Skólanefnd

8. fundur 20. apríl 2009 kl. 17:15 - 19:15 í Snælandsskóla
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson ritari
Dagskrá

1.904124 - Innlegg frá skólastjóra Snælandsskóla.


Hanna Hjartardóttir, skólastjóri, kynnti skólanámskrá skólans og fjallaði um margvísleg nýbreytni- og þróunarverkefni sem skólinn stendur að. Hanna ræddi einnig um skólabraginn í Snælandsskóla í ljósi efnahagsástandsins.

2.904032 - Samræmd könnunarpróf í 10. bekk vorið 2009


Lagt fram til kynningar bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 26. mars 2009, þar sem tilkynnt er að samræmd könnunarpróf í 10. bekk falli niður vorið 2009.

3.904038 - Styrkumsóknir

Lagt fram erindi kennara við Digranesskóla með ósk um ferðastyrk vegna ferðar Comeniusarteymis til Finnlands.


Skólanefnd styrkir hvern kennara um kr. 35.000. Skólanefnd óskar eftir skýrslu um ferðina.

4.904033 - Lögð fram skóladagatöl Snælandsskóla og Kópavogsskóla 2009-2010

Skólanefnd samþykkir skóladagatölin.

5.904134 - Heimsókn í Waldorfskólann


Áshildur Bragadóttir sagði frá ánægjulegri heimsókn fulltrúa skólanefndar, fræðsluskrifstofu og menntamálaráðuneytisins í Waldorfskólann í Lækjarbotnum.

6.904135 - Samantekt hagræðingaraðgerða sveitarfélaga


Lagðar fram tölulegar upplýsingar frá Sambandi ísl. sveitarfélaga. Lagt til að fá fulltrúa frá Sambandinu á næsta fund nefndarinnar.

7.904137 - Hvatningarverðlaun skólanefndar

Skólanefnd felur fræðsluskrifstofu að auglýsa verðlaunin og vinna úr umsóknum í samvinnu við undirbúningsnefnd.

8.804474 - Lokaúttekt á skóla- og íþróttamannvirkjum

Lagt fram til kynningar erindi dags. 31. mars 2009 frá Pétri Valdimarssyni.

9.904138 - Fundargerð skólamálanefndar Sambands ísl. sveitarfélaga

Lögð fram til kynningar fundargerð skólamálanefndar Sambands ísl. sveitarfélaga.

10.904133 - Fundur með forvarnarnefnd

Formaður skólanefndar sagði frá fundi sínum og framkvæmdastjóra fræðslusviðs með forvarnarnefnd.

11.903244 - Trúnaðarmál 2009

Sjá trúnaðarbók.

12.904159 - Umsóknir


Anna Birna gerði grein fyrir fjölda umsókna um stöðu rekstrarstjóra á fræðslusviði


 


Hlé var gert á fundi kl. 19:10.


Fundur settur aftur kl. 19:15

13.904158 - Fyrirspurn


Þór Ásgeirsson og Garðar Vilhjálmsson lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn: Hvert er hlutfall þeirrar fjárhæðar, sem skorin var niður um í grunnskólunum eftir bankahrun, af heildarrekstri grunnskólanna með og án launaliðar?

14.904157 - Tillaga um endurskoðun skólasamningsAnna Birna gerði grein fyrir samþykkt bæjarráðs, dags. 16. 04. 2009 á tillögu um endurskoðun skólasamningsins.

Fundi slitið - kl. 19:15.