Skólanefnd

65. fundur 18. nóvember 2013 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Bragi Þór Thoroddsen aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Ásta Skæringsdóttir aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigríður Gísladóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir foreldrafulltrúi
  • Friðþjófur Helgi Karlsson fulltrúi skólastjóra
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1311058 - Umræða um fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun kynnt.

Rekstrarstjóri menntasviðs kynnti helstu þætti fjárhagsáætlunar grunnskóla og tónlistarskóla.

Óskað er eftir samanburði á gjaldskrám mötuneyta grunnskólanna í nágrannasveitarfélögum. 

 

 

2.1311195 - Fyrirspurn vegna húsnæðismála Skólahljómsveitar Kópavogs

Bréf frá foreldrum lagt fram.

Staða húsnæðismála kynnt fyrir skólanefnd. Nefndin felur menntasviði að svara erindi foreldra.

3.1311196 - Ýmis gögn skólanefndar

Gögn afhent skólanefnd.

Nefndin þakkar grunnskóladeild fyrir góða samantekt.

4.1311212 - Rannsókn á heilsu og lífskjörum skólanema (HBSC)

Beiðni um rannsókn. Sjá nánar upplýsingar um rannsókn á eftirfarandi slóð, http://www.hbsc.is/

Skólanefnd samþykkir rannsóknina og óskar eftir kynningu á niðurstöðum.

5.1311303 - Fundur Samkóp með fulltrúum stjórnmálaflokka í Kópavogi

Fundarboð kynnt skólanefnd.

6.1311058 - Umræða um fjárhagsáætlun

Formaður skólanefndar leggur fram eftirfarandi bókun vegna umræðu um fjárhagsáætlun bæjarins á 64. fundi undir liðnum önnur mál:

"Erindisbréf skólanefndar var samþykkt í tíð fyrri meirihluta."

 

 

Fundi slitið - kl. 19:15.