Skólanefnd

38. fundur 16. janúar 2012 kl. 17:15 - 19:15 í Kársnesskóla
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Jens Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ásdís Helga Jóhannesdóttir varafulltrúi
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Sigurður Haukur Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Erlendur H Geirdal áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Soffía Jónasdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar góðar móttökur í Kársnesskóla og skólastjóra áhugaverða kynningu á starfi í skólanum.

1.1201071 - Eftirlit með skólalóðum

Garðyrkjustjóri bæjarins kemur á fundinn og gerir grein fyrir hvernig eftirliti með skólalóðum er háttað.

Skólanefnd þakkar garðyrkjustjóra góða kynningu.

2.1107041 - Skóladagatal - Samræming starfsdaga leik- og grunnskóla

Tillaga um vetrarfrí, skólabyrjun og skipulagsdaga fyrir skólaárið 2012 -2013 lögð fram.

Skólanefnd samþykkir tillögu skólastjóra um dagsetningu vetrarfría og skólabyrjunar fyrir skólaárið 2012 - 2013. Skólanefnd samþykkir einnig fyrir sitt leyti  sameiginlega tillögu grunn- og leikskóladeildar um samræmda skipulagsdaga fyrir leik- og grunnskóla skólaárið 2012 - 2013 og ítrekar bókun sína frá 19/9 2011 að um tilraunaverkefni sé að ræða fyrir skólaárið 2012 - 2013.

3.1109070 - Gerlamælingar. Umhverfisvöktun á vatni og sjó

Lagt fram til upplýsingar.

Erindi lagt fram.

4.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Bæjarráð bókaði eftirfarandi um tillögu SSH, verkefnahóps 4 varðandi málefni innflytjenda, dags. 21/12: Bæjarráð vísar tillögunum til jafnréttis- og mannréttindanefndar, skólanefndar, leikskólanefndar og félagsmálaráðs til umsagnar.

Skólanefnd þakkar tillögu og hvetur hópinn til áframhaldandi þróunar hugmynda í aðlögun innflytjenda í íslensku samfélagi og bendir á að í málaflokki okkar myndi íslenskukennsla foreldra barna og starfsmanna í skólum stórefla skólasamfélagið.

5.809099 - Starfsreglur fyrir Dægradvöl

Breytingartillögur á starfsreglum Dægradvala lagðar fram.

Skólanefnd samþykkir breyttar starfsreglur Dægradvala.

6.1111518 - Aðalnámskrá grunnskóla - Almennur hluti 2011

Umræður um innleiðingu Aðalnámskrá í sveitarfélaginu og aðkomu skólanefndar að því ferli.

Máli frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:15.