Skólanefnd

53. fundur 14. janúar 2013 kl. 17:15 - 19:15 í Salaskóla
Fundinn sátu:
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalfulltrúi
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Ásta Skæringsdóttir aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Þór Heiðar Ásgeirsson aðalfulltrúi
  • Sigurður Haukur Gíslason kennarafulltrúi
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir foreldrafulltrúi
  • Guðmundur O Ásmundsson fulltrúi skólastjóra
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar skólastjóra Salaskóla fyrir góða kynningu og veitingar.

1.1301085 - SSH - endurmenntun kennara

Lagt fram til kynningar.

Deildarstjóri grunnskóladeildar gerði grein fyrir samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um endurmenntun.

2.1301110 - Húsnæðismál Hörðuvallaskóla - Kórinn

Húsnæðisvandi skólans ræddur.

Hugmyndir að lausn rædd.

3.1208693 - Viðmiðunarreglur Hf. um samskipti leik-grunnskóla við trúar og lífsskoðunarfélög. Drög

Lagt fram.

Ásta Skæringsdóttir vék af fundi kl 18:50.

Skólanefnd telur mikilvægt að sett séu víðtæk viðmið um aðkomu utanaðkomandi samtaka, félaga og fyrirtækja að skólastarfi. Skólanefnd felur grunnskóladeild menntasviðs að móta þessi viðmið í samráði við stjórnendur leik- og grunnskóla.

4.1301134 - Tillaga um gerð heildstæðra viðmiðunarreglna fyrir leik- og grunnskóla vegna samskipta útávið

Lagt fram.

Skólanefnd telur mikilvægt að sett séu víðtæk viðmið um aðkomu utanaðkomandi samtaka, félaga og fyrirtækja að skólastarfi. Skólanefnd felur grunnskóladeild menntasviðs að móta þessi viðmið í samráði við stjórnendur leik- og grunnskóla.

5.1301167 - Viðurkenningar Skólanefndar Kópavogs

Framkvæmd og tilhögun lögð fram til umræðu.

Máli frestað til næsta fundar.

6.1101075 - Skólastefna Kópavogs

Drög lögð fram til umræðu.

Skólanefnd samþykkir skólastefnu Kópavogs með fjórum greiddum atkvæðum. Skólanefnd felur grunnskóladeild menntasviðs að gera tillögu að framkvæmdaráætlun fyrir næsta fund.

7.1107041 - Skóladagatal - Samræming starfsdaga leik- og grunnskóla

Fulltrúi kennara spurðist fyrir um viðhorfskönnun meðal foreldra um málefnið.

Máli frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:15.