Skólanefnd

77. fundur 03. nóvember 2014 kl. 17:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
 • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalfulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Guðrún Jónína Guðjónsdóttir aðalfulltrúi
 • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
 • Hafsteinn Karlsson fulltrúi skólastjóra
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1410588 - Grunnskóladeild-Lestur og lesskilningur

Greiningartæki kynnt.
Guðlaug Snorradóttir, deildarstjóri sérúrræða í Álfhólsskóla kynnti Logos greiningar og skimanir. Skólanefnd fagnar þeirri vinnu sem fram fer í grunnskólum Kópvogs varðandi lestur og skimanir.

2.1401180 - Forvarnarverkefni - Tröð

Vorskýrsla lögð fram.
Tómas Jónsson, sérfræðiþjónustufulltrúi kynnti vorskýrslu og starfsemi forvarnarverkefnis.

3.1404566 - Skóladagatal og starfsáætlun 2014-2015

Starfsáætlun lögð fram.
Starfsáætlun Hörðuvallaskóla einróma staðfest.

4.1304002 - Göngum í skólann - hvatningarverkefni

Verkefni kynnt.
Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar kynnti samstarfsverkefni mennta- og umhverfissviðs sem unnið er í samstarfi við foreldra og starfsfólk skóla.

5.0905315 - Guðmundarlundur. Leigusamningur.

Mál kynnt.
Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, áheyrnafulltrúi framsóknarflokksins, vék af fundi kl. 18:55. Hafsteinn Karlsson, fulltrúi skólastjóra vék af fundi kl. 19:00.

Eftirfandi bókun var lögð fram á fundinum: "Neðangreindir fulltrúar í skólanefnd Kópavogs fagna því samkomulagi sem bæjarstjórn hefur gert við Skógræktarfélag Kópavogs um frístunda- og þjónustuhús í Guðmundarlundi. Húsið skal nota sem fræðslumiðstöð og skulu grunn- og leikskólabörn hafa forgang um afnot af því. Með aðstöðunni skapast vettvangur fyrir heilsteypta umhverfismennt í skólum bæjarins og öfluga útikennslu í anda sjálfbærni og umhverfisstefnu Kópavogs."
Margrét Friðriksdóttir, Helgi Magnússon, Ólafur Örn Karlsson, Ragnhildur Reynisdóttir og Bergljót Kristinsdóttir

"Ég undirritaður tek undir bókun minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs 28.október sl. og þar sem samningurinn er staðreynd er brýnt að skólanefnd fái að fylgjast með nýtingu hússins hvað varðar skólastarf." Gísli Baldvinsson.

Fundi slitið.