Skólanefnd

21. fundur 14. desember 2009 kl. 17:15 - 19:15 í Salaskóla
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson kennslufulltrúi
Dagskrá

1.912270 - Innlegg frá skólastjóra Salaskóla

Hafsteinn Karlsson, skólastjóri, afhenti grunnskóladeild og skólanefnd dagatal sem er afrakstur Comeniusarverkefnis sem skólinn hefur verið þátttakandi í. Hafsteinn fór yfir starfsáætlun skólans fyrir 2009 - 2010 sem er hluti af skólanámskránni sem kemur út á haustin. Hann greindi einnig frá bekkjanámskrám skólans sem birtast í Mentor. Að lokum fór Hafsteinn yfir sjálfsmatsskýrslu skólans fyrir 2009.

2.911715 - Nýjar reglugerðir

Lögð fram til kynningar reglugerð um viðurkenningu grunnskóla sem reknir eru af öðrum en sveitarfélaginu.

 

Málið rætt.

3.912603 - Styrkveitingar

Lögð fram ósk um styrk frá Landvernd, dags. 24. nóvember 2009, vegna Grænfánaverkefnis í grunnskólum.

 

Skólanefnd styrkir verkefnið að upphæð kr. 250.000.

4.912602 - Stefnumótunarfundur skólanefndar

Ákveðið að halda stefnumótunarfund skólanefndar þann 25. febrúar 2010.

5.912604 - Úttektir á grunnskólum

Lagt fram erindi menntamálaráðuneytisins, dags. 3. desember 2009, um stofnanaúttektir á grunnskólum.

 

Málið rætt.

 

Skólanefnd felur fræðsluskrifstofu að kynna erindið fyrir skólastjórum.

6.912605 - Staða fjárhagsáætlunar

Formaður skólanefndar og Anna Birna fjölluðu um stöðuna í gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2010.

 

Málið rætt.

7.902060 - Önnur mál

a) Lögð fram drög að fundaáætlun skólanefndar á vormisseri 2010.

 

b) Rætt um skólanámskrár og upplýsingar á heimasíðum grunnskólanna.

 

Skólanefnd felur fræðsluskrifstofu að vinna að ákveðinni samræmingu upplýsinga á heimasíðum  grunnskólanna í samráði við skólastjórnendur og fulltrúa úr skólanefnd.

 

c) Formaður las upp jólakort til nefndarinnar frá Skólahljómsveit Kópavogs.

Fundi slitið - kl. 19:15.