Skólanefnd

56. fundur 18. mars 2013 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Alexander Arnarson varafulltrúi
  • Þór Heiðar Ásgeirsson aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Haukur Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur O Ásmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir foreldrafulltrúi
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1303176 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi 2013

Farið yfir mati og eftirlit Kópavogsbæjar með skólastarfi 2013 og fyrstu niðurstöður kynntar.

Málið rætt og því frestað til næsta fundar.

2.1302390 - Ytra mat á grunnskólum - þróunarverkefni. Álfhólsskóli valinn

Lagt fram til kynningar.

Málið lagt fram.

3.1301167 - Viðurkenningar Skólanefndar Kópavogs

Tilnefningar kynntar.

Skólanefnd skipar tvo fulltrúa frá meirihluta og einn fulltrúa frá minnihluta í vinnuhóp til að velja úr tilnefningum til viðurkenninga. Nefndin óskar jafnframt eftir að stjórn Samkóps tilnefni fulltrúa sinn í vinnuhópinn.

4.1303312 - Eineltisáætlanir í grunnskólum

Erla Karlsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð leggur til að skólanefnd taki til umræðu möguleika þess að markvisst og reglulegt, eftirlit verði með virkni eineltisáætlana hjá grunnskólum Kópavogs."

5.1303388 - Úthlutun fjármagns til grunnskóla

Skólanefnd óskar eftir upplýsingum um fjármál og úthlutun fjármagns til skóla.

Fundi slitið - kl. 19:15.