Skólanefnd

105. fundur 15. ágúst 2016 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
  • Sóley Ragnarsdóttir varafulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Þórir Bergsson varafulltrúi
  • Ragnhildur Björg Konráðsdóttir varafulltrúi
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Sigrún Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1603633 - Íbúalýðræði þátttökufjárlagagerð

Kynning á verkefninu OKKAR KÓPAVOGUR.
Sólveig Jóhannsdóttir, verkefnastjóri á umhverfissviði kom á fund skólanefndar og kynnti verkefnið.

2.1511566 - Framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2015-2018

Bæjarráð vísar málinu til umsagnar nefnda og ráða Kópavogsbæjar.
Skólanefnd fagnar drögum að framkvæmdaáætlun og mun senda deildarstjóra grunnskóladeildar ábendingar ef þurfa þykir.

3.1608421 - Kaup á námsgögnum í grunnskólum.

Á fundi bæjarráðs 11. ágúst var eftirfarndi bókað:
Bæjarráð beinir því til skólanefndar að skoða kostnað foreldra vegna námsgagna í grunnskólum bæjarins. Bæjarráð hvetur skólanefnd jafnframt að ýta undir að honum verði haldið í lágmarki. Þá bendir bæjarráð á að spjaldtölvuvæðing grunnskólanna á að draga úr kostnaði vegna innkaupa foreldra á námsgögnum.

Einnig verður tillaga Gísla Baldinssonar, fulltrúa félagshyggjufólks og vinstri grænna um málið lögð fram.
Arnar Björnsson fulltrúi foreldra í skólanefnd lagði fram eftirfarandi bókun frá SAMKÓP. "Um leið og fagnað er umræðu sem er í samfélaginu um gjaldfrjálsan grunnskóla og þeirra viðbragða sem einhverjir skólar hafa gripið til í þeim tilgangi að lækka kostnað foreldra við skólagöngu barna sinna er Kópavogsbær hvattur til að stíga skref í átt að gjaldfrjálsum grunnskólum í Kópavogi. Þetta samræmist skoðun umboðsmanns barna sem tekur undir með Heimili og skóla um gjaldfrjálsa grunnskóla. Í samantekt Sambandi íslenskra sveitarfélaga kemur fram að Ísland sé eina landið sem er með gjald fyrir grunnskóla frá 1. ? 10. bekkjar."

Skólanefnd felur menntasviði að skoða og taka saman kostnað foreldra vegna námsgagna í grunnskólum Kópavogs. Samatekt og hugmyndir verðar lagðar fyrir skólanefnd að nýju.

4.1408250 - Málefni skólanefndar

Fundaráætlun fyrir haustönn 2016 lögð fram.
Skólanefnd samþykkir með öllum greiddum atkvæðum fundaráætlun.

5.1403522 - Starfsumhverfi bæjarfulltrúa og valdmörk nefnda

Formaður skólanefndar kynnir málefnið.
Margrét Friðriksdóttir formaður skólanefndar gerði grein fyrir stöðu máls.

6.1608529 - Sótt um námsstyrk - kennsluafslátt

Unnur Helga Óttarsdóttir, kennari í Hörðuvallaskóla sækir um námstyrk - kennsluafslátt.
Skólanefnd samþykkir erindið. Helgi Magnússon sat hjá.

Fundi slitið - kl. 19:15.