Skólanefnd

7. fundur 12. apríl 2010 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson kennslufulltrúi
Dagskrá

1.1003035 - Sameining Digranesskóla og Hjallaskóla

Ellert Borgar Þorvaldsson gerði grein fyrir undirbúningsvinnu sinni vegna sameiningar Digranes- og Hjallaskóla og lagði fram drög að fréttabréfi sem fer til allra foreldra. Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri Hjallaskóla og Magnea Einarsdóttir, skólastjóri Digranesskóla, gerðu einnig grein fyrir stöðu mála í sínum skólum. Árni Þ. Hilmarsson fór yfir helstu þætti varðandi hagræðingu í rekstri skólanna. Árni lagði einnig fram upplýsingar frá framkvæmdasviði varðandi kostnað við endurbætur á húsnæði Digranesskóla.

 

Málið rætt.

 

Hlé var gert á fundi kl. 18:45.

 

Fundur settur aftur kl. 19:00.

 

Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:

 

""Almennt erum við fulltrúar Samfylkingarinnar sammála því að skoða rækilega kosti þess að sameina Digranes- og Hjallaskóla. Hins vegar undrumst við upplýsingaleysi um kosti og galla sameiningar, kostnað og framtíðarskipulag í innra og ytra starfi skólans til framtíðar. Öll upplýsingagjöf til skólanefndar í sameiningarferlinu hefur verið í skötulíki og því verið erfitt að átta sig á meginatriðum málsins og umræðan hefur því verið ómarkviss. Einnig söknum við þess að aðrir möguleikar á skipulagi skólahverfa hafi verið skoðaðir rækilega"".

2.1004081 - Starfsmannamál Smáraskóla

Lagt fram bréf, dags. 6. apríl 2010, frá skólastjóra Smáraskóla, þar sem hún segir stöðu sinni lausri frá og með 31. júlí 2010.

 

Skólanefnd óskar eftir heimild bæjarráðs til að auglýsa stöðuna.

3.1004083 - Skýrsla Félagsvísindastofnunar HÍ um innleiðingu grunnskólalaga

Lögð fram til kynningar skýrsla Félagsvísindastofnunar HÍ um innleiðingu og framkvæmd laga um grunnskóla.

4.1004090 - Hvatningarverðlaun skólanefndar 2010

Skólanefnd tilnefnir einn fulltrúa úr meirihluta og einn fulltrúa úr minnihluta til að starfa með fræðsluskrifstofu við undirbúning verðlaunanna.

Fundi slitið - kl. 19:15.