Skólanefnd

109. fundur 17. október 2016 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Ólafur Örn Karlsson aðalfulltrúi
 • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
 • Ragnhildur Reynisdóttir aðalfulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sóley Ragnarsdóttir varafulltrúi
 • Gísli Baldvinsson áheyrnarfulltrúi
 • Arnar Björnsson foreldrafulltrúi
 • Kristgerður Garðarsdóttir kennarafulltrúi
 • Sigrún Bjarnadóttir fulltrúi skólastjóra
Starfsmenn
 • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1609329 - Menntasvið-fjárhagsáætlun 2017

Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs og Sindri Sveinsson, rekstrastjóri menntasviðs kynntu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

Kristgerður Garðarsdóttir vék af fundi kl. 18:25.

2.14011128 - Mat og eftirlit sveitastjórna með skólastarfi

Lykiltölur um skólastarf lagðar fram. Jafnframt er skýrsla um niðurstöður starfsmannakönnunnar í grunnskólum Kópavogs lögð fram.
Frestað til næsta fundar.

3.1602967 - Grunnskóladeild-Nýjar áherslur um samstarf heimila og skóla.

Svar grunnskóladeildar við erindi Samkóps, um áherslur í nýrri aðalnámskrá, lagt fram.
Svar grunnskóladeildar lagt fram. Sigrún Bjarnadóttir, fulltrúi skólastjóra sagði frá hvernig samstarfi við foreldra er háttað í Álfhólsskóla. Fulltrúi Samkóp Arnar Björnsson þakkar svarið og lýsir ánægju með frekara samstarf um málefnið.

4.1306626 - Vináttuganga

Kynning á vináttugöngu leikskóla, grunnskóla og félagsmiðstöðva á baráttudegi gegn einelti 8. nóvember 2016.
Skólanefnd fagnar þessu góða framtaki.

5.1310107 - Menntasvið-Skólaþing Kópavogs

Að loknu skólaþingi.
Almenn ánægja með framkvæmd og þátttöku á skólaþingi leik- og grunnskóla í Kópavogi.

Fundi slitið - kl. 19:15.