Skólanefnd vísaði erindi kennara um fjölda tölva í grunnskólum til Atvinnu- og upplýsinganefndar og sendi frá sér eftirfarandi bókun: Skólanefnd mun taka að sér að skoða fjölda tölva.
Skólanefnd biður atvinnu- og upplýsinganefnd að leita leiða til að fjölga tölvum í grunnskólum Kópavogs.
Atvinnu- og upplýsinganefnd bókaði eftirfarandi um málið: Skólanefnd óskar liðsinnis Atvinnu- og upplýsinganefndar um að fjölga tölvum í grunnskólum þannig að 3 nemendur verði um hverja tölvu í stað 5 nú. Nefndin treystir sér ekki til að taka undir erindi skólanefndar.
Fram kemur í fundargerð Atvinnu- og upplýsinganefndar, frá 18. nóvember 2010, þar sem fjallað er um fjárhagsáætlun, að nefndin er að skoða hvort fækka megi enn frekar tölvum í skólum og spara hugbúnaðarkerfi sem notuð eru þar.
Áheyrnarfulltrúar kennara spyrja því skólanefnd hver sé aðkoma Atvinnu- og upplýsinganefndar að tölvumálum í grunnskólum.
Könnun lögð fram til kynningar.