Skólanefnd

19. fundur 16. nóvember 2009 kl. 17:15 - 19:15 í Vatnsendaskóla
Fundargerð ritaði: Hannes Sveinbjörnsson kennslufulltrúi
Dagskrá

1.911287 - Innlegg frá skólastjóra Vatnsendaskóla.

Guðrún Soffía, skólastjóri, sagði frá ferð kennara skólans til Noregs. Þau heimsóttu m.a. skóla sem sérhæfðu sig í útikennslu og námsmati og sóttu fyrirlestur um útikennslu í háskólanum í Osló.

 

Í framhaldi af kynningu Guðrúnar fór skólanefnd í skoðunarferð um skólann.

2.910407 - Framhaldsskólaáfangar fyrir grunnskólanemendur

Lagðar fram upplýsingar frá fræðsluskrifstofu um fjölda grunnskólanemenda í áföngum í MK og kostnað vegna þeirra.

 

Málið rætt. Fræðsluskrifstofa vinnur áfram í málinu. 

3.911369 - Skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Almenn umræða fór fram um málefni á dagskrá þingsins.

4.902060 - Önnur mál

a) Rætt um forvarnarráðstefnuna sem forvarnarnefnd Kópavogsbæjar stóð fyrir fyrr um daginn.

 

b) Erlendur Geirdal, fulltrúi foreldra í skólanefnd, lagði fram ósk um samantekt á ýmsum upplýsingum varðandi starfsemi grunnskólanna.

Fundi slitið - kl. 19:15.