Skólanefnd

33. fundur 19. september 2011 kl. 17:15 - 19:15 í Hörðuvallaskóla
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Jens Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Áshildur Bragadóttir aðalfulltrúi
  • Alexander Arnarson vara áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Haukur Gíslason kennarafulltrúi
  • Erlendur H Geirdal foreldrafulltrúi
  • Guðrún Soffía Jónasdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
  • Bragi Þór Thoroddsen varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar góðar móttökur í Hörðuvallaskóla og skólastjóra áhugaverða kynningu á skólastarfinu.

1.1104162 - Skóladagatal Kópavogsskóla 2011-2012

Erindi frá Kópavogsskóla um breytingar á skóladagatali.

Skólanefnd samþykkir breytingar.

2.1101997 - Skóladagatal og starfsáætlun 2011-2012

Tillaga Bæjarráðs um að samræma starfsdaga í leik- og grunnskólum.

Skólanefnd mælir með því að starfsdagar skólaárið 2012 - 2013 verði samræmdir til reynslu og felur starfsmönnum menntasviðs að koma með tillögur að framkvæmd og mati á henni.

3.1103360 - Hvatningarverðlaun skólanefndar 2011

Tillaga um breytt form á hvatningarverðlaunum.

Skólanefnd samþykkir breytt form.

4.1104277 - Sameiginlegur starfsdagur kennara 30. september 2011

Kynning á degi og nefndarmönnum boðið að taka þátt.

Skólanefnd þakkar grunnskóladeild frábæra vinnu við skipulagningu sameiginlegs starfsdags grunnskóla og fagnar metnaðarfullu starfi í grunnskólum Kópavogs.

5.1101075 - Vinnugögn skólanefndar 2011

Vinna við endurskoðun skólastefnu Kópavogs.

Skólanefnd vann áfram að endurskoðun skólastefnu.

Fundi slitið - kl. 19:15.