Skólanefnd

93. fundur 09. nóvember 2015 kl. 17:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
 • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalfulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Guðrún Jónína Guðjónsdóttir aðalfulltrúi
 • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
 • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
 • Guðrún G Halldórsdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1204252 - Skóladagatal og starfsáætlun

Arnar Björnsson vék af fundi kl. 17:50.
Skólanefnd mun skoða þvert á skóla ákveðna þætti í starfsáætlunum þeirra. Nefndarmenn mynda þriggja manna hópa og skila af sér á fundi nefndar 14.desember 2015. Hópur 1. Heimanámsstefna: Guðrún Halldórsdóttir, Gísli Baldvinsson, Ragnhildur Reynisdóttir. Hópur 2. Skólabragur: Kristgerður Garðarsdóttir, Arnar Björnsson, Bergljót Kristinsdóttir. Hópur 3. Foreldrasamstarf: Ólafur Örn Karlsson, G. Jónína Guðjónsdóttir, Helgi Magnússon.

2.1305244 - Skóladagatal og starfsáætlun Álfhólsskóla

Starfsáætlun skólans lögð fram.
Starfsáætlunin er samþykkt.

3.1404566 - Skóladagatal og starfsáætlun Hörðuvallaskóla

Starfsáætlun skólans lögð fram.
Starfsáætlunin er samþykkt.

4.1404571 - Skóladagatal og starfsáætlun Kársnesskóla

Starfsáætlun skólans lögð fram.
Starfsáætlunin er samþykkt.

5.1404506 - Skóladagatal og starfsáætlun Kópavogsskóla

Starfsáætlun skólans lögð fram.
Starfsáætlunin er samþykkt.

6.1403430 - Skóladagatal og starfsáætlun Lindaskóla

Starfsáætlun skólans lögð fram.
Starfsáætlunin er samþykkt.

7.1404323 - Skóladagatal og starfsáætlun Salaskóla

Starfsáætlun skólans lögð fram.
Starfsáætlunin er samþykkt.

8.1404567 - Skóladagatal og starfsáætlun -Smáraskóli

Starfsáætlun skólans lögð fram.
Starfsáætlunin er samþykkt.

9.1404311 - Skóladagatal og starfsáætlun Snælandsskóla

Starfsáætlun skólans lögð fram.
Starfsáætlunin er samþykkt.

10.1404586 - Skóladagatal og starfsáætlun Vatnsendaskóla

Starfsáætlun skólans lögð fram.
Starfsáætlunin er samþykkt.

11.1511073 - Ytra mat á grunnskólum 2016. Kársnesskóli valinn.

Lagt fram.
Skólanefnd fagnar að grunnskóli í Kópavogi verði þátttakandi í ytra mati hjá Menntamálastofnun.

12.14011128 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi

Lykiltölur voru lagðar fram á síðasta fundi skólanefndar og umræðu um þær frestað.
Lykiltölur ræddar.

13.1511157 - Grunnskóladeild-Tillaga um að birta fylgiskjöl m.fundargerðum fastanefnda.

Skólanefnd óskar eftir að Páll Magnússon, bæjarritari komi á næsta fund nefndarinnar 16. nóvember 2015 og geri grein fyrir málinu.

14.1405332 - Vinnuhópur um starfsemi dægradvala 2014

Bergljót Kristinsdóttir fulltrúi samfylkingar í skólanefnd leggur fram eftirfarandi bókun:
"Í byrjun árs 2015 á 81. fundi skólanefndar bar undirrituð upp tillögu um að þjónusta dægradvala í Kópavogi væri einnig í boði yfir sumartímann. Beðið var eftir tillögu starfshóps sem vann að stefnumótun dægradvala. Ein tillaga þess hóps var að opna dægradvalir fyrir tilvonandi sex ára nemendur í tvær vikur að hausti. Það hefur heppnast vel og því tel ég kominn tíma á að skoða hvort ekki sé hægt að auka við þjónustu dægradvala enn frekar.
Undirrituð leggur til að gerð verði skoðanakönnun meðal foreldra barna sem nota dægradvalir í Kópavogi um aukna þjónustu yfir sumarið."
Margrét Friðriksdóttir formaður skólanefndar vakti athygli á að í greinargerð með framlagðri fjárhagsáætlun er fjallað um að menntasvið vinni að því að útfæra tillögu um aukin frístundaúrræði fyrir börn þegar skóla líkur á vorin.

Fundi slitið.