.

7.905338 - Ráðning aðstoðarskólastjóra við Smáraskóla

Í bréfi, dags. 27. maí 2009, mælir skólastjóri með því að Ásta Bryndís Schram verði ráðin aðstoðarskólastjóri Smáraskóla frá 1. ágúst 2009.  Skólanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

8.902060 - Önnur mál

a) Engin mál á dagskrá.

Fundi slitið - kl. 19:45.