Skólanefnd

97. fundur 18. janúar 2016 kl. 17:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Ragnhildur Reynisdóttir aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðrún Jónína Guðjónsdóttir aðalfulltrúi
  • Gísli Baldvinsson aðalfulltrúi
  • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
  • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
  • Guðrún G Halldórsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar

Kynning á stöðu verkefnis.
Björn Gunnlaugsson verkefnastjóri kom á fundinn og gerði grein fyrir næstu skrefum í innleiðingu á spjaldtölvum.

2.14011128 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi

Máli frestað frá síðasta fundi. Foreldrakönnun lögð fram.
Farið var yfir einstaka þætti foreldrakönnunar og þeir ræddir. Ákveðið var að skoða niðurstöður aftur þegar niðurstöður nemendakönnunar og starfsmannakönnunar liggja fyrir í haust.
Fulltrúi foreldra í skólanefnd Arnar Björnsson lagði fram eftirfarandi bókun: "Óskað er eftir því að fá samantekt á hvernig innleiðingu á aðalnámskrá hefur verið háttað í grunnskólum Kópavogs með áherslu á hlutverk foreldra í grunnskólastarfi."

3.1204252 - Skóladagatal og starfsáætlun

Máli frestað frá síðasta fundi.
Kynning á samantekt hóps nefndarmanna á foreldrasamstarfi í starfsáætlunum grunnskólanna. Miklar umræður sköpuðust.

4.1506827 - Kópavogsskóli-óskar eftir heimild til að stofna deild f.5 ára.

Eftirfarandi var bókað í skólanefnd þann 19.október 2015: "Skólanefnd óskar eftir að Menntasvið setji fram tillögu um áframhaldandi vinnu í tengslum við sveigjanleg skil skólastiga." Tillaga menntasviðs lögð fram.
Skólanefnd getur ekki samþykkt erindi Kópavogsskóla varðandi stofnun fimm ára bekkjar. Erindi Kópavogsskóla varðar samfellu milli skólastiga og menntasvið leggur til að stofnaður verði vinnuhópur sem leita mun leiða til að skapa samfellu í lífi og námi barna, koma til móts við þarfir þeirra og stuðla að markvissri uppbyggingu náms milli skólastiga.

5.1505229 - Hinsegin fræðsla í grunnskólum Kópavogs. Tillaga frá bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar

Bergljót Kristinsdóttir fulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 12 maí 2015 að óska eftir því að Menntasvið vinni umsögn og komi með tillögur að útfærslu á hinsegin fræðslu í grunnskólum Kópavogs eftir tillögu frá Samfylkingunni. Ekkert hefur bólað á þeirri umsögn. Undirrituð óskar efir að Menntasvið hraði vinnu sinni og leggi niðurstöður fyrir Skólanefnd hið fyrsta."
Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar gerði grein fyrir vinnu vinnuhóps sem er að leggja lokahönd á greinargerð um málið sem verður lögð fyrir fund skólanefndar í febrúar 2016. Vinnuhópinn er skipaður náms- og starfsráðgjöfum í grunnskólum Kópavogs og starfsmönnum grunnskóladeildar.

Fundi slitið.