- Íbúar
- Leikskólaaldur Dagforeldrar
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Sorp og endurvinnsla
- Samgöngur
- Útivist
- Heilbrigðiseftirlit og dýrahald
- Vatnsveita
- Umhverfisviðurkenningar
- Vorhreinsun
- Garðlönd
- Kópavogshöfn
- Miðbær í mótun
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Ellert Borgar Þorvaldsson gerði grein fyrir undirbúningsvinnu sinni vegna sameiningar Digranes- og Hjallaskóla og lagði fram drög að fréttabréfi sem fer til allra foreldra. Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri Hjallaskóla og Magnea Einarsdóttir, skólastjóri Digranesskóla, gerðu einnig grein fyrir stöðu mála í sínum skólum. Árni Þ. Hilmarsson fór yfir helstu þætti varðandi hagræðingu í rekstri skólanna. Árni lagði einnig fram upplýsingar frá framkvæmdasviði varðandi kostnað við endurbætur á húsnæði Digranesskóla.
Málið rætt.
Hlé var gert á fundi kl. 18:45.
Fundur settur aftur kl. 19:00.
Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
""Almennt erum við fulltrúar Samfylkingarinnar sammála því að skoða rækilega kosti þess að sameina Digranes- og Hjallaskóla. Hins vegar undrumst við upplýsingaleysi um kosti og galla sameiningar, kostnað og framtíðarskipulag í innra og ytra starfi skólans til framtíðar. Öll upplýsingagjöf til skólanefndar í sameiningarferlinu hefur verið í skötulíki og því verið erfitt að átta sig á meginatriðum málsins og umræðan hefur því verið ómarkviss. Einnig söknum við þess að aðrir möguleikar á skipulagi skólahverfa hafi verið skoðaðir rækilega"".