Skólanefnd

15. fundur 21. september 2009 kl. 17:15 - 19:15 í Hjallaskóla
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson kennslufulltrúi
Dagskrá

1.909278 - Innlegg frá skólastjóra Hjallaskóla

Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri Hjallaskóla, gerði grein fyrir vinnu við mótun framtíðarsýnar skólans. Sigrún fjallaði einnig um ýmsar kennsluáætlanir sem miða að því að rækta með nemendum skilning á grunngildum daglegs lífs. Einnig fjallaði hún um málefni sem varða hagsmuni nemenda.

Málið rætt.

2.909277 - Styrkumsókn frá Vatnsendaskóla

Lagt fram erindi frá Vatnsendaskóla, dags. 11. sept. 2009, með ósk um styrk til Noregsferðar.

 

Skólanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 250.000. Skólanefnd óskar eftir skýrslu að ferðinni lokinni.

3.909379 - Salaskóli - Norðurlandameistarar í skák

Skólanefnd samþykkir að styrkja Salaskóla um kr. 50.000 til kaupa á skákbúnaði.

Skólanefnd óskar Salaskóla til hamingju með þennan glæsilega árangur.

4.909025 - Ráðningarmál kennara

Lagt fram yfirlit yfir fjölda stöðugilda kennara án kennsluréttinda.

5.909288 - Tómstundastarf í Snælandsskóla

Lagt fram yfirlit yfir íþrótta- og tómstundafélög sem taka þátt í tómstundastarfi Snælandsskóla. Einnig lagðar fram upplýsingar um kostnað við þátttöku.

6.909390 - Samstarf grunnskólanna við MK

Formaður óskaði eftir upplýsingum frá fræðsluskrifstofu vegna hugsanlegra breytinga á möguleikum nemenda í efstu bekkjum grunnskóla á vali í MK.

7.909388 - Fyrirspurn

Þór Ásgeirsson og Garðar Vilhjálmsson lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

Í tengslum við umræðu á fundi skólanefndar 7. september, um launalaust leyfi skólastjóra Smáraskóla frá og með 1. október og í ljósi nýrra upplýsinga um ráðningu þess sama skólastjóra í stöðu skólastjóra Hvolsskóla frá og með 1. október, eins og fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Rangárþings eystri 17. september sl., óska fulltrúar Samfylkingarinnar eftir upplýsingum um stöðu mála og hvenær fræðsluskrifstofu var ljóst að skólastjóri Smáraskóla væri að óska eftir leyfi til að gegna stöðu skólastjóra Hvolsskóla.

Fundi slitið - kl. 19:15.